Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar. Hægt er að bæta hverju sem er saman við, bara láta hugmyndaaflið njóta sín.

Hakkbollurnar átti ég til í frystinum frá því að ég hafði gert þær síðast og þetta er uppskriftin af þeim, algjörar sælkerabollur. Sjá uppskrift

Snilldarinnar mælistika fyrir pastað, keypti þessa hjá
Bako Ísberg


1 pakki af Chili Bolognese
10 hakkbollur
10 litlir tómatar
Spagetti fyrir 1
Primadonna ost eða Parmesan
Ferska Basilíka t.d. frá Lambhaga

Hitið upp sósuna samkvæmt leiðbeingunum á pakkanum og bætið bollunum svo út í sósuna og látið malla í smá stund.

Bætið líka saman við tómötunum 

Raspið svo ostinum yfir og skreytið með ferskri Basilíku.

Hellið svo meiri sósu út á réttinn ef þið viljið

Það eru í boði 3 tegundir og ef ykkur finnst Chili sterkt þá mæli ég með hinum í staðinn, það reif alveg pínulítið í en bara pínu.

Njótið vel og deilið eins og vindurinn!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Toro Pizza partý
Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Halda áfram að lesa