Jökla líkjörs uppskriftir

November 13, 2022

Jökla líkjörs uppskriftir

Jökla líkjörs uppskriftir
Fékk að smakka þennan ljúffenga íslenska rjómalíkjör á Landbúnaðarsýningunni núna um daginn og nældi mér í leiðinni í uppskriftarbæklingin frá þeim og bara verð að deila þeim hérna með ykkur. Styðjum íslenska framleiðslu!

Jökla er búin til úr úrvals mjólk og rjóma sem bændur á Íslandi framleiða á hverjum degi. Sjálfbærni og heinleiki skipta þau miklu máli og koma hrein mjólkurefnin sem notuð eru í staðinn fyrir óæskileg þykkingarefni. snilldin ein.

Jökla Irish Coffee
Fyrir tvo

Innihald
30 ml Jökla rjómalíkjör
100 ml rjómi
2 tsk ljós púðursykur
60 ml viskí, helst írskt
475 ml heitt og nýlagað kaffi

Aðferð
Þeytið rjómann. Blandið Jökla rjómalíkjör út í rjómann. Skiptið viskíinu og púðursykrinum í tvö glös og hellið kaffinu yfir. Setjið rjómablönduna ofan á með skeið og berið fram heitt.

Jökla súkkulaði

Innihald
60 ml Jökla rjómalíkjör
1 bolli heitt súkkulaði
Rjómi
Nokkrar möndlur, saxaðar

Aðferð
Þeytið rjómann. Blandið Jökla rjómalíkjör út í súkkulaðið. Setjið rjómann ofan á með skeið. Skreytið með möndlum.

Jökla Expresso Martini
Fyrir tvo

Innihald
50 ml Vodki
70 ml Jökla rjómalíkjör
70 ml ískaffi frá Nespresso eða gott kalt kaffi

Aðferð
Kælið falleg martini glös í frysti í ca.20 mín. Setjið öll hráefnin í kokteil hristara ásamt ísmolum og hristið hressilega. Hellið í glösin í gegnum fíngert sigti. 
Skreytið með 3 kaffibaunum.

Jökla best á ís

Innihald
60 ml Jökla rjómalíkjör
Ísmolar

Setjið Jöklu og ísmola í kokteilhristara og hristið hressilega. Hellið í fallegt glas sem hefur verið kælt.

Stofnendur Jöklu eru þau Pétur Pétursson og Sigríður Sigurðardóttir
Finna má síðuna þeirra á facebókinni hérna

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kokteilar áfengir

Basil Gimlet
Basil Gimlet

September 29, 2022

Basil Gimlet
Einn af vinsælu drykkjunum/kokteilunum í dag og auðveld er að blanda hann og þarf ekki margt til að gera góðan drykk.

Halda áfram að lesa

Whiskey sour með chili
Whiskey sour með chili

August 28, 2020

Whiskey sour með chili
Þennan fékk ég í hringferðinni minni í ágúst 2020 á Fosshótel Jökulsárlón og féll hann vel í kramið hjá mér þótt svo að ég sé nú ekki nein Whiskey kona en ég mæli alveg með þessum.

Halda áfram að lesa

Tequilakokteilar
Tequilakokteilar

May 21, 2020

Tequilakokteilar
Hérna má finna nokkra kokteila blandað með tequila.

Halda áfram að lesa