Blettir

Áhorf: 800 | Umsagnir (0)

Blettir

Blettir eftir kalkipappír:
Litur eftir kalkipappír eða ritvélabönd næst af með hreinsuðu bensíni. Síðan er þvegið með sápuvatni.

Blóðblettir

Blóðblettir nást úr fötum með köldu vatni. Ef blettur hefur ekki uppgötvast fyrr en eftir venjulegan þvott má reyna að nudda hann upp ú volgu saltvatni.

Blettur á borði

Ef heitur vökvi skvettist á lakkaða borðplötu má nudda blettinn með Brasso, sem er fægilögur fyrir kopar og er það svo nuddað af með hreinum þurrum klúti, síðan er borðið pússað með venjulegu bóni og ætti þá bletturinn að vera horfinn.

Blómapottar

Til að hreinsa gamla blómapotta úr leir, séu þeir orðnir dökkir og ljótir, eru þeir lagðir í bleyti í sólarhring í ediks-og saltvatni.

Bletir á leirmunum

Auðvelt er að ná blettum af leirmunum sem myndast hafa eftir te, með því að nudda þá með grófu salti.

Fitublettir í fötum

Til þess að ná fitublettum úr fötum er notað hreinsað bensín, það leysir fituna upp. Varast skal að nota of mikið hreinsað bensin i senn og nudda þarf blettinn þangað til hann er alveg orðinn þurr. Á eftir þarf að þvo hann með sápu og vatni. (Farið varlega með bensín.)

Fitublettir á leðri

Fitublettir á leðri nást af með því að bera á þá þeytta eggjahvítu, sem síðan er þurrkuð af með hreinum klúti. 

Fitublettir á veggfóðri

Ef fitublettur kemur á veggfóður sem ekki má þvo, er hann nuddaður með töflukrit. Eftir einn sólahring er krítin burstuð af og bletturinn væntanlega horfinn.

Glansblettir

Glansblettum á fatnaði má ná af með því að nudda hrárri kartöflu á þá. Bletturinn er síðan burstaður.

Oliumáling

Málingarblettir nást úr með því að nudda þá með grænsápu og er flíkin lögð í bleyti, jafnvel yfir nótt.
Þetta er endurtekið ef bletturinn hverfur ekki. 
Ef efnið þolir terpentinu næst blaut máling að mestu úr með henni áður en þvegið er.

Plastmáling

Blettir eftir plastmáliningu nást auðveldlega úr fötum ef þeir eru þvegnir strax úr köldu eða ylvolgu vatni. 
Nái þeir að þorna er ómögulegt að ná þeim úr.

Olíublettir

Ef olía fer í föt er best að nudda blettinum á röngunni með hreinsuðu bensíni og hreinum mjúkum klúti, síðan er flikin þvegin eins og venjulega.

Svitablettir

Til þess að ná sviðtablettum úr ullarflikum skulu þær þvegnar upp úr ediksvatni eða sterku saltvatni.
Síðan er flíkin pressuð með stykki sem bleytt hefur verið í salmíaksspíritus.

Vín-og gosdrykkjablettir

Besta ráðið til að ná vín-og gosdrykkjabletti úr efnum er að strá kartöflumjöli yfir meðan hann er blautur. 
Ef þetta hefur ekki verið gert og bletturinn er orðinn þurr má nota eftirfarandi ráð:

Kaffi-og teblettir

Kaffi-og teblettir nást úr ef bletturinn er nuddaður með glyceríni og látin bíða í tíu mínútur.
Eftir það er auðvelt að ná blettinum úr með sápuvatni.

Gosdrykkjablettir

Blettir eftir kóla-drykki nást af séu þeir þvegnir strax með köldu vatni.
Ef bletturinn er gamall er notað volgt vatn.

Vínblettir

Vínblettir úr efnum nást af ef þeir eru gegnumvættir með glyceríni og það látið liggja í um það bil hálftíma.
Síðan er bletturinn þveginn með volgu vatni.

Rauðvínsblettir

Ef rauðvín hellist niður á efni er bletturinn fyrst nuddaður með köldu vatni og síðan með grófu salti.

Ávaxtablettir

Ávaxtablettum er ekki gott að ná af, besta ráðið við þeim er hreint munnvatn og þvo síðan með sápuvatni. 
Einnig má reyna að ná þeim af með því að bleyta blettinn með glyceríni eða sítrónusafa og þvo síðan á venjulegan hátt.

 


Blek

Áhorf: 280 | Umsagnir (0)

Nokkur ráð varðandi BLEK

Kúlupennablek

Erfitt getur verið að ná kúlupennableki úr fatnaði, en blettinn þarf að nudda með brennsluspritti og er þetta þolinmæðisvinna

Venjulegt BLEK

Venjulegir blekblettir nást úr ef efninu er strax dýft ofan í mjólk