Grillaður humar

Áhorf: 436 | Umsagnir (0)

Grillaður humar
Á rósmarínspjóti með melónusalsa og ristuðum möndlum

Humar:
12 stk skelflettur og hreinsaður humar
4 stk rósmaríngreinar
Hvítlauksolía
Maldon-salt
Hvítur pipar úr kvörn
Pillið allar greinarnar af rósmaríninu nema af endanum. Þræðið 3 humra upp á hverja grein.
Setjið á heitt grillið og grillið í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Penslið með hvítlauksolíu þegar humarinn er eldaður.
Kryddið með salti og pipar.

Melónusalsa:

¼ vatnsmelóna
¼ agúrka
1 stk vorlaukur
1 tsk fínt saxað rautt chili
½ gul paprika
1 tsk límóna
1 tsk ólífuolía
2 msk sýrður rjómi
Maldon salt
Hvítur pipar úr kvörn

Skerið melónuna í 4 renninga, skerið renningana síðan í fallega teninga og notið í salsað.
Skerið vorlaukinn, paprikuna og agúrkuna í fallega bita og setjið í skál með melónuteningunum og chili-inu.
Raspið börkinn af ½ límónunni og kreistið safann úr henni yfir teningana.
Blandið ólífuolíu saman við og svo sýrða rjómanum.
Smakkið til með salti og pipar.
Ristaðr möndlur:
20 stk möndlur, afhýddar
Fínt salt
Setjið möndlurnar í 150 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 6 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar.
Saltið um leið og þær koma úr ofninum. 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-09-16 02:27