Grillaður saltfiskur

September 13, 2020

Grillaður saltfiskur

Grillaður saltfiskur
Með fylltum sveppum og salati a la carte Ingunn.
Það oft þannig að ég sé í huganum eitthvað sem mig langar í og svo byrja ég að týna saman í uppskriftina annað hvort eitthvað sem ég á til eða kaupi sérstaklega í hana og hérna kemur ein útgáfan mín sem fékk súpergóða dóma frá matargesti mínum.

Ég notaði ásamt salfiskinum þessar vörur. É keypti saltfiskinn frosinn.
Kryddið fékk ég í Húsasmiðjunni en það má nota hvaða fiskkrydd sem er en þetta var alveg einstaklega gott með svona keim af reyktri papriku.
       
Ég setti saltfiskinn í álpakka, kryddaði hann og stráði yfir hann graslauk og fetaosti.
Ég tók svo innan úr Portobello sveppunum og fyllti þá með Philadelphia kryddostinum.
Skellti þessu svo út á grill í ca.15.mínútur eða þar til sveppirnir voru tilbúnir.

Þetta var síðan borið fram með ljúffengu salati:
Spínat
Mosarella kúlur
Kokteiltómatar eða aðrir litlir
Basil krydd ferskt
Balsamik olía sett yfir eftir smekk
     
Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa