Kryddhjúpuð hörpuskel með hvítlauksmauksósu

Áhorf: 222 | Umsagnir (0)

Kryddhjúpuð hörpuskel með hvítlauksmauksósu

300-400 g hörpuskel
2 msk mynta, smátt söxuð
2 msk kóríander, smátt saxað
2 msk steinselja, smátt söxuð 
1 msk límónubörkur, ysta lagið, rifið
2 msk rasp
Salt og nýmalaður pipar
2 msk olía

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman.
Þræðið síðan hörpuskelinni upp á spjót.

Hvílauksmauksósa.
1 l vatn
1 tsk salt
1 heill hvítlaukur, skrældur
1 ½ dl rjómi
Salt og nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott  ásamt salti og hleypið suðu upp.
Bætið við hvítlausksgeirum út í, látið sjóða með í 10 sek, veiðið þá síðan upp úr og snöggkælið í köldu,
rennandi vatni. Endurtakið 5 sinnum. Setjið hvítlaukinn og rjóma í pott og látið sjóða saman í 1 mín.
Hellið þá úr pottinum í matvinnsluvél og maukið vel, einnig má nota töfrasprota.
Setjið hvítlauksrjómann aftur í pottinn og sjóðið þar til rjóminn fer að þykkna.
Smakkið til með salti og pipar.
Steikið hörpuskelspjótin í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín (eða skellið á grillið). Veltið spjótunum um á meðan.

Berið fram með sósunni, salati og góðu brauði.


Humar með eplarjómasósu

Áhorf: 625 | Umsagnir (0)

Humar með eplarjómasósu

500 gr skelfléttur humar
50 gr smjör

Sósa:
2 stk gul epli
2 stk skalottulaukur
1 dl hvítvín
1 ½ dl rjómi
salt og pipar
1 tsk dijon sinnep
½ teningur fiskkraftur
sósujafnari

Sósan er löguð áður en humarinn er steiktur.
Saxið laukinn og steikið glæran í olíu á pönnu,
bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í 5 mín,
þykkið ögn með sósujafnara, bragðbætið með súputeningi, salti, pipar og sinnepi.

Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skerið þau smátt.
Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplum í 1-2 mín.
Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1 mín.
Setjið á diska og skreytið með fallegu salati og tómatstrimlum.

Uppskrift frá Gulla


Djúpsteiktar rækjur Orly

Áhorf: 408 | Umsagnir (0)

Djúpsteiktar rækjur Orly                 
með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

Rækjur fyrir 4 pers
Rækjur= 400 gr. (þyðnar og safinn látinn renna af þeim)

Orly"-deig. Fyrir 4 pers
Pilsner = 3 dl.
Strásykur = 2 msk.
Salt = 1 tsk.
Olía = 1 msk.
Eggjarauða = 1 stk.
Hveiti = ertir þörfum. (þar til deigið er orðið kremað)
Eggjhvíta = 1 stk. (stífþeytt)

Aðferð:
Öllu blandað saman með pískara, nema eggjahvítunni og hveitinu.
Hveitinu hrært út í með pískara, látið standa í eina klukkustund.
Eggjahvítan er stífþeytt og snúið í deigið með sleif rétt fyrir notkun eða steikingu.

Deigið á að vera álíka þykkt og vöffludeig.

Rækjunum er difið í deigið og þær steiktar í djúpri feiti við ca. 170 °C. þar til þær eru gullinbrúnar.
Rækjurnar eru bornar fram með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.


Rækjur í tómat með fetaosti.

Áhorf: 228 | Umsagnir (0)

Rækjur í tómat með fetaosti. 

2 msk ólífuolía 

1 laukur 
500 g tómatar 
½ tsk sykur 
¼ tsk þurrkað oregano 
pipar og salt 
300 g rækjur (látnar þiðna) 
125 g fetaostur , mulinn 
fínt skorin steinselja 

Eldunaraðferð 
Olían hituð á þykkbotna pönnu og saxaður laukurinn látinn krauma í 5-8 mínútur.
Næst koma smáttskornir tómatar þá sykur, og svo er oregano, pipar og salti bætt á pönnuna.
Blandið gætilega saman og látið kruma í 10 mínútur. 

Rækjurnar settar út í og látnar sjóða með í 1-2 mín. í viðbót ( ekki of lengi þá verða þær harðar).
Hellt í skál, fetaosturinn kurlaður yfir og fersk steinselja klippt yfir.. 


Marineraðar rækjur

Áhorf: 627 | Umsagnir (0)

Marineraðar rækjur 

1 kg. Rækjur 
1 púrra skorin í sneiðar 
1 rauð paprika skorin í bita 
½ bolli hvítvín,( hef prófað kampavín, óáfengt vín, bara það sem er til ) 
½ bolli olívuolía 
½ bolli sykur 
3 hvítlauksrif pressuð 
Safi úr 1 sítórnu 
1 msk. Karrý 

Allt sett í skál og látið marinerast í um ½ -1 sólahring.
Borið fram með ristuðu brauði og sósu.
Gott er að setja melónu út í rétt áður en þetta er borið fram ( best sú sem er hunangsgul að innan og eins og gráleit utan) 

Sósa: 
1 lítil dós maiones ( ½ dolla maiones og ½ d grískt jógúrt) 
¼ dl þeyttur rjómi 
1 msk. Sætt sinnep 
Mango churtney eftir smekk. 

Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsd 


Fljótlegar og góðar chilirækur

Áhorf: 213 | Umsagnir (0)

Fljótlegar og góðar chilli-rækur 
Hráar tígrisækjur 
¼ blaðlaukur saxaður 
2 hvítlausrif söxuð 
½ paprika söxuð 
1 stórt eða 2 lítil rauð chili söxuð 
Kókosrjómi lítil dós 
1-2 msk tómatpasta 
Sojasósa eftir smekk 
Maldon salt 
Svartur pipar 
Skvetta af hvítvíni (ca 1 dl) eða sítrónusafi eftir smekk. 
Hrásykur 1 moli 
Olía til steikingar 

Grænmetið léttsteikt í olíunni. Rækjunum bætt út í, steikt á meðalhita þar til þær eru fallega rauðar.
Öðru bætt saman við hitað vel.

Borið fram með góðu brauði sem smáréttur eða forréttur og eins má bera réttinn fram með skeljapasta og þá sem aðalrétt. 


Ostrur

Áhorf: 231 | Umsagnir (0)

Ostrur

Hráefni:

3.0 Msk. hvítvínsedik
0.5 flaska kampavín
1.0 Stk. laukur
16.0 Stk. ostrur
1.0 dl. steinselja
5.0 dl. ólífuolía

Leiðbeiningar: 

Blandið samann lauk, steinselju, ólífuolíu, hvítvínsediki og salti og pipar og látið standa í 1 klst.
Opnið skelina og losið um fiskinn. Hellið jafnt af kampavíni og vinagrette sósunni út í skelinax og borðið.
Drekkið hinn helminginn af kampavíninu með og berið fram með grófu brauði

Uppskrift frá Nóatúni...


Smokkfiskur með chili og sítrónu

Áhorf: 217 | Umsagnir (0)
Smokkfiskur með chili og sítrónu
Fyrir 4-6


500 gr 
500 gr smokkfiskur
3 msk olía
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Salt og pipar
3 msk sítrónusafi
1 msk steinselja, söxuð

Skerið smokkfisk í 1 cm þykka bita.
Hitið olíu á meðalheitri pönnu og steikið chili, hvítlauk og sítrónubörk í u.þ.b. 5 mín., hrærið í á meðan.
Hækkið hitann, bætið smokkfiskinum út í og steikið áfram í 3-4 mín eða þar til hann verður glær og mjúkur.
Færið yfir á disk, stráið salti, pipar og sítrónusafa yfir og að lokum steinselju.

Berið fram með sítrónubátum og góðu brauði.


Smokkfiskur

Áhorf: 227 | Umsagnir (0)

Smokkfiskur
Fyrir 2

2 smokkfiskar, skornir í hringi
1 bolli kikkoman sojasósa
1 þumlungur af engiferrót
3-4 hvítlauksrif
Ofnbökuð sellerírót:
1 sellerírót
4-6 tómatar
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar
Olía
Gufusoðið spínat:
1 poki ferskt spínat
½ bolli sesamfræ
1-2 hvítlauksrif
Salt og pipar

Smokkfiskurinn: Aðferð

Rifið engifer og saxið hvítlauk smátt. Blandið saman við sojasósuna og leyfið fiskinum að marinerast í henni í um 10-15 mín.
Hitið pönnu vel og steikið þar til fiskurinn er farinn að taka a sig mattan, hvítan lit.
Ofnbökuð sellerírót: 
Dreypið olíu í botninn á eldföstu móti. Skerið sellerírót í þunnar sneiðar og tómata í tvennt.
Kreistið sítrónusafa yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í um 35-45 mínútur við 200°c.

Gufusoðið spínat:

Setjið spínat í gufusuðupott, kreistið hvítlauk yfir og kryddið með salti og pipar.
Gufusjóðið í um 5-7 mínútur, eða þar til spínatið hefur tekið á sig dökkgrænan lit.
Sesamfræin mega fara út í, í lokin eða eftir á, allt eftir smekk.
Ef notaður er venjulegur pottur er um ½ dl af vatni bætt út í hann og það sigtað frá í lokin.

Leita á vefnum