Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

2 pk af Tartalettum
1 pk af Tígrisrækjum
1 dós grænn aspas
1/2 lítri af matreiðslurjóma
200-300 gr af Rækjurjómaosti
1 gul paprika
Blaðlaukur, niðurskorinn, eftir smekk
Salt og pipar úr kvörn
1 tsk af papriku kryddi
Mosarella ostur
Maizena mjöl
1 grænmetisteningur

Setjið rjómann í pott og hitið ásamt grænmetisteninginum. Skerið paprikuna niður í bita og blaðlaukinn og bætið saman við. Kryddið með salti, pipar og papriku. Bætið síðan aspasinum saman við og smá af soðinu og þykkið síðan smá með maizena mjölinu. Skerið risarækjurnar í tvennt og bætið þeim út í síðast og blandið vel saman.



Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa

Partý/veislu/sælkera bakkar
Partý/veislu/sælkera bakkar

December 30, 2023

Partý/veislu/sælkera bakkar
Hérna má sjá smá sýnishorn af allavega partý/veislu/sælkera bökkum og hvernig hægt er að bera fram og setja saman allt það sem hugurinn óskar.

Halda áfram að lesa