Smokkfiskur með chili og sítrónu

Áhorf: 199 | Umsagnir (0)
Smokkfiskur með chili og sítrónu
Fyrir 4-6


500 gr 
500 gr smokkfiskur
3 msk olía
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Salt og pipar
3 msk sítrónusafi
1 msk steinselja, söxuð

Skerið smokkfisk í 1 cm þykka bita.
Hitið olíu á meðalheitri pönnu og steikið chili, hvítlauk og sítrónubörk í u.þ.b. 5 mín., hrærið í á meðan.
Hækkið hitann, bætið smokkfiskinum út í og steikið áfram í 3-4 mín eða þar til hann verður glær og mjúkur.
Færið yfir á disk, stráið salti, pipar og sítrónusafa yfir og að lokum steinselju.

Berið fram með sítrónubátum og góðu brauði.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:53