Kleinur

Áhorf: 756 | Umsagnir (0)

Kleinur

8 dl. hveiti 
1 dl. sykur 
75 gr. smjörlíki 
1 tsk. kardimommudropar 
1 egg 
2 – 2 ½ dl. mjólk 
1 tsk. lyftiduft 

Aðferð 
Blandið þurrefnunum saman á borði eða í skál, myljið smjörið útí með fingrunum,
blandið mjólk, eggjum og dropum saman og hrærið rólega út í þurrefnin, helst með höndunum.
Hnoðið deigið saman í vél eða höndum, forðist að hnoða of mikið því þá verða kleinurnar seigar.
Ég hnoða kleinur alltaf í höndunum. Látið deigið standa aðeins og þið finnið ef það þarf að hnoða meira hveiti upp í það,
þið verið að geta flatt það út. 
Fletjið deigið út, skerið í ræmur og því næst tígla, snúið upp á kleinurnar,
pikkið þær með gaffli og steikið í blöndu af jurtaolíu og palmín.
Leggið kleinurnar á pappír svo mesta fitan sogist af : ) Úr einfaldri uppskrift fást um 35 kleinur,
ég geri þrefalda og flet það út í svona fjórum hlutum það er erfitt að ráða við að hnoða í höndum mikið stærri uppskrift. Þessi uppskrift sendi hún Gerður Pétursdóttir og myndir með og þakka ég henni kærlega fyrir
 :) Gott að baka segir hún og taka með í útilegurnar.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-09-16 03:03