Veitingastaðurinn Café París,

Áhorf: 197248 | Umsagnir (5)

Ég byrja á hinum rómaða stað Café París við Austurvöllinn...

Ég átti þarna stefnumót við æskuvinkonur mínar og skólasystur úr barnaskóla eitt hádegið fyrir stuttu.
Við komum okkur fyrir á góðum stað og sögðum hvor annarri sögur hvað á daga okkar hefði drifið.

Elskulegur þjónn færði okkur matseðlana og við varla máttum vera að því að skoða þá, svo mikið þurftum við að spjalla.
En matseðillinn fékk sína athygli og  þá heldur betur, enda var nú úr ansi mörgu að velja, en staðurinn er marg rómaður fyrir mikinn fjölbreytileika í matargerð, allt frá morgunverðardiskum, ljúfengum hádegismat, þar sem boðið er upp á val á milli kjöts, fisks eða súpu dagsins nú eða matseðils.


Einn af morgunverðardiskunum sem er í boði.

Aðalréttir 

Kaffi, latte, heitt kakó með rjóma og kökur með Franska súkkulaðiköku "a la Café París"  í farabroddi og ekki má gleyma pönnukökuveislunni . Hin séríslenska kjötsúpa prýðir matseðilinn ásamt Hrefnusteik, nauti, lambi og hinum ýmsu smáréttum, svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá matseðil:http://www.cafeparis.is/matsedill/

Gulrótarkaka og sú Franska a la Café París 

Svo heillandi er matseðillinn að ég er farin að hugsa um hverja ferðina þangað á fætur annarri og hvað ég ætla að smakka næst. Það sem reyndar vakti sérstaklega athygli mína og mér þótti ansi krúttlegt var að sjá að í boði voru tvær tegundir af barnamauki, já það er engin skilin þarna útundan þegar kemur að mat.

Svo skemmtilega vildi nú samt til að við stelpurnar pöntuðum okkur allar salöt, en engin pantaði  þó það sama sem okkur þótti mjög skemmtilegt og ég mæli svo 100 % með Humarsalatinu, Andabringusalatinu og Hráskinkusalatinu, þau stóðust alveg væntingar okkar allra og mikið meira en það.


Humarsalat "a la carte Café París, með klettasalati, papriku, fetaosti,
sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu


Barberry andar "confit"
með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu,
ristuðum graskerfræjum, rauðlauk og appelsínu-fíkjugljáa

Staðurinn býður upp á alveg einstakan fjölbreytileika, hann skiptist eiginlega í ansi marga parta, allt frá morgunverðarstað, hádegis, kaffi, kvöldmats og svo eftir 23:00 á kvöldin kemur inn einn hópurinn enn, en þá hljómar í eyrum ljúf Jass tónlist og þjónarnir hressa upp á gestina með ljúfengum cokteilum að hætti hússins nú eða hverju þvi sem óskað er eftir.


Staðurinn hefur svo mikinn sjarma og þegar við sátum þarna þá rifjaðist upp þegar gamla London búðin var þarna þegar við vorum litlar stelpur, þetta var búiðin sem flest allir fóru í og var oft aðalbúðin á jólunum og þá varð mér hugsað til þess að fyrir jólin 2012 þá kom ég þarna með góðri vinkonu og við fengum okkur alveg eðal Jóladisk, þar sem búið var að blanda saman öllu því besta á einn disk og var borið fram með íslensku rúgbrauði og laufabrauði, þessi diskur var jólahlaðborðið mitt og ég bíð eftir þeim næstu til að mæta þar aftur.


Nú framundan er svo sumarið okkar og þá er Café París eðalstaður á eðalstað til þess að sleikja sólina utandyra og fá sér eitthvað létt og ískalt, enda er staðurinn þá ansi þétt setinn og Austurvöllurinn.


Þess má lika geta að Café Paris rekur veisluþjónustuna Fagnaður, þar sem hægt er að velja um fjöldann allann af veislutegunum.


Sjá: http://www.fagnadur.is/
Þau eru líka á facebook:   
https://www.facebook.com/VeislubjonustanFagnadur 

Umfjöllun:

Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is

CAFÉ PARIS