Humar a la carte Ingunn !

Áhorf: 2115 | Umsagnir (0)

Humar a la carte Ingunn !

1 kíló stór humar Sósa:

1 peli rjómi
1 dós lítil af tómatpúrre
smá paprikukrydd 
smá karríkrydd
smá klípa af smjöri
1 teningur, kjötkraftur eða annar ef vill eða notið salt og pipar í kvörn til að bragbæta
8-10 saffran þræðir ef vill

Bræðið smjörið í potti og setjið teninginn út í, blandið rjómanum saman við og hrærið vel, bætið svo 1-2 skeiðum af tómatpurre út í og kryddið létt með papriku og karrí, smakkið til.

Klippið bakið á humrinum og þvoið svörtu röndina í burtu, raðið honum í eldfast mót eða setjið hann á grillið og kryddið létt með sítrónupipar.
Setjið í ofninn heitan í ca 10 mín á 180 °c

Skerið út brauð með glasi og ristið

Setjið svo humarinn ofan á brauðið og sósuna yfir og sprautið smá sítrónu yfir.

Verði ykkur að góðu !

 


Kræklingur á grillið

Áhorf: 521 | Umsagnir (0)

Kræklingur á grillið

Kræklingur getur verið einstaklega ljúfengur og gott getur verið að elda hann á grillinu. 
Þessi uppskrift er mjög einföld og miðast hún við fjóra.

1,2 kg kræklingur
2 dl hvítvín
4 msk. fersk basilíka, rifin niður
2 fenníka, skornar í strimla
4 msk. ósaltað smjör
Þykkur álpappír

Útbúið fjórar skálar (poka) úr álpappír. Deilið kræklingur i fjóra hluta og setjið hvern hluta i álpappír.
Setjið 1 msk. smjör í hverja skál, hálfan dl hvítvín og fenníkustrimla. 
Lokið álpokunum og setjið á heitt grill.
Eftir 10-15 mínútur hafa skeljarnar opnað sig og þá er rétturinn tilbúinn. 
Opnið pokana og dreifið basiliku yfir.

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Humarréttur a la carte Ingunn

Áhorf: 439 | Umsagnir (0)

Humarréttur a la carte Ingunn

400 - 500 gr humar, pillaður
1 laukur
Blaðlaukur
sellerí
þetta þrennt brassað á pönnu í olíu
Papriku (gula, rauða og græna)

Kryddað með pipar, salti, steinselju, karrí (gott að nota Garamasala),
verður svona indverskt yfirbragð á réttinum, basilíka, paprikuduft,
smá tómatsósa, smá slurkur af hvítvíni, rjómi, ½ mexico-ostur m/sólþ.tómötum,
þykkir aðeins, maizenamjöl ef þarf og humarinn settur út í síðast.

Borið fram með ristuðu brauði.


Hörpuskelfiskur í hvítvíni

Áhorf: 608 | Umsagnir (0)

Hörpuskelfiskur í hvítvíni

20 bitar hörpuskelfiskur 
2 ½ dl.hvítvín 
75 gr.smjör 
50 gr.hveiti 
Rjómi eftir smekk 
100 gr.frosnar rækjur 
Salt 

Sjóðið skelfiskinn i hvítvíni i um það bil 3 mínútur.
Færið hann upp úr og bakið upp sósuna úr smjöri og hveiti.
Þynnið hana með hvítvini og rjóma.
Hafið sósuna vel þykka. Bætið skelfiskinum og frosnum rækjunum út í.
Látið þetta bíða í nokkrar mínútur áður en þið saltið. 

Berið fram með ristuðu brauði eða smjördeigshornum. 


Mangó og hörpuskels grillpinnar

Áhorf: 375 | Umsagnir (0)
Mangó og hörpuskels grillpinnar

4 stk Indian Mango Gurry Callisons kryddpinnar 
½ bolli hvítvín eða vatn 
8 stk vorlaukar 
12 stk risahörpuskel eða önnur 
8 bitar ferskt mangó (3 sm) 
Salt og pipar 
Lime, 1 stk skorið í báta 

Leggið pinnana í bleyti í hvítvíni eða vatni í 10-15 mín. 
Skerið hvíta endann af vorlauknum, u.þ.b. 7 sm langa. Skerið restina af græna hlutanum í þunnar skífur fyrir meðlæti. 
Þræðið á grillpinnana í eftirfarandi röð: 
Risahörpuskel – hvíti hlutinn af vorlauknum – mangóbiti, endurtakið einu sinni og endið á risahörpuskel til að festa mangóið.
Látið marínerast í 10-20 mín í kæli. 

Pennslið grillpinnana létt með salatolíu á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar. 
Setjið á forhitað grill eða grillpönnu (miðlungshita) og eldið þar til risahörpuskelin er rétt elduð, u.þ.b. 3-4 mín á hvorri hlið.
Hafið með þunnar skífur af vorlauk og lime skorið í báta. 

Tilögur að meðlæti: 
Basmati hrísgrjón soðin með hnífsoddi af turmeric. 

Bragðgóðir skelfisksréttir með áhugaverðum kryddkeim

Áhorf: 370 | Umsagnir (0)

Bragðgóðir skelfisksréttir með áhugaverðum kryddkeim

Kalt rækjusalat með hnetum, sólblóma- og graskersfræjum á hrísgrjónasalati fyrir 
8 manns á hlaðborði eða í forrétt. 
500 gr. Rækjur, stórar ( 1 flokks) 
2 msk. Sólblómafræ 
2 msk. Jarðhnetur, grófmalaðar 
2 msk. Furuhnetur 
2 msk. Möndluflögur 
400 gr. Soðin hýðishrísgrjón 
3 msk. Tamarind sósa 
½ msk. Sesamolía 
Lítið búnt ferskt kóríander 
Safi úr einni límónu 

Humar og aspars með grænmeti: fyrir 4 
600 gr. Humar, 150 gr. Grænn aspars, lítið búnt af basilíkum, 4-6 vorlaukar, 
1/3-1/2 paprika, 8-12 stk. Snjóbaunir, ½ höfuð icebergsalat, 1 msk. Sesamolía, 
Safi úr 1-1 ½ límónu og 1 msk. hlynsíróp 


Grillaður humar í skel

Áhorf: 873 | Umsagnir (0)

Grillaður humar í skelFyrir u.þ.b. 4
1 kg humar í skel
Hvítlaukssmjör
100 gr smjör
1 msk steinselja
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju út í og látið sjóða í u.þ.b. 2 mínútur.
Snyrtið humarinn og setjið á bakka með skelhliðina niður og penslið hann vel með hvítlauksblöndunni.
Grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til.
Humarinn er svo borinn fram emð brakandi fersku salati, grilluðu hvítlauksbrauði og hvítlaukssósu.
Einnig er gott að skera niður sítrónu og kreista yfir humarinn.

Gott með góðu hvítvíni.

Ómissandi hvítlaukssósa:
1 dós (200 g) sýrður rjómi, 18 % 
2 pressaðir hvítlauksgeirar
1 msk söxuð steinselja
½ tsk sítrónusafi 
Öllu blandað vel saman, gott að kæla vel áður en borið er fram.
Grillað hvítlauksbrauð:
1 snittubrauð
Hvítlaukssmjör
Hvítlaukssalt
Rifinn ostur

Snittubrauð er skorið í 3 stóra bita og svo eftir endilöngu þannig að úr verða 6 ílangar sneiðar.
Smurt vel með hvítlaukssmjöri, rifinn ostur er settur yfir og örlítið af hvítlaukssalti.
Svo eru brauðin grilluð hæfilega.
Algjört sælgæti.

Brakandi ferskt sumarsalat:
Klettasalat
Jarðarber
Mangó
Steinlaus vínber
Rauð paprika
Agúrka
Rauðlaukur
Furuhnetur, má sleppa eða hafa sér)
Fetaostur (má sleppa)


Girnilegt humarpasta á mettíma.

Áhorf: 375 | Umsagnir (0)

Girnilegt humarpasta á mettíma

Pasta skrúfur eða tagatelli 
Humar 
Humarsúpa frá Grími kokki, frosinn 
Svartur pipar 
Hvítlaukur 
Rauðlaukur 
Paprika 
Og það grænmeti sem er til í ísskápnum 
Feta ostur 
Parmessan ostur 

Skelfléttið humarinn og takið svarta þráðinn úr miðju humarhalans.
Létt steikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauksdufti.
Sjóðið á meðan í potti pastaskrúfurnar eða tagatelli, gott er að setja einn tening af grænmetiskraft út í .
Passið að sjóða pastað ekki lengur en stendur á umbúðunum. 

Létt steikið svo það grænmeti sem er til, t.d. rauðlauk, lauk,papriku osfrv. 

Hitið humarsúpu frá Grími kokki og notið sem sósu yfir pastað. 
Frábær súpa sem hentar ekkert síður sem sósa. Sparar mikinn tíma og er mjög góð á bragðið. 
Blandið því næst humrinum grænmetinu og ostinum saman. 
Borið fram með einföldu fersku salati, nokkur græn lauf, tómatar, rauðlaukur og nýju baguette. 


Grillaður humar

Áhorf: 453 | Umsagnir (0)

Grillaður humar
Á rósmarínspjóti með melónusalsa og ristuðum möndlum

Humar:
12 stk skelflettur og hreinsaður humar
4 stk rósmaríngreinar
Hvítlauksolía
Maldon-salt
Hvítur pipar úr kvörn
Pillið allar greinarnar af rósmaríninu nema af endanum. Þræðið 3 humra upp á hverja grein.
Setjið á heitt grillið og grillið í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Penslið með hvítlauksolíu þegar humarinn er eldaður.
Kryddið með salti og pipar.

Melónusalsa:

¼ vatnsmelóna
¼ agúrka
1 stk vorlaukur
1 tsk fínt saxað rautt chili
½ gul paprika
1 tsk límóna
1 tsk ólífuolía
2 msk sýrður rjómi
Maldon salt
Hvítur pipar úr kvörn

Skerið melónuna í 4 renninga, skerið renningana síðan í fallega teninga og notið í salsað.
Skerið vorlaukinn, paprikuna og agúrkuna í fallega bita og setjið í skál með melónuteningunum og chili-inu.
Raspið börkinn af ½ límónunni og kreistið safann úr henni yfir teningana.
Blandið ólífuolíu saman við og svo sýrða rjómanum.
Smakkið til með salti og pipar.
Ristaðr möndlur:
20 stk möndlur, afhýddar
Fínt salt
Setjið möndlurnar í 150 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 6 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar.
Saltið um leið og þær koma úr ofninum. 


Humar í hvítlauksrjómasósu

Áhorf: 468 | Umsagnir (0)

Humar í hvítlauksrjómasósu

Með steiktum villisveppum

400 gr stór humar, pillaður og hreinsaður
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður og settur í 1 msk af olíu
100 gr smjör
100 gr sveppablanda, gróft skornir
½ lítri matreiðslurjómi
Salt og pipar
100 gr smjör
Söxuð steinselja

Steikið humarhala upp úr 100 gr af smjöri á pönnu á miklum hita.
Takið humarinn af pönnunni og hellið rjómanum á pönnuna, sjóðið niður um helming.
Hellið hvitlauk með olíu út í um það bil 1 mínútu.
Sveppablandan er steikt upp úr 100 gr af smjöri, krydduð með salti og pipar og saxið steinselju.

Leita á vefnum