Súkkulaðilummur

Áhorf: 388 | Umsagnir (0)

Súkkulaðilummur

200 ml mjólk
100 g suðusúkkulaði 
2 egg
200 ml jógúrt, hrein
Um 200 gr hveiti
½ tsk matarsódi
Salt á hnífsoddi
½ tsk vailluessens
50 gr smjör

Mjólkin hituð í potti, súkkulaði brotið í bita og sett út í.
Hrært þar til súkkulaðið er bráðið. Tekið af hitanum og látið kólna svolítið.

Egg og jógúrt þeytt saman og svo er súkkulaðiblöndunni þeytt saman við.
Hveiti, matarsódi, salti og vanilluessens hrært saman við og að lokum er smjörið brætt á pönnukökupönnu og blandað saman við soppuna.

Fremur litlar lummur bakaðar, 3-4 í senn, við meðalhita eða vægari.
Best er að baka þær á annarri hliðinni þar til loftbólur hafa myndast
og þær eru ekki lengur glansandi og þá er þeim snúið og þær bakaðar stutta stund á hinni hliðinni.

Borðaðar volgar eða kaldar með sykri eða þeyttum rjóma.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-09-16 02:28