PartaPartar

Áhorf: 252 | Umsagnir (0)

PartaPartar

1,5 kg. hveiti
100 gr. sykur
140 gr. smjörlíki (bráðið)
6 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron - matarsóti
1 tsk. salt
1 l. súrmjólk

Aðferð: Hnoðið saman eða látið hrærivélina um það ef þið eigið eina öfluga og með stóra skál.
Deigið verður passlegt en þarf þó aðeins að hnoða upp á borðinu og fletja út og skera í parta.
Stærð eftir smekk en þó er betra að hafa þá ekki mjög stóra.
Gera nokkur göt með hjólinu svo að steikingin gangi betur.
Steikt eins og kleinur úr góðri feiti.
Rosalega gott nýbakað með smjöri.


Ömmusnúðar

Áhorf: 938 | Umsagnir (0)

Ömmusnúðar

250 g smjörlíki, 
130 g sykur, 
600 g hveiti, 
2 tsk lyftiduft, 
1 tsk hjartasalt, 
um 3 dl mjólk. 

Smjörlíki og sykur er hrært saman.
þurrefnin sett út í ásamt mjólkinni.
Hrært og síðan hnoðað, breytt út og kanilsykrinum stráð á.
(Má setja mjólk eða smá olíu undir, við notuðum olíu)
Rúllað í lengju og skorið niður.
Bakað við 180° þar til snúðarnir eru ljósbrúnir. Önnur uppskrift, aðeins öðruvísi :)
500 gr. hveiti
200 gr smjörlíki
200 gr sykur
2 tsk ger (venjuleg)
1 tsk hjartarsalt
2 egg
örl. mjólk
Hnoðað deig - flatt út - kanelsykri stráð yfir - rúllað upp. 


Lúxus pönnukökur

Áhorf: 205 | Umsagnir (0)

Lúxus pönnukökur

Yndislegur eftirréttur sem kemur munnvatninu af stað....
3 egg 
4 dl mjólk
4 dl hveiti
6 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
Smjör, til steikingar

Þeytið egg, mjólk, hveiti, kakó, sykur, salt og lyftiduft saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
Steikið pönnukökur við meðalháan hita.

Heit súkkulaðisósa:
1 dl kakó
1 dl sykur
1 dl vatn
1 tsk salt

Setjið allt saman í pott og hitið að suðu.
Hrærið í á meðan.
Setjið vanilluís á hverja pönnuköku,
brjótið hana saman og skreytið með jarðaberjum.
Hellið súkkulaðisósu yfir.


Spelt pönnukökur með súkkulaði

Áhorf: 338 | Umsagnir (0)

Spelt pönnukökur með súkkulaði

Fyrir 4-6

1 askja jarðarber, söxuð
½ askja bláber
3 msk appelsínusafi
1 msk fljótandi hunang
1 msk balsamedik
50 gr pekanhnetur

Pönnukökudeig:
2 egg 
200 gr spelt, fínmalað
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
½ l mjólk
50 gr smjör
½ tsk vanilludropar
100 gr dökkt súkkulaði, brætt

Setjið jarðarber og bláber í skál og helli appelsínusafa, hunangi og ediki yfir,
geymið í kæli á meðan pönnukökurnar eru bakaðar.
Þeytið egg í skál, sigtið spelt og setji saman við ásamt matarsóda og salti og hrærið í með sleif.
Hellið mjólk út í blönduna í litlum skömmtum og hrærið í á milli þar til engir kekkir eru eftir (ef kekkirnir fara ekki má sigta þá frá).
Bræðið smjör á pönnukökupönnu og hellið út í deigið ásamt vanilludropum og súkkulaði, blandið öllu vel saman.
Deigið á að vera þunnt og fljótandi. Bakið pönnukökur og reynið að hafa þær sem þynnstar.
Berið þær fram með ávöxtunum og sáldrið pekanhnetum yfir.
Einnig er gott að bera fram hreina jógúrt, ab-mjólk eða svolítinn rjóma með pönnukökunum.


Vínarbrauð og snúðar

Áhorf: 214 | Umsagnir (0)

Vínarbrauð og snúðar
frá Vilborgu Auðuns


Hnoðað deig: 

750 gr. hveiti 
300 gr. sykur 
250 gr. smjörlíki 
3 tsk. lyftiduft 
2 egg 
mjólk eftir þörfum 

Smjörlíki mulið saman við þurrefnin, mjólk og eggjum bætt í og hnoðað. Hægt að nota hnoðaran á hrærivélinni... (ég geri það sko) 
Flatt út til að gera snúða þá er smurt bræddu smjörlíki og kanelsykri yfir deigið og rúllað upp og skorið í hæfilega snúða. 
Til að gera vínarbrauð eru gerðar lengjur og sultu er smurt á og brotið upp á báða vegu og bakað í lengjum og skorið niður eftir bökun.
Fínt að setja rababarasultu og nóg vex af honum hér á íslandi. 


Bakað við 200° þangað til þau eru orðin gulbrún ;-)


Crépes pönnukökur.

Áhorf: 198 | Umsagnir (0)

Crépes pönnukökur. 

3 st egg 
2 ½ dl hveiti 
½ tsk vanillusykur 
3 msk matarolía 
smá salt 
mjólk eftir þörfum
 


Hráefnið er allt þeytt vel saman.
Lykilatriðið er að deigið sé frekar þunnt og fái að standa í sísskáp í svolítinn tíma áður en bakað er úr því,
en það má ekki vera of kalt samt við sjálfan baksturinn. 
Setja smá smjörklípu á pönnuna áður en fyrsta kakakan er bökuð. 

Tillaga að meðlæti: 
Heit hrísgrjón 
Skinka skorin í bita 
Paprika skorin í bita 
Sveppir skornir í sneiðar ( gott að nota eggjaskera) 
Blaðlaukur sorin í þunnar sneiðar 
Ostur 
Hvítlaukssósa eða sinnepsósa ( nota grískt jógúrt mikið í sósur því að það þolir vel hitun) 


Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsdóttur 


Lummur

Áhorf: 192 | Umsagnir (0)
Lummur 

1 egg 
2 ½ bolli hveiti 
4 msk sykur 
1 tsk salt 
½ - 1 tsk natron 
150 gr brætt smjörlíki 
3 sítrónudropar 

Þynna með mjólk og rúsínum eftir smekk 
Allt hrært saman frekar þunnt. 

Hversdagsvöfflur

Áhorf: 305 | Umsagnir (0)

Hversdagsvöfflur

2 ½ dl. vatn
2 dl. mjólk
¼ tsk. salt
3 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
125 gr. smjörlíki

Blandið saman mjólk og vatni.
Setjið lyftiduft og salt saman við hveitið.
Hrærið mjólkurblöndunni út.
Bræðið smjörið og hellið út í.

Vöfflurnar eru bestar nýbakaðar stökka og fínar 
með sultu og rjóma og svo má skreyta þær með 
því sem hugurinn girnist.
 

 

 


Vatnsdeigsbollur úr spelti

Áhorf: 187 | Umsagnir (0)

Vatnsdeigsbollur úr spelti 

2 dl. vatn
1 ½ msk.ólífuolía
100 gr. fínt spelt
2 stór egg

Sjóðið saman í potti, vatn og olíu.
Takið pottinn af hitanum og hrærið speltinu út í (hrærið kröftuglega).
Setjið pottinn aftur yfir hitann og hrærið deigið saman þar til það hefur fengið mjúka áferð.
Kælið pottinn með deiginu í (t.d. í vatnsbaði).
Hrærið eggin saman og bætið þeim smám saman út í kalt deigið og hrærið á meðan með handþeytara.
Hrærið deigið vel eftir að eggjunum hefur verið bætt útí.
Hitið ofninn í 200°.
Setjið bökunarpappír á plötu, búið til ca 9 bollur úr deiginu og bakið í miðjum ofni.
Opnið ekki ofnhurðina fyrstu 20 mín.

Bakist í 30 mín. við 200°


Vatnsdeigsbollur.

Áhorf: 902 | Umsagnir (0)

Vatnsdeigsbollur.

3 dl. vatn
150 gr. smjör
150 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
4 stk. egg

Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða og bætið svo hveitinu rólega út í þar til deigið er orðið sprungulaust.
Takið deigið af hitanum og látið kólna. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel saman við þar til deigið er 
orðið þétt og slétt.
Mótið bollurnar og setjið á bökunarpappír á bökunarplötunni með sprautupoka eða skeiðum.
Bakið við 200 °c í 15-20 mínútur 
Opnið ekki ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Látið bollurnar kólna áður en þær eru skreyttar með súkkulaðinu,
skerið þær svo í tvennt og fyllið með sultu, rjóma eða öðru spennandi.

Fylling
4 dl. rjómi
1 tsk. vanillusykur

Súkkulaðisósa
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl rjómi