Langbrauðs samlokur með sneiddu Ribeye nautakjöti!

Áhorf: 1069 | Umsagnir (0)

Langbrauðs samlokur með sneiddu Ribeye nautakjöti!

Eina helgina vorum við með dýrindis Ribeye steik innbakaða á Wellington hátt og við vorum ekki í vandræðum
með að nýta afganginn, 
heldur smelltum við þeim í langbrauð og fylltum og skreyttum hvert á sinn hátt.Í boði var að nota:
Nautakjöt sneitt niður
Remúlaði
Steiktan lauk
Sýrðar gúrkur
Rauðlauk
Tómata
Salat
Bearnise sósu
Piparsósu
Auðvitað má bara nota hvaða afganga sem er en svona má nýta allt hráefni upp til agna :)


Rúgbrauðs-uppskrift

Áhorf: 2636 | Umsagnir (0)

Rúgbrauðs-uppskrift


Mynd:Sigurlaug Gísladóttir

á miðnætti er deigið komið í fernur og á leiðinni í ofninn, þá passar að taka brauðið úr ofninum kl 9:00

460 g rúgmjöl
260 g heilhveiti
1 ltr. súrmjólk
400 g síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi


Mynd:Sigurlaug Gísladóttir

nýkomið úr ofninum.

Hita ofn í 100°c (ofnar eru misjafnir minn þarf að vera í 120°c)

Hræra öllu vel saman, smyrja 3 mjólkurfernur ég nota spreyolíu þá renna brauðin strax úr fernunum. Setjið deigið í fernurnar hafa þær hálffullar. Loka fernum og setja í ofninn, baka í 9 klst.

Uppskrifitin er úr Gestgjafanum 2008


Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar

Áhorf: 809 | Umsagnir (0)

Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar

Skemmtileg uppskrift frá Ragnheiði Klemensdóttir úr Fréttablaðinu

80 flatkökur

2 kg hveiti
600 g rúgmjöl
2 tsk salt
2 ltr.sjóðandi vatn, sett út í smám saman

Aðferð:
Hvaða mél svo sem er notað þá er lykilatriðið fólgið í vatninu og aðferðinni við að hræra. Vatnið verður að vera sjóðandi heitt.

Þurrefnin eru sett í skál og mynduð hola/skál í miðju þess þar sem sjóðandi heitu vatninu er hellt út í og smám saman hveiti barmarnir hrærðir saman við.
Hnoða með höndunum (í hönskum því deigið er svo heitt) í lokin og rúlla í þykkar lengjur. Gott að geyma það deig sem ekki er verið að vinna strax í plastpoka svo það harðni ekki. Deigið á að vera vel mjúkt. 

Lengjan skorin í bita og þeir mótaðir í klatta. Flatt út (passa þarf að hafa vel af hveiti á borðinu). Gott að nota potthlemm með bettri brún til að skera út flatkökurnar. 
Baka á vel heitri plötu. 


Létta brauðið, án kolvetna

Áhorf: 1529 | Umsagnir (0)

Létta brauðið, án kolvetna
6-8 eftir stærð.

Í stað þess að borða brauð sem getur verið afar erfitt sumum, þá er Ooopsies eru góður kostur.
Það er "brauð" án kolvetna sem hægt er að borða á ýmsa vegu.

3 egg
100 grömm (3,5 únsur) af rjómaosti
klípa af salti
½ msk fiberhusk / psyllium fræ hýði (hægt að útiloka)
½ tsk lyftiduft (má útiloka)

Aðskilja egg, með eggjahvítur í einu skál og eggjarauður í annað.
Stífþeyta eggjahvítur með salti. 
Blanda eggjarauður og rjómaostinum vel saman.
Svo getur þú bætt við fræum, psyllium husk og lyftiduft (þetta gerir Oopsie meira likt brauði).

Blandið ofurvarlega saman við, svo loftið detti ekki niður í eggjahvítunum.
Hægt er að setja 6 stór eða 8 smærri oopsies á bökunarplötu í einu.
Bakið í miðjum ofni við 150 ° C (300 ° F) í um það bil 25 mínútur - þar til liturinn er orðin gylltur.
Þú getur borðað Oopsies sem brauð eða nota það sem brauð fyrir pylsur eða hamborgara. Þú getur líka sett mismunandi tegundir af fræjum á, áður en þau eru bökuð, t.d sesam eða sólblómafræ.
Einn stór skammtur af lákolvetna brauðuppskrift getur verið notuð líka í  brauðbollur: Bæta góðu lagi af þeyttum rjóma og nokkrum berjum.

Njótið.

Rúgbrauð Bubba Morthens :)

Áhorf: 610 | Umsagnir (0)

Rúgbrauð Bubba Morthens :)

byrjum á súrdeigi ekkert ger engin sykur 


200. gróft rúmjöl
1 te.salt
1te. hungang
2dl.lífræn jókúrt hreint.
má vera ab mjólk
2 dl.vatn
hræra í skál láta standa á eldhúsborði
stofuhita 

dagin eftir 2dl rúmjöl hræa saman 
tekur 3-5 daga að verða lifandi við viljum sjá það 
liftast með götum. 

3 dl surdeig
500 gröm rúkjarni
500 gröm hveiti
500 gröm rúgmjöl
1 matseið sýróp
ein matskeið salt
1 des sólkjarnafær

Láta standa í 12 tíma
Muna að stinga allavega 20 göt á hvert brauð með þunnum prjón.
Hita ofninn í 200 gráður og baka brauðin í ca 75 mínútur,
Sprauta vatni til að búa til gufu og baka þangað til er dökkt
og skorpan hörð þá er gott að fara yfir skorpuna með kalt smjör og láta standa svo í 3 tíma lágmark áður en maður sker.

Hjartans þakkir Bubbi Morthens


Skonnsur á pönnu

Áhorf: 417 | Umsagnir (0)

Skonnsur á pönnu

4 bollar hveiti 
1 bolli sykur 
3 egg 
4 tsk lyftiduft 
Mjólk 

Allt hrært saman, blandan á að vera í þykkara lagi.
Steikt á pönnu við frekar vægan hita. 


Kotasæluklattar

Áhorf: 550 | Umsagnir (0)

Kotasæluklattar

Um 12 stk
200 gr. Kotasæla
6 egg
6 msk. Hveiti
90 gr. Smjör, brætt

Setjið kotasæluna í blandara í nokkrar mínútur eða hrærivél.
Þeytið eggin vel fyrst og blandið kotasælu, hveiti og smjöri saman við.
Setjið með skeið á heita pönnu og bakið á báðum hliðum. 

Berið klattana fram heita með sultu eða sírópi.


Speltsnúðar

Áhorf: 376 | Umsagnir (0)

Speltsnúðar

4 dl spelt 
2 dl malaðar möndlur & hnetur 
2 tsk lyftiduft úr heilsubúð 
1 msk kanill 
smá salt 
2 msk ólífuolía 
ca 11/2 dl vökvi – ab-mjólk eða vatn 
1 krukka sykurlaus sulta t.d. úr Yggó eða annari heilsubúð 
smá kanill 

• Þurrefnum blandað saman í hrærivélaskál 
• Olíu & vökva bætt útí 
• Deigið er flatt út – kanil strá yfir & síðan er sultunni smurt yfir 
• Rúllað upp & skorið í ca 2 cm bita (snúða) 
• Sett á bökunarplötu með bökunarpappír undir 
• Bakað við ca 200°c í ca 12-15 mín 
• Bara gott 


Súkkulaðilummur

Áhorf: 409 | Umsagnir (0)

Súkkulaðilummur

200 ml mjólk
100 g suðusúkkulaði 
2 egg
200 ml jógúrt, hrein
Um 200 gr hveiti
½ tsk matarsódi
Salt á hnífsoddi
½ tsk vailluessens
50 gr smjör

Mjólkin hituð í potti, súkkulaði brotið í bita og sett út í.
Hrært þar til súkkulaðið er bráðið. Tekið af hitanum og látið kólna svolítið.

Egg og jógúrt þeytt saman og svo er súkkulaðiblöndunni þeytt saman við.
Hveiti, matarsódi, salti og vanilluessens hrært saman við og að lokum er smjörið brætt á pönnukökupönnu og blandað saman við soppuna.

Fremur litlar lummur bakaðar, 3-4 í senn, við meðalhita eða vægari.
Best er að baka þær á annarri hliðinni þar til loftbólur hafa myndast
og þær eru ekki lengur glansandi og þá er þeim snúið og þær bakaðar stutta stund á hinni hliðinni.

Borðaðar volgar eða kaldar með sykri eða þeyttum rjóma.


Kleinur

Áhorf: 787 | Umsagnir (0)

Kleinur

8 dl. hveiti 
1 dl. sykur 
75 gr. smjörlíki 
1 tsk. kardimommudropar 
1 egg 
2 – 2 ½ dl. mjólk 
1 tsk. lyftiduft 

Aðferð 
Blandið þurrefnunum saman á borði eða í skál, myljið smjörið útí með fingrunum,
blandið mjólk, eggjum og dropum saman og hrærið rólega út í þurrefnin, helst með höndunum.
Hnoðið deigið saman í vél eða höndum, forðist að hnoða of mikið því þá verða kleinurnar seigar.
Ég hnoða kleinur alltaf í höndunum. Látið deigið standa aðeins og þið finnið ef það þarf að hnoða meira hveiti upp í það,
þið verið að geta flatt það út. 
Fletjið deigið út, skerið í ræmur og því næst tígla, snúið upp á kleinurnar,
pikkið þær með gaffli og steikið í blöndu af jurtaolíu og palmín.
Leggið kleinurnar á pappír svo mesta fitan sogist af : ) Úr einfaldri uppskrift fást um 35 kleinur,
ég geri þrefalda og flet það út í svona fjórum hlutum það er erfitt að ráða við að hnoða í höndum mikið stærri uppskrift. Þessi uppskrift sendi hún Gerður Pétursdóttir og myndir með og þakka ég henni kærlega fyrir
 :) Gott að baka segir hún og taka með í útilegurnar.