Magnað maísbrauð

Áhorf: 523 | Umsagnir (0)

Magnað maísbrauð

Í Suðurríkjum Bandaríkjanna er maísbrauð jafn ómissandi og flatkökur voru hér á landi á árum áður.
Eins og nafnið gefur til kynna er brauðið gert úr maísmjöli, en það er hægt að elda á ýmsan máta.
Oftast er það bakað í ofni eða steikt á pönnu, en sumir gufusjóða brauðið. Maísbrauð fer til dæmis vel með chili con carne,
tómatsúpum og jafnvel grillkjöti.
Sumir borða það sem eftirrétt, mulið út í súrmjólk, og aðrir eins og pönnukökur í morgunmat, með hlynsírópi eða hunangi og smjöri.

115 gr smjör
2/3 bolli hvítur sykur
2 egg
1 bolli súrmjólk
½ tsk matarsódi
1 bolli maísmjöl
1 bolli hveiti
½ tsk salt

Hitið ofninn i 175°c. Smyrjið ferningslaga bökunarform, ca 20x20 cm.
Bræðið smjörið í stórri steikarpönnu. Takið af hitanum og hrærið sykrinum saman við.
Bætið eggjum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Bætið matarsódanum út í súrmjólkina og hrærið þessu svo saman við blönduna í pönnunni.
Hrærið maísmjöli, hveiti og salti saman við þar til allt hefur blandast vel og lítið er um kekki.
Hellið deiginu yfir í bökunarform.

Bakið í um 30 til 40 mínútur, þar til tannstögull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:26