Rúgbrauðs-uppskrift

Áhorf: 2554 | Umsagnir (0)

Rúgbrauðs-uppskrift


Mynd:Sigurlaug Gísladóttir

á miðnætti er deigið komið í fernur og á leiðinni í ofninn, þá passar að taka brauðið úr ofninum kl 9:00

460 g rúgmjöl
260 g heilhveiti
1 ltr. súrmjólk
400 g síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi


Mynd:Sigurlaug Gísladóttir

nýkomið úr ofninum.

Hita ofn í 100°c (ofnar eru misjafnir minn þarf að vera í 120°c)

Hræra öllu vel saman, smyrja 3 mjólkurfernur ég nota spreyolíu þá renna brauðin strax úr fernunum. Setjið deigið í fernurnar hafa þær hálffullar. Loka fernum og setja í ofninn, baka í 9 klst.

Uppskrifitin er úr Gestgjafanum 2008

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-09-16 02:27