Kjöt í karrí

July 14, 2020

Kjöt í karrí

Kjöt í karrí
Kjöt í karrísósu er einn af okkar góðu þjóðarréttum og oftar en ekki er soðið súpukjöt eða afgangar frá deginum áður af lambakjöti notað í pottrétt. Þarna ákvað ég að prufa nýja aðferð og setti réttinn ofan á hrísgrjón og inni í ofn.

Lambakjöt
Krydd (Seson All)
2.pk karrísósa frá Toro
2.pk hrísgrjónapokar
Kartöflur
Smjörlíki
Mjólk

Ég byrja alltaf á því að krydda kjötið og steikja það aðeins á báðum hliðum og helli vatni svo yfir og læt suðuna koma upp, lækka þá niður og læt malla alveg í góðan klukkutíma, jafnvel aðeins lengur svo að kjötið verði ofur meyrt og gott.

Ég útbý svo karrísósuna og í þetta sinn þá bakaði ég upp karrísósu í pakka frá Toro með því að bræða smjörlíki, ca 100 gr og svo bætti ég 2.pk út í og þynni með mjólk þar til létt og ljúft.

Ég sýð svo kartöflur og hrísgrjón og þegar allt er tilbúið þá byrja ég á að setja hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, brytja svo kjötið niður og set ofan á grjónin, sker kartöflurnar í bita og bæti ofan á líka og helli svo sósunni yfir.

Fyrir þá sem vilja þá geta þeir sett ost ofan á og gratenerað réttinn þannig.

Borið fram með góðu brauði eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa