Týnda Perlan við Höfnina !

Áhorf: 98896 | Umsagnir (4)

Týnda Perlan við Höfnina !

Sælkerastaður nóvember mánaðar er MAR, frábær staður staðsettur við gömlu höfnina.

Það var einn fimmtudaginn sem ég tók þátt í einum laufléttum leik á útvarpasstöðinni K100 í síðdegi með Siggu Lund, en þessar elskur lögðu fram spurninguna, Langar þig að bjóða vinkonuhópnum á Mar í hádeginu á morgun?
Afhverju ættum við að hringja í þig? Og ekki gleyma símanúmerinu, svarið var auðvelt, af því að ég á svo mikið af yndislegum vinkonum og við erum allar svo miklir sælkerar :) 12 mínútunum síðar kom símtalið, jú stelpan hafði unnið út að borða fyrir allt að 10 skvísur, jibbý jey !
Daginn eftir sat ég ásamt þessum yndislega hóp kvenna á þessum lika flotta stað við hafið.

Hópurinn saman kominn :)

Það lá því beinast við að næsti Sælkerastaður mánaðarins yrði Veitingastaðurinn MAR, en nafnið er dregið úr latneska orðinu og þýðir Sjór.
Staðurinn er skemmtilega blandaður úr Suður Ameríku og Suður Evrópu og er eigandi staðarins Rannveig Grétarsdóttir, en hún rekur einnig Eldingu, sjá hér

Ég átti síðan svo yndislegt Dinner Date þarna stuttu síðar sem saman stóð af sjö rétta matseðli sem hann Sveinn Þorri Þorvaldsson yfirkokkur hefur sett saman úr því besta úr suður amerískri og suður evrópskri matargerð , þar sem hver rétturinn á fætur öðrum hreinlega bráðnaði í munni, en það er einmitt svona deit sem ég myndi elska að fara á, þá vitið þið það strákar !

Það var byrjað á skemmtilegri og ljúfengri saltfisk-kúlu með tómatmarmelaði sem kitlaði bragðlaukana verulega, en þennan rétt bjóða þeir öllu gestum upp á í upphafi, hann var borinn fram á því sem þeir kalla Klettinum sem kemur úr línunni Skarfastellið sem hannað var af keramikhönnuðinum henni Guðnýju Hafsteinsdóttir, en hér má sjá frekari umfjöllun um hönnun staðarins. Næst var boðið upp á Villisveppa-risotto með steiktum humarhölum og þurrkaðri hráskinku og Steikta hörpuskel sem hvorutveggja var farið að kitla braglaukana mína enn frekar og setja alveg á fljúgandi siglingu, enda sælkeri með meiru. 

Og áfram komu kræsingarnar á borðið til okkar og næst var það Saltfiskur með kúrbít, klettasalati og plómusultu, ásamt Laxi með blaðlauk, fennel, appelsínum og stjörnuaníssósu sem var enn eitt meistaraverkið, svona rétt áður en aðal aðalrétturinn kom á borðið sem var hægeldað nauta rib-eye með chimichurri, grilluðum sætum maís, en þarna var ég farin að svífa, þvílika steik hef ég bara ekki bragðað fyrr. Ég er nú ekki vön að vera að gefa einhverjar stjörnur en þessi fær allar stjörnur himinsins að mínu mati, en hún var borin fram með sætkartöflu flögum og steiktu grænkáli sem steikt hafði verið uppúr oliu og chili, eitt sem ég verð bara að viðurkenna að hafa aldrei bragðað fyrr og kom mér skemmtilega á óvart. 

Við enduðum svo á dýrindis eftirrétti sem samanstóð af Þriggja laga súkkulaði frauð, ískúlu með  konfekti sem gert er á staðnum, sem toppaði alveg heildina. En allt hráefnið sem notað er á staðnum er íslenskt og er unnið alveg frá grunni sem leynir sér ekki. Sjá matseðil hér

Þess má til gamans geta að á næsta borði lá rómantikin heldur betur í loftinu, en það voru þau Jesica Wilkie og Bradley Croston frá Ástralíu en þau rómuðu staðinn í hástert, alsæl með matinn og þjónustuna sem var að sjálfsögðu til fyrirmyndar.

Það sem eftir situr í mínum huga, er að ég verð að fara þarna aftur og borða, minning um alveg frábæran mat innan um stað sem hannaður er á sinn einstaka hátt í gamla Sjómannaheimilinu. 

Takk fyrir mig strákar, þið voruð höfðingjar heim að sækja, alveg til fyrirmyndar, þið kunnið þetta og þvílikir sælkerakokkar, það er ekki einu sinni hægt að segja að þið séuð upprennandi stjörnukokkar, þið eruð STJÖRNUKOKKAR !

Heimsíða MAR
Facebook síðan þeirra hér
Heimasíða Eldingar má svo finna hér.

Umfjöllun 
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is


Alltaf gott að koma á Kryddlegin Hjörtu !

Áhorf: 6651 | Umsagnir (2)

Sælkerastaðurinn að þessu sinni er hinn frábæri heilsuréttastaður Kryddlegin Hjörtu !

Alltaf gott að koma á Kryddlegin Hjörtu !

Það mætti mér svo mikil hjartahlýja þegar ég kom þarna inn á staðinn sem vermdi alveg inn að hjartarótum og  skildi eftir sig vellíðan, en Kryddlegin Hjörtu voru að opna alveg stórglæsilegan og glænýjan stað á Hverfisgötu 33. 

Þema staðarins er Moroccan/Jungle sem kemur rosalega vel út og gefur staðnum
notalegt útlit og það er greinilegt að þarna hefur hver hlutur verið valinn með mikilli ást og umhyggju, en þarna má finna mikla og góða orku frá steinunum sem brýða, ásamt Búddanum sem vakir yfir staðnum hvar sem auga er litið.ÉG hreinlega elska matinn þeirra, enda heilluð af grænmetisréttum, gourme súpum og  heimabökuðum  brauðum og ekki skemmir fyrr að hafa 4 gerðir af súpum til að velja úr á hverjum degi.

Hana dreymdi draum, hún lét hann rætast með þrotlausri vinnusemi og þrautseigju  og nú nýtur hún hans og upplifir í faðmi fjölskyldu sinnar, vina og starfsfólks, en eins og sjá má á staðnum, þá hefur hún greinilega kryddað hann vel með hjartahlýju sinni.

En það er hún Iris Hera Norðfjörð sem er eigandi staðarins og rekur hann, en dóttir hennar Brynja Norðfjörð er nýr fræmkvæmdarstjóri staðarins á Hverfisgötunni.
Staðinn stofnaði hún árið 2008 fyrst á Skúlagötunni og er sá staður starfandi enn sem hádegisverðastaður og er opinn til 17 á daginn en þar fyrir utan er hægt að leigja hann.  En núna í september 2013 opnaði hún nýja staðinn sinn á Hverfisgötunni.

Staðurinn stendur fyrir hollan og góðan mat, þar sem lögð er áhersla á að allt sé unnið frá grunni. Mikið er um lífrænt ræktað grænmeti og er það hennar aðalsmerki og er eldhúsið fullbúið nýtísku tækjum, en það er um 90 fermetrar og má sjá snyrtimennskuna þar í fyrirrúmmi.  
Boðið er upp á 4 gerðir af Gourme súpum á degi hverjum, sjá hér.
Og eru þær mismunandi eftir dögum, salatbarinn er á sínum stað og fylgir heimabakað brauð bakað úr lífrænu byggi og spelti með, ásamt hvítlaukssmjör og hummus að hætti hússins sem löngu er orðið landsfrægt. Staðurinn hefur hlotið viðurkenningu frá Grape vine fyrir Bestu súpuna árið 2011, sjá hér.
Og eru í 4 sæti á lista Tripavisor yfir veitingastaði á Íslandi sem verður að teljast alveg frábært, sjá hér
þar sem fólk lýsir staðnum og starfsmönnum sem hjarthlýju fólki þar sem vel er tekið á móti gestum og gangandi og það verður gaman að fylgjast með nýja staðnum í framtíðinni.Þarna má líka eiga notalega stund í góðra vina hópi og spá í spilin, fá sér gott að borða áður en lagt er af stað á vit ævintýranna í bænum, í leikhúsið eða bara heim í áframhaldandi notalegheit.


Kvöldstemmingin

Verðið á staðnum er líka alveg frábært og fer engin réttur þar yfir 2.500 sem verður að segjast gott, fyrir utan drykki. Þarna þarf enginn að fara svangur út, því að það er boðið upp á bæði súpu og brauð og eins súpuhlaðborð, bæði í hádeginu og á kvöldin. Á matseðlinum er líka fiskréttur og margrómað Lagsanga, bæði kjöt og grænmetis ásamt franskri lifrænni súkkulaðiköku og is.
Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi, veisluþjónustu og býður sal til útleigu.

Ég óska henni Irisi Heru hjartanlega til hamingju með nýja staðinn, þakka yndislegar móttökur og mæli með heimsókn á staðinn, þar sem „Hjörtun slá“

Sjá heimasíðu veitingastaðarins hér.
Og facebook síðuna hér.

Umfjöllun:
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is


Steikhúsið

Áhorf: 33102 | Umsagnir (4)

Steikhúsið er svo sannarlega Sælkerastaður!

Ég heimsótti Steikhúsið, veitingastað í Hamarshúsinu,
Tryggvagötu 4-6 v/ 
Geirsgötu,  sem er gegnt gömlu höfninni, Steikhúsið var opnað í júlí 2012.
Staðurinn er einstaklega trúr gamla tímanum í útliti og vitnar í uppruna hússins, sem vélsmiðju.Settu saman þinn eigin matseðil ! 

Gestir velja sér steik og hvernig hún er elduð og svo meðlætið eftir eigin höfði, sósuna, kartöflurnar, salatið, grænmetið og að sjálfsögðu vínið. Vinseðillinn telur á fimmta hundruð tegundir og því gott að vita að hægt er að fá aðstoð við valið frá þjóni.
Þetta er 
fyrir mér nýjung á íslandi, þótt hún hafi tíðkast erlendis í einhvern tíma,  skemmtileg nýbreytni að mínu mati því hver þekkir það ekki að maður óski eftir því að fá þetta eða hitt í staðinn fyrir annað.

Hjarta staðarins er KOLAOFNINN frá Mibrasa, þar sem steikunum er skellt inn og þær
eldaðar eftir þínu höfði lesandi góður, viltu hana bleu, rare, mediumrare, medium, medium well eða well doneSérstaða  Steikhússins eru hinar frábæru Rib Eye og T-Bone steikur sem meðhöndlaðar  hafa verið samkvæmt þeirra eigin forskrift og þú færð hvergi annarsstaðar.

Þær eru lagðar í olíu og krydd og látnar meirast í 28 daga við ákveðnar aðstæður og svo marineraðar í olíu og kryddi áður en þær eru teknar í hús. Þetta gerir þær svo meirar að þær bráðna hreinlega í munni manns, sem veldur því að maður gleymir öllu öðru um stund, já og sumir hafa meira segja gleymt því hvað þeir fengu sér í forrétt og eftirrétt, svo heillaðir hafa þeir verið, mæli 100 % með þvi að þið prófið þær.

Matseðillinn er þar hvergi nærri tæmandi og  er úr mörgu að velja, alveg frá dýrindis forréttum eins og vorrúllum með svartfugli, sjávarréttasúpu, grillaðri hrefnu ofl.
Aðalréttirnir eru svo girnilegir að mig langaði í þá alla, en þeir eru bornir fram með fyrirfram völdu meðlæti ólíkt réttunum af steikarhlið matseðilsins.

Eftirréttirnir eru síðan skemmtilega öðruvísi en maður hefur vanist  og má þar nefna eins og t.d. Lakkrískonfekt-ostakökuna og Sundae dúett sem inniheldur tvær tegundir af ís, marengs og toffí  sósu, ætli maður ætti bara ekki að byrja á eftirréttinum.

Sjá matseðil hér

Eigendur staðarins eru hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Niels Hafsteinssyni, framreiðslumanni og Eyjólfi Gest Ingólfssyni matreiðslumanns, en í sameiningu hafa þau gefið Hamarshúsinu nýtt líf á ansi skemmtilegan máta.

Þarna má skoða sögu staðarins frá gamla tímanum í máli og myndum frá hafnarsvæðinu og þegar  þarna var járnsmíðaverkstæði á árum áður.Vínrekkarnir vöktu verulega athygli mína, en þeir eru búnir til úr spónaplötum og vínkössum sem setja skemmtilegan svip á staðinn og í boði hjá þeim er sá allra stærsti vínseðill sem vitað er um, en þau bjóða á fimmta hundrað tegundir og ekki má gleyma hinum frábæra matseðli sem hangir upp á vegg, búin til úr rörum úr lagnadeildinni, já nákvæmlega, en  sjón er sögu ríkari.


Þarna hafa nokkrir góðir veitingastaðir verið reknir og má þar nefna Sjávarsíðuna og Jónatan Livingston Máv og er þetta enn ein Perlan í sögu hússins.

Hönnuðir Steikhússins áttu augljóslega góða spretti og má sjá að hvert atriði hefur verið úthugsað og frumlegt en jafnframt hafa þeir verið trúir upprunanum og ná þannig að fanga minninguna um verkstæði Hamars um leið og staðurinn er vistlegur og hlýr og
tekur vel á móti gestum, hvort sem þeir pöntuðu fyrirfram eða reka inn nefið á vappi um borgina.

Vefsíða staðarins er hér

Facebook síðan hér

Umfjöllun
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is


Veitingastaðurinn Café París,

Áhorf: 197248 | Umsagnir (5)

Ég byrja á hinum rómaða stað Café París við Austurvöllinn...

Ég átti þarna stefnumót við æskuvinkonur mínar og skólasystur úr barnaskóla eitt hádegið fyrir stuttu.
Við komum okkur fyrir á góðum stað og sögðum hvor annarri sögur hvað á daga okkar hefði drifið.

Elskulegur þjónn færði okkur matseðlana og við varla máttum vera að því að skoða þá, svo mikið þurftum við að spjalla.
En matseðillinn fékk sína athygli og  þá heldur betur, enda var nú úr ansi mörgu að velja, en staðurinn er marg rómaður fyrir mikinn fjölbreytileika í matargerð, allt frá morgunverðardiskum, ljúfengum hádegismat, þar sem boðið er upp á val á milli kjöts, fisks eða súpu dagsins nú eða matseðils.


Einn af morgunverðardiskunum sem er í boði.

Aðalréttir 

Kaffi, latte, heitt kakó með rjóma og kökur með Franska súkkulaðiköku "a la Café París"  í farabroddi og ekki má gleyma pönnukökuveislunni . Hin séríslenska kjötsúpa prýðir matseðilinn ásamt Hrefnusteik, nauti, lambi og hinum ýmsu smáréttum, svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá matseðil:http://www.cafeparis.is/matsedill/

Gulrótarkaka og sú Franska a la Café París 

Svo heillandi er matseðillinn að ég er farin að hugsa um hverja ferðina þangað á fætur annarri og hvað ég ætla að smakka næst. Það sem reyndar vakti sérstaklega athygli mína og mér þótti ansi krúttlegt var að sjá að í boði voru tvær tegundir af barnamauki, já það er engin skilin þarna útundan þegar kemur að mat.

Svo skemmtilega vildi nú samt til að við stelpurnar pöntuðum okkur allar salöt, en engin pantaði  þó það sama sem okkur þótti mjög skemmtilegt og ég mæli svo 100 % með Humarsalatinu, Andabringusalatinu og Hráskinkusalatinu, þau stóðust alveg væntingar okkar allra og mikið meira en það.


Humarsalat "a la carte Café París, með klettasalati, papriku, fetaosti,
sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu


Barberry andar "confit"
með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu,
ristuðum graskerfræjum, rauðlauk og appelsínu-fíkjugljáa

Staðurinn býður upp á alveg einstakan fjölbreytileika, hann skiptist eiginlega í ansi marga parta, allt frá morgunverðarstað, hádegis, kaffi, kvöldmats og svo eftir 23:00 á kvöldin kemur inn einn hópurinn enn, en þá hljómar í eyrum ljúf Jass tónlist og þjónarnir hressa upp á gestina með ljúfengum cokteilum að hætti hússins nú eða hverju þvi sem óskað er eftir.


Staðurinn hefur svo mikinn sjarma og þegar við sátum þarna þá rifjaðist upp þegar gamla London búðin var þarna þegar við vorum litlar stelpur, þetta var búiðin sem flest allir fóru í og var oft aðalbúðin á jólunum og þá varð mér hugsað til þess að fyrir jólin 2012 þá kom ég þarna með góðri vinkonu og við fengum okkur alveg eðal Jóladisk, þar sem búið var að blanda saman öllu því besta á einn disk og var borið fram með íslensku rúgbrauði og laufabrauði, þessi diskur var jólahlaðborðið mitt og ég bíð eftir þeim næstu til að mæta þar aftur.


Nú framundan er svo sumarið okkar og þá er Café París eðalstaður á eðalstað til þess að sleikja sólina utandyra og fá sér eitthvað létt og ískalt, enda er staðurinn þá ansi þétt setinn og Austurvöllurinn.


Þess má lika geta að Café Paris rekur veisluþjónustuna Fagnaður, þar sem hægt er að velja um fjöldann allann af veislutegunum.


Sjá: http://www.fagnadur.is/
Þau eru líka á facebook:   
https://www.facebook.com/VeislubjonustanFagnadur 

Umfjöllun:

Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is