Steikhúsið

Áhorf: 33139 | Umsagnir (4)

Steikhúsið er svo sannarlega Sælkerastaður!

Ég heimsótti Steikhúsið, veitingastað í Hamarshúsinu,
Tryggvagötu 4-6 v/ 
Geirsgötu,  sem er gegnt gömlu höfninni, Steikhúsið var opnað í júlí 2012.
Staðurinn er einstaklega trúr gamla tímanum í útliti og vitnar í uppruna hússins, sem vélsmiðju.Settu saman þinn eigin matseðil ! 

Gestir velja sér steik og hvernig hún er elduð og svo meðlætið eftir eigin höfði, sósuna, kartöflurnar, salatið, grænmetið og að sjálfsögðu vínið. Vinseðillinn telur á fimmta hundruð tegundir og því gott að vita að hægt er að fá aðstoð við valið frá þjóni.
Þetta er 
fyrir mér nýjung á íslandi, þótt hún hafi tíðkast erlendis í einhvern tíma,  skemmtileg nýbreytni að mínu mati því hver þekkir það ekki að maður óski eftir því að fá þetta eða hitt í staðinn fyrir annað.

Hjarta staðarins er KOLAOFNINN frá Mibrasa, þar sem steikunum er skellt inn og þær
eldaðar eftir þínu höfði lesandi góður, viltu hana bleu, rare, mediumrare, medium, medium well eða well doneSérstaða  Steikhússins eru hinar frábæru Rib Eye og T-Bone steikur sem meðhöndlaðar  hafa verið samkvæmt þeirra eigin forskrift og þú færð hvergi annarsstaðar.

Þær eru lagðar í olíu og krydd og látnar meirast í 28 daga við ákveðnar aðstæður og svo marineraðar í olíu og kryddi áður en þær eru teknar í hús. Þetta gerir þær svo meirar að þær bráðna hreinlega í munni manns, sem veldur því að maður gleymir öllu öðru um stund, já og sumir hafa meira segja gleymt því hvað þeir fengu sér í forrétt og eftirrétt, svo heillaðir hafa þeir verið, mæli 100 % með þvi að þið prófið þær.

Matseðillinn er þar hvergi nærri tæmandi og  er úr mörgu að velja, alveg frá dýrindis forréttum eins og vorrúllum með svartfugli, sjávarréttasúpu, grillaðri hrefnu ofl.
Aðalréttirnir eru svo girnilegir að mig langaði í þá alla, en þeir eru bornir fram með fyrirfram völdu meðlæti ólíkt réttunum af steikarhlið matseðilsins.

Eftirréttirnir eru síðan skemmtilega öðruvísi en maður hefur vanist  og má þar nefna eins og t.d. Lakkrískonfekt-ostakökuna og Sundae dúett sem inniheldur tvær tegundir af ís, marengs og toffí  sósu, ætli maður ætti bara ekki að byrja á eftirréttinum.

Sjá matseðil hér

Eigendur staðarins eru hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Niels Hafsteinssyni, framreiðslumanni og Eyjólfi Gest Ingólfssyni matreiðslumanns, en í sameiningu hafa þau gefið Hamarshúsinu nýtt líf á ansi skemmtilegan máta.

Þarna má skoða sögu staðarins frá gamla tímanum í máli og myndum frá hafnarsvæðinu og þegar  þarna var járnsmíðaverkstæði á árum áður.Vínrekkarnir vöktu verulega athygli mína, en þeir eru búnir til úr spónaplötum og vínkössum sem setja skemmtilegan svip á staðinn og í boði hjá þeim er sá allra stærsti vínseðill sem vitað er um, en þau bjóða á fimmta hundrað tegundir og ekki má gleyma hinum frábæra matseðli sem hangir upp á vegg, búin til úr rörum úr lagnadeildinni, já nákvæmlega, en  sjón er sögu ríkari.


Þarna hafa nokkrir góðir veitingastaðir verið reknir og má þar nefna Sjávarsíðuna og Jónatan Livingston Máv og er þetta enn ein Perlan í sögu hússins.

Hönnuðir Steikhússins áttu augljóslega góða spretti og má sjá að hvert atriði hefur verið úthugsað og frumlegt en jafnframt hafa þeir verið trúir upprunanum og ná þannig að fanga minninguna um verkstæði Hamars um leið og staðurinn er vistlegur og hlýr og
tekur vel á móti gestum, hvort sem þeir pöntuðu fyrirfram eða reka inn nefið á vappi um borgina.

Vefsíða staðarins er hér

Facebook síðan hér

Umfjöllun
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2020-01-27 16:02