Graskers, sveppa og osta lasagna frá Sveini Þorra Þorvaldssyni

Áhorf: 1009 | Umsagnir (1)

Graskers, sveppa og osta lasagna frá Sveini Þorra Þorvaldssyni
yfirkokki á Veitingastaðnum MAR
Fyrir ca 8-10 manns1 kg Grasker sem er búið að skera í ca 2 cm bita
1 dl vatn
4 amaretti kökur eða biscotti með möndlu bragði (ef það fæst ekki er hægt að nota 50 gr af brauðrasp)
250 gr shiitake (sveppir) skornir í sneiðar
250 gr sveppir skorir í sneiðar ( hægt er að leika sér og nota þá sveppi sem ykkur þykir bestir)
Ólífu olía eftir þörfum
60 gr smjör
60 ml hveiti
900 ml mjólk
5 góðar rifur af múskathnetu
2,5 dl fersk basiliku lauf
Lasagna plötur helst ferskar
5 dl rifinn mozzarella ostur
3 dl ricotta ostur ( ef hann fæst ekki er hægt að nota kotasælu)
1,5 dl rifinn parmesan
Salt og pipar

Aðferð

Forhitið ofnin uppí 190°C

Hitið 1 msk af ólífu olíu í stórri pönnu (nógu stór til að rúma allt graskerið).
Bætið graskeri á pönnuna kryddið með salti og pipar og svitið létt,
bætið þá vatninu útí lokið og látið malla í 15-20 mín eða þar til að graskerið verið nógu mjúkt til að mauka.

Kælið smá og setjið í blender ásamt smákökunum og maukið.
Hitið ólífu olíu í pönnu og steikið sveppina og kryddið til með salti og pipar
(passið að steikja ekki of mikið af sveppum í einu, frekar minna á pönnuna og oftar) .

Bræðið smjör í potti og bætið við hveitinu og pískið þessu saman í mín.
Bætið mjólkini rólega saman við og pískið vel á meðan.
Hitið sósuna upp að suðu og sjóðið í ca. 5 mín eða þar til að hún verður vel þykk
(passið að hræra vel allan tíman í botnin svo hún brenni ekki við ef hún byrjar að brenna
við er best að skipta strax um pott svo að það komi ekki brunabragð af sósuni).

Bætið múskati útí og kælið smá.
Setjið helmingin af bechamel sósuni í blender ásamt basilikuni og maukið þar til að basilikan er allveg blönduð við sósuna.  
Blandið basiliku sósuni saman við restina af  bechamel sósuni og smakkið til með salti og pipar.

Smyrjið létt 20 x 20 x 5 cm eldfastmót með smjöri.
Dreifið 2 dl af bechamel sósuni í botnin á forminu og raðið lagi af lasagna plötum yfir.
Dreifið ca 1/3 af graskersmaukinu yfir pastað, 1/3 af sveppunum, 1 dl af  mozzarella, 1 dl af ricotta osti,
2 dl af bechamel og endið svo af lagi af lasagne pötum.

Endurtakið þetta 3 sinnum og endið á að strá mozzarella og parmesan yfir.
Hyljið lasagnað með álpappír og bakið í 40 mín, takið álpappírinn af og
bakið í 15 mín eða þar til lasagnað er gyllt og fallegt.

Leyfið lasagnanu að standa í 15 mín áður en það er borið fram með ferskusalati
(um að gera setja perur eða einhvað sem ykkur þykur gott í salatið) og hvítlauksbrauði.

Ekta inverskur réttur frá Írisi Heru á Kryddlegin Hjörtu

Áhorf: 764 | Umsagnir (0)

Ekta inverskur réttur frá Írisi Heru á Kryddlegin Hjörtu

1 kg. Lambagúllas, velt upp úr spelthveiti
2 stórir laukar, skornir niður
5 hvítlauksrif, smátt söxuð steikt í olíu í potti
2 msk karrí bætt út í
2 tsk timian duft
2 msk tómatpurre út í vökvann
Lambakraftur
Vatn svo fljóti yfir

Soðið í góðan hálftíma

Borið fram með hrísgrónum og salati


Lambasteikin með bearnaise og sætkartöflu frönskum

Áhorf: 1012 | Umsagnir (0)

Lambasteikin með bearnaise og sætkartöflu frönskum
(Uppskrift frá Eyjólfi Gest Ingólfssyni matreiðslumanni á Steikhúsinu og einum af eigendunum).

Sjá heimasíðuna þeirra hér
Og facebook síðuna þeirra hér


Fyrir 4

Innihald:

lambafillet 1 kg

Ólífu olía 100 ml
10 gr ferskt garðablóðberg

10 gr rósmarin

2 stk hvítlauks geirar

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Skerið ribeye steikina í fjóra bita ca. 250gr hver steik. Kremjið hvítlaukinn og setjið í olíuna ásamt rósmarin og garðablóðbergi, hitið síðan uppá olíunni þar til hún er komin í ca. 50 gráður og kælið niður, þegar olían er orðin köld þá látið þið kjötið í hana og leifið að liggja inní kæli í ca. 2-3 daga áðuren það er grillað.

Setjið salt og pipar á steikurnar og grillið síðan á heitu grilli í 3 mínútur á sitthvorri hliðinni og látið síðan hvíla í 5 mínútur, þetta miðast við að steikin er um einn og hálfur cm á þykkt.

 

Bearnaise sósa

Innihald:

3 stk eggjarauða

300 gr smjör

20 ml vatn

30 ml bearnaise essens

10 gr fáfnisgras

Salt og pipar eftir smekk

 

Aðferð:

Þeitið eggjarauður með vatni og essens þar til farið er að þykkna yfir vatnsbaði. Bræðið smjörið og hellið hægt útí á meðan þið þeytið þetta saman í skálinni, þetta þarf að gera rólega þannig að hún skilji ekki, skerið síðan fáfnisgrasið fínt niður og setjið salt og pipar til að krydda.

 

Innihald:

Sætkartöflu franskar

1 kg sætkartöflur

150 gr pankó raspur

3 stk eggjahvítur

100 gr hveiti

3 greinar Timjan

3 geirar Hvítlaukur

40 ml Ólífu olía

Salt og pipar eftir smekk

 

Aðferð:

Skrælið sætkartöflurnar og skerið í grófa bita. Blandið saman við kryddið og ólífu olíuna og setjið á bakka og bakið við 150 gráður í ca 15 mínútur. Kælið síðan niður kartöflurnar fyrir panneringu. Setjið hveiti, rasp og eggjahvítur í skálar. Dífið fyrst í hveitið svo eggjahvítuna og síðan í raspinn. Þegar það er búið þá hitið þið uppá djúpteikingar olíu í 170 gráður og gyllið kartöflurnar vel. Þá eru þær klárar með steikinni.

 


Kjúklingaréttur Guðnýjar

Áhorf: 2676 | Umsagnir (1)

Kjúklingaréttur Guðnýjar (framkv.stjóri hjá Café París)

Kjúklingaréttur sem allir falla fyrir aldnir sem ungir.

Auðveldur , góður til að gera sér dagamun eða bjóða smærri eða stærri hópum í mat.

Það sem þarf er:
Bananar
Kókósmjöl
Hesilhnetuflögur
Kjúklingabringur (má einnig gjarnan nota kjúkling í pörtum)
Sojasósa
Hunts Barbecuesósa
Rjómaostur
Krukka af aprikósu marmelaði
Matreiðslurjómi
Hrísgrjón (Tilda basmati er mjög góð)

Salat gott með ef menn vilja.

Kjúklingaofnrétturinn fyrir 4 til 5:

4 til 5 kjúklingabringur (eða heill kjúklingur í bitum)
1 krukka aprikósusulta
3 matskeiðar sojasósa
6 matskeiðar barbecuesósa
200 grömm rjómaostur
1 peli matreiðslurjómi

Aðferð:
Fyrst er krukka af aprikósusultu sett í pott og hitað vel undir. síðan er rjómaostibætt við ásamt
sojasósu og barbecuesósunni. Hrært vel saman og pela af matreiðslurjómabætt við. Bragðið á
sósunni og bætið annað hvort soja eða barbecue sósu við eftir smekk ef þarf. Sumir vilja þykkja
sósuna aðeins með hveiti og má það.

Setjið sósuna í eldfastmót og kjúklingabringurnar ofan í . Setjið ofinn á 200 gráður og hitið þar til
kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Meðlæti aðferð:
Bananar eru skornir í þunnar skífur
Kókosmjöl er létt ristað á pönnu þar til það er fallega brúnt
Hesilhnetuflögur eru létt ristaðar á pnnu þar til þær eru fallega brúnar
Hrísgrjón soðinn

Matargestir fá sér kjúkling með sósunni, hrísgrjónum og velja hvort þeir vilja banana, kókosmjöl og
hesilhnetuflögur stráð yfir.

 

CAFÉ PARIS