Hrogn og lifur, ýsa eða þorskur!

Áhorf: 1038 | Umsagnir (0)

Hrogn og lifur, ýsa eða þorskur!

Þegar ég var að alast upp þá voru hinar ýmsu fisktegundir á boðstólunum heima hjá mér en hann elsku afi minn Þorleifur heitinn var fisksali og ég man alltaf hvað það var gaman að heilsa upp á hann í búðinni sinni og fá stundum að pakka inn fiskinum. Eitt af því sem var í matinn voru hrogn og lifur en ávalt ýsa eða þorskur lika með og fannst mér þá best að stappa saman hrogn og ýsu með kartöflum og smjöri en í þá daga vildi ég ekki lifrina. Einu sinni smakkaði ég hrogn köld á sýningu í Hörpu og voru þau algjört salgæti og svo í byrjun árs 2016 buðu vinir mínir mér í mat, algjöran veislumat og þá smakkaði ég loksins lifrina, hún var ok en ég held mig bara áfram við stöppuna mína :)Hrogn
Lifur
Ýsa eða þorskur, magn af öllu eftir fjölda manns í mat
Kartöflur
Rófur
Hamsatólg
Rúgbrauð

Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn. 
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.

Lifur matreiðsla:
Lifrin þarf ekki nema fimm mínútur og hún er bara sett beint út í pottinn

Ýsa eða þorskur matreiðsla:
Fiskurinn er settur í pott með köldu vatni og smávegis af grófu salti.
Ef um bita úr flökum er að ræða er nóg að suðan komi upp og slökkva síðan undir pottinum en láta hann vera á hellunni um stund.Borið fram með kartöflum, rófum og rúgbrauði með smjöri!

Verði ykkur að góðu.

 


Fiskur í felum með pepperóní og pastasósu.

Áhorf: 614 | Umsagnir (0)

Fiskur í felum með pepperóní og pastasósu.

Fiskur, ýsa eða þorskur
Sætar kartöflur, skornar þunnt
Pepperóni
Blaðlaukur
Pastasósa
Krydd, Best á fiskinn
Olía

Setjið olíu á pönnu, raðið fiskinum í bitum á pönnuna og kryddið með Best á fiskinn.
Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar (snilld ef þið eigið Salatmaster kvörnina), raðið þeim yfir fiskinn ásamt pepperóní, saxið blaðlaukinn og stráið yfir réttinn.
Hellið pastasósunni yfir réttin og látið malla í ca 15-20 mínútur.Saltfisk-Kinnar

Áhorf: 687 | Umsagnir (0)

Saltfisk-Kinnar m/roði & beini útvatnaðar eru þvílíkt lostæti sem kemur svo sannarlega á óvart og
fyrir þá sem ekki hafa smakkað þá mælum við með að kippa einum eða tvemur pökkum með sér og prufa.
Saltfisk-Kinnar fást hjá Versluninni Rangá í Skipasundi :)

Uppskriftin er lauflétt:
1-2 pakkar Saltfisk-Kinnar, ca 2-3 á mann
Látið sjóða í ca 10 mínútur og berið fram með kartöflum og hamsatólg.

Verði ykkur að góðu!


Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

Áhorf: 524 | Umsagnir (0)

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar er einn sá allra mesti herramannsmatur já eða algjör gourme steik
á fiskmælikvarða en þeir fást t.d hjá Versluninni Rangá í Skipasundi.Ein góð uppskrift:
Fjölkornahjúpaðir þorskbitar
Olía á pönnuna
Rjómi/Matreiðslurjómi
Blaðlaukur
Rauðlaukur
Sætar kartöflur riflaðar
Paprika
Kartöflur
Parmesan ostur
Karrí, gott að nota Mangó karri ef þið eigið það til, smá paprikukrydd, turmerik, kjöt/fiskkraft eftir smekk, smakkið til og saltið og piprið ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Steikið fiskinn á pönnu í ca 10 mínútur á hvorri hlið
Þá er fínt að taka fiskinn og geyma hann í heitum ofni á meðan sósan er útbúin. Hellið rjómanum á pönnuna og bætið kryddinu og grænmetinu útí, gott er að setja smá rifin parmesan ost út í sósuna líka, látið suðuna koma upp á rjómanum og látið malla í smá stund, þykkið með maizena ef vill til að þykkja hana í restina.

Bera má fram kartöflur og gott er að sjóða þær, skera svo í sneiðar, smyrja þær svo með smá sítrónuolíu og setja rifin parmesan ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!


Skötuselur á rósinkálbeði

Áhorf: 201 | Umsagnir (0)

Skötuselur á rósinkálbeðiOg gleðin heldur áfram í "Mamman tekin í bakaríið" og að þessu sinni er það skötuselur, jammý!

Skötuselur, fæst í bitum
Blandað grænmeti
Rósinkál

Létt steikið skötuselinn í ca 7 mínútur á hvorri hlið, kryddið hann með fiskkryddi og jafnvel smá af karrí og himalaya salti og gætið þess að ofelda hann ekki svo hann verði ekki seigur.
Blandað grænmeti (hægt er að nota frosið grænmeti í poka) og rósinkál er sett á pönnuna með og látið malla í smá stund.


Falin bleikja með grilluðum kúrbít

Áhorf: 176 | Umsagnir (0)

Falin bleikja með grilluðum kúrbít
og heitri (smoked) papriku gúrku sósu.<

Þegar maður er að taka til í mataræðinu þá þarf maður að vera ansi hugmyndaríkur og leika sér bara alveg heilan helling, þetta er ein útkoman hjá mér og ég vona að þið njótið.

Bleikjubitar
Steiktir á pönnu á vægum hita með smá himalaya salti og agave sírópi

Kúrbítur, afhýddur og sneiddur langsum
Tómatar, skornir í bita
Parmesan ostur, sneiddur

Tómatarnir eru settir ofan á kúrbítinn og osturinn þar ofaná og bakað í ofni í ca 10-15 mín

Sósa:
Grískt jógúrt
1/2 gúrka, skorin í bita
Paprikukrydd heit reykt (fæst í Sælkerabúðinni Bitruhálsi)
Himalaya salt, smá
Pipar í kvörn, eftir smekk


Saltfiskur í Hoi Sin sósu

Áhorf: 835 | Umsagnir (0)

Saltfiskur í Hoi Sin sósu

Létt saltaður saltfiksur í bitum, fæst hjá fiska.is
Blandað grænmeti, hægt að kaupa frosið
Hoi Sin sósa frá Blue Dragon
KartöflurSteikið fiskinn á pönnu og kryddið með sítrónupipar
Sjóðið kartöflur, skerið þær svo niður í sneiðar og blandið saman með grænmetinu á pönnu og hellið yfir Hoi Sin sósunni.

Fljótlegur, hollur og góður réttur.


Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

Áhorf: 1445 | Umsagnir (0)

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!
Réttur fyrir 3-4

Ýsa var það heillin í rjómasósu með Mango Karrí ofl gómsætum kryddum. 
Kom heim og týndi út það sem ég átti til og útkoman var hreint út dásamlega góð, en ég tek það fram að í þennan rétt er algjört atriðið að setja út í hann Mangó Karrí!1 sæt kartafla, skorin í teninga
1 rauðlaukur, skorin niður
4-5 stk ýsa, meira ef fleirri eru í mat
Blaðlaukur eftir smekk
1 peli rjómi
1-2 tsk Mangó karrí
1 tsk karrí
1 tsk paprikaGott er að byrja á að skera sætu kartöflurnar i teninga/bita og sjóða þá í ca 20 mínútur.
Sjóðið þar næst fiskinn líka ef þið viljið flýta fyrir og hann er tekinn út frosinn annars má bara leggja hann beint ofan á sætu í eldfast mót, skerið niður blaðlaukinn og rauðlaukinn og setjið yfir. Hrærið kryddið út í rjómann og hellið yfir réttinn og bakið svo í ofni í ca.20-30 mín eða þar til rauðlaukurinn er orðin mjúkur.Njótið!Rauðspretta í raspi

Áhorf: 1191 | Umsagnir (0)

Rauðspretta í raspi

Fyrir nokkrum árum þá keypti ég mér tilbúna rauðsprettu í raspi í Kolaportinu og fór með heim og hef ég verið áskrifandi síðan og þar sem maður átti nú ekki alltaf leið í Kolaportið þá varð ég alsæl þegar ég komst að því að Fiska.is þar sem ég verslaði hana ásamt fleirru var með búð í mínu bæjarfélagi Grafarvoginum að Brekkuhúsum 1

Það er fljótlegt að steikja hana á pönnu og bera hana fram með kartöflubátum, maiz og sósu að eigin vali, ég valdi að þessu sinni bearnise sósu kalda.

1 poki rauðspretta (fiska.is)
Kartöflur, sjóða og skera svo í báta og létt steikja með á pönnunni
Maiz stöngull, soðinn i saltvatni
Bearnise sósa köld/heit
Sítróna


Steiktur fiskur með remulaði

Áhorf: 1087 | Umsagnir (0)

Steiktur fiskur með remúlaði

1 flak ýsa eða 4-5 bitar
fiskrasp
1 egg
smjörklípa
fisk krydd

Hrærið eggið og veltið svo fiskinum uppúr egginu og síðan raspinu.
Látið smjörið bráðna á pönnu og setjið fiskinn á pönnuna, kryddið
Veltið svo fiskinum og kryddið á þeirri hlið líka, lækkið hitann og látið malla í ca 15 min

Borið fram með kartöflubátum
(sjóðið kartöflur, skerið þær svo í báta þegar þær eru tilbúnar og setjið þær í smá stund á pönnuna
með fiskinum og saltið með grófu salti.

Berið svo fram með soðnum gulætum og remulaði sósu.

Leita á vefnum