Kryddhjúpuð hörpuskel með hvítlauksmauksósu

Áhorf: 199 | Umsagnir (0)

Kryddhjúpuð hörpuskel með hvítlauksmauksósu

300-400 g hörpuskel
2 msk mynta, smátt söxuð
2 msk kóríander, smátt saxað
2 msk steinselja, smátt söxuð 
1 msk límónubörkur, ysta lagið, rifið
2 msk rasp
Salt og nýmalaður pipar
2 msk olía

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman.
Þræðið síðan hörpuskelinni upp á spjót.

Hvílauksmauksósa.
1 l vatn
1 tsk salt
1 heill hvítlaukur, skrældur
1 ½ dl rjómi
Salt og nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott  ásamt salti og hleypið suðu upp.
Bætið við hvítlausksgeirum út í, látið sjóða með í 10 sek, veiðið þá síðan upp úr og snöggkælið í köldu,
rennandi vatni. Endurtakið 5 sinnum. Setjið hvítlaukinn og rjóma í pott og látið sjóða saman í 1 mín.
Hellið þá úr pottinum í matvinnsluvél og maukið vel, einnig má nota töfrasprota.
Setjið hvítlauksrjómann aftur í pottinn og sjóðið þar til rjóminn fer að þykkna.
Smakkið til með salti og pipar.
Steikið hörpuskelspjótin í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín (eða skellið á grillið). Veltið spjótunum um á meðan.

Berið fram með sósunni, salati og góðu brauði.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 23:02