Smjördeigs réttur.

February 14, 2020

Smjördeigs réttur.

Smjördeigs réttur með skinku, ananas, sætu sinnepi og osti.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.

Hann var og er einn af mínum vinsælustu veisluréttum og ég hef prufað hann með öðru hráefni líka en þessi toppar alla og þess má geta að anansinn er algjört möst og auðvitað sæta sinnepið!

Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót

1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella

Smyrjið botninn með sætu sinnepi

Skerið skinkuna í litla bita og dreifið þeim jafnt yfir sinnepið


Dreifið síðan ananasinum yfir skinkuna


Svo setjið þið ostinn yfir allt saman

Sprautið að lokum sætu sinnepi aftur yfir allt

Og lokið réttinum með smjördeigi

Skemmtilegt er líka að skera niður deigið í ræmur og leika sér smá.
Penslið ofaná með hrærðu eggi ef vill.


Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c eða þar til gullin brúnt.

Njótið og deilið að vild!

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts rúlluterta
Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

Halda áfram að lesa

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa