Verið hjartanlega velkominn!

Sköpunargleði, hönnun, ljósmyndun og sælkeri lýsir mér ágætlega
og vefsíðan mín Islandsmjoll sem kemur frá nafni mínu
Ingunn Mjöll sameinar mín helstu áhugamál og veitir mér endalaust ánægju.

Skoða má hér ljósmyndir teknar víða innanlands og utan.
Ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum með
Ljósmyndafélaginu Fókus sem er klúbbur fyrir áhugaljósmyndara á höfuðborgar svæðinu.

Rekja má áhuga minn á handverki aftur í ættir en bæði amma mín
var mikil prjónakona og eins er móðir mín það enn þann daginn
í dag og líður varla sá dagur að ekki séu prjónar við hönd.

Bökunaráhugan sæki ég á sama stað og byrjaði ég ung að aldri að
safna uppskriftum, bæði frá fjölskyldu, vinum, úr blöðum,
bæklingum ofl stöðum og þegar færi gefst þá mynda
ég til að gefa uppskrifunum skemmtilegri stemmingu.

Uppskriftirnar eru að nálgast 1500 og vil ég taka það fram að ég hef engan vegin prufað þær allar.

Það sama má segja um mataráhuga minn, hann kemur víða frá og
ég elska að prufa nýja rétti og leik mér oft við að sulla einhverju nýju saman.

Eitthvað af uppskriftunum hafa komið í blöðum sem hefur verið virkilega ánægjulegt.

ATH. Því miður virkar síðan ekki vel í ipad né iphone en hún mun gera það síðar.

Vafrið um, deilið að vild og njótið! (Share'ing is Care'ing!)

Ingunn Mjöll


Fjölskylduköku uppskriftina af Sjöunda Viðundrinu, 
sem kom sem  heilsíða í kökublaði Vikunnar í nóvember 2009. sjá hér:

Sjöundaviðundrið

Matarblað Fréttablaðsins þann 22.mai 2010
Grillaður Stóri Dímo
 
Og svo í Jólablað Fréttablaðsins 29.11.11
Brún randalína (Færeysk 4 laga)      

Þriggja rétta í Fréttablaðinu 21.4.2016

Fréttablaðið 20.maí 2016
Cannelloni sjávarrétta pasta

 
Titill: Margar hendur vinna létt verk.
Málshættir í Fókus, sem haldin var í Gerðubergi frá 12.nóv 2011-22.jan 2011

 
Titill: Já sjómennskan er ekkert grín.
Hafið í Fókus, sem haldin var í Víkinni Sjóminjasafninu í Reykjavík, 
frá 2.júlí-19.september 2012

Þessi sama sýning Hafið í Fókus var svo sett upp aftur þann 1.júní 2013 á
Northen Light Inn við Bláa Lónið og stóð hún fram til 19.september 2013Að degi liðins dags
Borgarljóð í Fókus ljósmyndasýning í samstarfi við
Borgarbókasafnið frá 1.mars-31.mars 2014


Titill:Stone Cold
Mynstur í Fókus, samsýning í Perlunni með Ljósmyndafélaginu Fókus í
samstarfi við Nýherja, sýning stendur frá 7-30.júní 2015


Titill:Einlæg
Ljós og Skuggar í Fókus, samsýning í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar
frá 18.mars-18.maí 2017

Hægt er að hafa samband við mig á póstfangið: ingunn@islandsmjoll.is