Kjötsúpa

February 14, 2020

Kjötsúpa

Kjötsúpa
Kjötsúpa í einum grænum".- fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma en hafa mikla löngun í holla góða íslenska kjötsúpu.

Hér er kjötið skorið af beinunum og sneitt í litla bita.
Sjóða má beinin með til að fá kjötkraft, en veiða þau upp úr í lokin.

500-550.gr beinlaust súpukjöt
2 ltr vatn og
1 gulrót
1 rófa
6 kartöflur (meðalstórar)
1/2 laukur
1 sellerystilkur
2 mtsk hrísgrjón
1 mtsk haframjöl
Salt eftir smekk ( setja það í lokinn)

Aðferð:
Notið 3 lítra pott.
Setjið 2 lítra af vatni í pottinn.
Skerið 520 gr. af beinlausu súpukjöti í teninga, gott er að skola kjötið í heitu vatni.
1 gulrót,
1 lítil rófa,
6 meðalstórar kartöflur,
½ laukur og 1 sellerystilkur eru skorin í teninga.
2 matskeiðar hrísgrjón,
1 matskeið haframjöl og salt eftir smekk sett ásamt kjöti og grænmeti í pottinn og látið sjóða í 15 - 20 mínútur eftir að suðan kemur upp.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa