Fiskur í felum með pepperóní og pastasósu.

Áhorf: 276 | Umsagnir (0)

Fiskur í felum með pepperóní og pastasósu.

Fiskur, ýsa eða þorskur
Sætar kartöflur, skornar þunnt
Pepperóni
Blaðlaukur
Pastasósa
Krydd, Best á fiskinn
Olía

Setjið olíu á pönnu, raðið fiskinum í bitum á pönnuna og kryddið með Best á fiskinn.
Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar (snilld ef þið eigið Salatmaster kvörnina), raðið þeim yfir fiskinn ásamt pepperóní, saxið blaðlaukinn og stráið yfir réttinn.
Hellið pastasósunni yfir réttin og látið malla í ca 15-20 mínútur.


Umsagnir

Nafn þitt:
Umsögn:
Please enter the result of the following math question:
9 + 2 = 

Leita á vefnum