Alltaf gott að koma á Kryddlegin Hjörtu !

Áhorf: 6682 | Umsagnir (2)

Sælkerastaðurinn að þessu sinni er hinn frábæri heilsuréttastaður Kryddlegin Hjörtu !

Alltaf gott að koma á Kryddlegin Hjörtu !

Það mætti mér svo mikil hjartahlýja þegar ég kom þarna inn á staðinn sem vermdi alveg inn að hjartarótum og  skildi eftir sig vellíðan, en Kryddlegin Hjörtu voru að opna alveg stórglæsilegan og glænýjan stað á Hverfisgötu 33. 

Þema staðarins er Moroccan/Jungle sem kemur rosalega vel út og gefur staðnum
notalegt útlit og það er greinilegt að þarna hefur hver hlutur verið valinn með mikilli ást og umhyggju, en þarna má finna mikla og góða orku frá steinunum sem brýða, ásamt Búddanum sem vakir yfir staðnum hvar sem auga er litið.ÉG hreinlega elska matinn þeirra, enda heilluð af grænmetisréttum, gourme súpum og  heimabökuðum  brauðum og ekki skemmir fyrr að hafa 4 gerðir af súpum til að velja úr á hverjum degi.

Hana dreymdi draum, hún lét hann rætast með þrotlausri vinnusemi og þrautseigju  og nú nýtur hún hans og upplifir í faðmi fjölskyldu sinnar, vina og starfsfólks, en eins og sjá má á staðnum, þá hefur hún greinilega kryddað hann vel með hjartahlýju sinni.

En það er hún Iris Hera Norðfjörð sem er eigandi staðarins og rekur hann, en dóttir hennar Brynja Norðfjörð er nýr fræmkvæmdarstjóri staðarins á Hverfisgötunni.
Staðinn stofnaði hún árið 2008 fyrst á Skúlagötunni og er sá staður starfandi enn sem hádegisverðastaður og er opinn til 17 á daginn en þar fyrir utan er hægt að leigja hann.  En núna í september 2013 opnaði hún nýja staðinn sinn á Hverfisgötunni.

Staðurinn stendur fyrir hollan og góðan mat, þar sem lögð er áhersla á að allt sé unnið frá grunni. Mikið er um lífrænt ræktað grænmeti og er það hennar aðalsmerki og er eldhúsið fullbúið nýtísku tækjum, en það er um 90 fermetrar og má sjá snyrtimennskuna þar í fyrirrúmmi.  
Boðið er upp á 4 gerðir af Gourme súpum á degi hverjum, sjá hér.
Og eru þær mismunandi eftir dögum, salatbarinn er á sínum stað og fylgir heimabakað brauð bakað úr lífrænu byggi og spelti með, ásamt hvítlaukssmjör og hummus að hætti hússins sem löngu er orðið landsfrægt. Staðurinn hefur hlotið viðurkenningu frá Grape vine fyrir Bestu súpuna árið 2011, sjá hér.
Og eru í 4 sæti á lista Tripavisor yfir veitingastaði á Íslandi sem verður að teljast alveg frábært, sjá hér
þar sem fólk lýsir staðnum og starfsmönnum sem hjarthlýju fólki þar sem vel er tekið á móti gestum og gangandi og það verður gaman að fylgjast með nýja staðnum í framtíðinni.Þarna má líka eiga notalega stund í góðra vina hópi og spá í spilin, fá sér gott að borða áður en lagt er af stað á vit ævintýranna í bænum, í leikhúsið eða bara heim í áframhaldandi notalegheit.


Kvöldstemmingin

Verðið á staðnum er líka alveg frábært og fer engin réttur þar yfir 2.500 sem verður að segjast gott, fyrir utan drykki. Þarna þarf enginn að fara svangur út, því að það er boðið upp á bæði súpu og brauð og eins súpuhlaðborð, bæði í hádeginu og á kvöldin. Á matseðlinum er líka fiskréttur og margrómað Lagsanga, bæði kjöt og grænmetis ásamt franskri lifrænni súkkulaðiköku og is.
Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi, veisluþjónustu og býður sal til útleigu.

Ég óska henni Irisi Heru hjartanlega til hamingju með nýja staðinn, þakka yndislegar móttökur og mæli með heimsókn á staðinn, þar sem „Hjörtun slá“

Sjá heimasíðu veitingastaðarins hér.
Og facebook síðuna hér.

Umfjöllun:
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is