Mangó og hörpuskels grillpinnar

Áhorf: 355 | Umsagnir (0)
Mangó og hörpuskels grillpinnar

4 stk Indian Mango Gurry Callisons kryddpinnar 
½ bolli hvítvín eða vatn 
8 stk vorlaukar 
12 stk risahörpuskel eða önnur 
8 bitar ferskt mangó (3 sm) 
Salt og pipar 
Lime, 1 stk skorið í báta 

Leggið pinnana í bleyti í hvítvíni eða vatni í 10-15 mín. 
Skerið hvíta endann af vorlauknum, u.þ.b. 7 sm langa. Skerið restina af græna hlutanum í þunnar skífur fyrir meðlæti. 
Þræðið á grillpinnana í eftirfarandi röð: 
Risahörpuskel – hvíti hlutinn af vorlauknum – mangóbiti, endurtakið einu sinni og endið á risahörpuskel til að festa mangóið.
Látið marínerast í 10-20 mín í kæli. 

Pennslið grillpinnana létt með salatolíu á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar. 
Setjið á forhitað grill eða grillpönnu (miðlungshita) og eldið þar til risahörpuskelin er rétt elduð, u.þ.b. 3-4 mín á hvorri hlið.
Hafið með þunnar skífur af vorlauk og lime skorið í báta. 

Tilögur að meðlæti: 
Basmati hrísgrjón soðin með hnífsoddi af turmeric. 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-09-16 02:53