Cheddar brauð

Áhorf: 220 | Umsagnir (0)

Cheddar brauð

375 g hveiti
3 sléttfullar tsk.lyftiduft
1 kúfuð tsk.salt
100 g cheddar ostur, rifinn gróft, má nota parmesan ef vill
1 egg
3 msk.jurtaolía
100 ml ab-mjólk (eða 250 ml nýmjólk í staðinn)
Smá rifinn parmesan-ostur
Eggjablanda til penslunar:
½ tsk.salt
1 egg
Örlítil mjólk

Hveiti, salti, lyftidufti, og rifnum osti er blandað saman í skál. Í aðra skál er blandað mjólk, ab-mjólk,
eggjum og olíu. Svo er þessu öllu blandað saman í skál og hrært laust með gaffli.
Bæði má gera bollur úr þessu eða brauð.
Galdurinn er að hafa deigið eins blautt og hægt er, því þá verður brauðið svo mjúkt.
Eftir að deigið er komið á plötuna er það penslað með eggjablöndunni og jafnvel smá parmesan stráð yfir.
Brauðið er bakað í 20-30 mínútur við 180°c.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:09