Humar með eplarjómasósu

Áhorf: 562 | Umsagnir (0)

Humar með eplarjómasósu

500 gr skelfléttur humar
50 gr smjör

Sósa:
2 stk gul epli
2 stk skalottulaukur
1 dl hvítvín
1 ½ dl rjómi
salt og pipar
1 tsk dijon sinnep
½ teningur fiskkraftur
sósujafnari

Sósan er löguð áður en humarinn er steiktur.
Saxið laukinn og steikið glæran í olíu á pönnu,
bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í 5 mín,
þykkið ögn með sósujafnara, bragðbætið með súputeningi, salti, pipar og sinnepi.

Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skerið þau smátt.
Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplum í 1-2 mín.
Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1 mín.
Setjið á diska og skreytið með fallegu salati og tómatstrimlum.

Uppskrift frá Gulla

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:10