Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Hráefni:
800 gr ýsa eða þorskur, ég nota sjálf orðið meira þorsk
Fisk krydd
1/2-1 papriku
Blaðlauk
Hrísgrón (sjóðið þau áður)
1 dós af aspas
2 pk af Karrísósu frá Toro
Mosarella ost

Eldamennskan í máli og myndum


Setjið fiskinn í eldfast form og kryddið með fisk kryddi eftir smekk

Skerið papriku og blaðlauk niður og setjið ofan á fiskinn

Gott er að vera búin að sjóða hrísgrjónin áður, eins og 1 poka og bæta þeim svo ofan á líka.

Því næst er aspasinum stráð yfir jafnt yfir

Ég bjó svo til Karrí sósu frá Toro eftir leiðbeiningum pakkans en oft þá baka ég upp sósurnar frá þeim, verða meira gourme en á þennan rétt þá var mjög gott að fara bara eftir þeim. 


Hellið sósunni yfir réttinn....


Að lokum bætið þið Mosarella ostinum ofan á og setjið réttinn inn í ofn á 180°c í um 25-30 mínútur.

Tilbúinn

Dásamlega góður eins og allur fiskur borið fram með rúgbrauði og smjöri

Njótið & deilið með vinum..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa