Týnda Perlan við Höfnina !

Áhorf: 98896 | Umsagnir (4)

Týnda Perlan við Höfnina !

Sælkerastaður nóvember mánaðar er MAR, frábær staður staðsettur við gömlu höfnina.

Það var einn fimmtudaginn sem ég tók þátt í einum laufléttum leik á útvarpasstöðinni K100 í síðdegi með Siggu Lund, en þessar elskur lögðu fram spurninguna, Langar þig að bjóða vinkonuhópnum á Mar í hádeginu á morgun?
Afhverju ættum við að hringja í þig? Og ekki gleyma símanúmerinu, svarið var auðvelt, af því að ég á svo mikið af yndislegum vinkonum og við erum allar svo miklir sælkerar :) 12 mínútunum síðar kom símtalið, jú stelpan hafði unnið út að borða fyrir allt að 10 skvísur, jibbý jey !
Daginn eftir sat ég ásamt þessum yndislega hóp kvenna á þessum lika flotta stað við hafið.

Hópurinn saman kominn :)

Það lá því beinast við að næsti Sælkerastaður mánaðarins yrði Veitingastaðurinn MAR, en nafnið er dregið úr latneska orðinu og þýðir Sjór.
Staðurinn er skemmtilega blandaður úr Suður Ameríku og Suður Evrópu og er eigandi staðarins Rannveig Grétarsdóttir, en hún rekur einnig Eldingu, sjá hér

Ég átti síðan svo yndislegt Dinner Date þarna stuttu síðar sem saman stóð af sjö rétta matseðli sem hann Sveinn Þorri Þorvaldsson yfirkokkur hefur sett saman úr því besta úr suður amerískri og suður evrópskri matargerð , þar sem hver rétturinn á fætur öðrum hreinlega bráðnaði í munni, en það er einmitt svona deit sem ég myndi elska að fara á, þá vitið þið það strákar !

Það var byrjað á skemmtilegri og ljúfengri saltfisk-kúlu með tómatmarmelaði sem kitlaði bragðlaukana verulega, en þennan rétt bjóða þeir öllu gestum upp á í upphafi, hann var borinn fram á því sem þeir kalla Klettinum sem kemur úr línunni Skarfastellið sem hannað var af keramikhönnuðinum henni Guðnýju Hafsteinsdóttir, en hér má sjá frekari umfjöllun um hönnun staðarins. Næst var boðið upp á Villisveppa-risotto með steiktum humarhölum og þurrkaðri hráskinku og Steikta hörpuskel sem hvorutveggja var farið að kitla braglaukana mína enn frekar og setja alveg á fljúgandi siglingu, enda sælkeri með meiru. 

Og áfram komu kræsingarnar á borðið til okkar og næst var það Saltfiskur með kúrbít, klettasalati og plómusultu, ásamt Laxi með blaðlauk, fennel, appelsínum og stjörnuaníssósu sem var enn eitt meistaraverkið, svona rétt áður en aðal aðalrétturinn kom á borðið sem var hægeldað nauta rib-eye með chimichurri, grilluðum sætum maís, en þarna var ég farin að svífa, þvílika steik hef ég bara ekki bragðað fyrr. Ég er nú ekki vön að vera að gefa einhverjar stjörnur en þessi fær allar stjörnur himinsins að mínu mati, en hún var borin fram með sætkartöflu flögum og steiktu grænkáli sem steikt hafði verið uppúr oliu og chili, eitt sem ég verð bara að viðurkenna að hafa aldrei bragðað fyrr og kom mér skemmtilega á óvart. 

Við enduðum svo á dýrindis eftirrétti sem samanstóð af Þriggja laga súkkulaði frauð, ískúlu með  konfekti sem gert er á staðnum, sem toppaði alveg heildina. En allt hráefnið sem notað er á staðnum er íslenskt og er unnið alveg frá grunni sem leynir sér ekki. Sjá matseðil hér

Þess má til gamans geta að á næsta borði lá rómantikin heldur betur í loftinu, en það voru þau Jesica Wilkie og Bradley Croston frá Ástralíu en þau rómuðu staðinn í hástert, alsæl með matinn og þjónustuna sem var að sjálfsögðu til fyrirmyndar.

Það sem eftir situr í mínum huga, er að ég verð að fara þarna aftur og borða, minning um alveg frábæran mat innan um stað sem hannaður er á sinn einstaka hátt í gamla Sjómannaheimilinu. 

Takk fyrir mig strákar, þið voruð höfðingjar heim að sækja, alveg til fyrirmyndar, þið kunnið þetta og þvílikir sælkerakokkar, það er ekki einu sinni hægt að segja að þið séuð upprennandi stjörnukokkar, þið eruð STJÖRNUKOKKAR !

Heimsíða MAR
Facebook síðan þeirra hér
Heimasíða Eldingar má svo finna hér.

Umfjöllun 
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Islandsmjoll.is