Djúpsteiktar rækjur Orly

Áhorf: 371 | Umsagnir (0)

Djúpsteiktar rækjur Orly                 
með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

Rækjur fyrir 4 pers
Rækjur= 400 gr. (þyðnar og safinn látinn renna af þeim)

Orly"-deig. Fyrir 4 pers
Pilsner = 3 dl.
Strásykur = 2 msk.
Salt = 1 tsk.
Olía = 1 msk.
Eggjarauða = 1 stk.
Hveiti = ertir þörfum. (þar til deigið er orðið kremað)
Eggjhvíta = 1 stk. (stífþeytt)

Aðferð:
Öllu blandað saman með pískara, nema eggjahvítunni og hveitinu.
Hveitinu hrært út í með pískara, látið standa í eina klukkustund.
Eggjahvítan er stífþeytt og snúið í deigið með sleif rétt fyrir notkun eða steikingu.

Deigið á að vera álíka þykkt og vöffludeig.

Rækjunum er difið í deigið og þær steiktar í djúpri feiti við ca. 170 °C. þar til þær eru gullinbrúnar.
Rækjurnar eru bornar fram með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:38