Smokkfiskur

Áhorf: 210 | Umsagnir (0)

Smokkfiskur
Fyrir 2

2 smokkfiskar, skornir í hringi
1 bolli kikkoman sojasósa
1 þumlungur af engiferrót
3-4 hvítlauksrif
Ofnbökuð sellerírót:
1 sellerírót
4-6 tómatar
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar
Olía
Gufusoðið spínat:
1 poki ferskt spínat
½ bolli sesamfræ
1-2 hvítlauksrif
Salt og pipar

Smokkfiskurinn: Aðferð

Rifið engifer og saxið hvítlauk smátt. Blandið saman við sojasósuna og leyfið fiskinum að marinerast í henni í um 10-15 mín.
Hitið pönnu vel og steikið þar til fiskurinn er farinn að taka a sig mattan, hvítan lit.
Ofnbökuð sellerírót: 
Dreypið olíu í botninn á eldföstu móti. Skerið sellerírót í þunnar sneiðar og tómata í tvennt.
Kreistið sítrónusafa yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í um 35-45 mínútur við 200°c.

Gufusoðið spínat:

Setjið spínat í gufusuðupott, kreistið hvítlauk yfir og kryddið með salti og pipar.
Gufusjóðið í um 5-7 mínútur, eða þar til spínatið hefur tekið á sig dökkgrænan lit.
Sesamfræin mega fara út í, í lokin eða eftir á, allt eftir smekk.
Ef notaður er venjulegur pottur er um ½ dl af vatni bætt út í hann og það sigtað frá í lokin.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:41