Smáskonsur

Áhorf: 179 | Umsagnir (0)

Smáskonsur

12-14 stk.
2 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
100 gr smjör
¾ - 1 bolli mjólk

Hitið ofninn í 225°c. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. 
Myljið smjörið við og vætið í með mjólk þar til deigið verður meðfærilegt.
Fletjið deigið út á hveitistráðu borði, í 1 ½ - 2 cm þykka köku.
Skerið deigið í 5 cm hringi. Raðið á plötu klædda bökunarpappír.
Bakið í 8-12 mín. Gott er að bæta t.d. rúsínum, kúrennum eða söxuðum döðlum saman við þurrefnin.


Vatndeigsbollur c.a 20 stk

Áhorf: 466 | Umsagnir (0)

Vatndeigsbollur c.a 20 stk


Hef gert þessa uppskrift síðan ég byrjaði að búa og hún klikkar aldrei...

4 dl vatn
160 g smjörlíki
200 g Kornax hveiti
5 stk egg
1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið vatn og smjörlíki saman í potti að suðu (gott að bræða smjörlíkið örlítið áður en vatnið er sett út í) bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  2. Hrærið  með sleif þar til deigið verður slétt og fellt
  3. Blandan er sett í hrærivélaskál og hrærð með þeytara þar til hún  kólnar að mestu.
  4. Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel í  á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  5. Þetta er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu)  með t.d. matskeið. Gott að hafa gott bil á milli.
  6. Þetta er síðan bakað við 200°C í 25 mín við blástur og 200° í 25-30 mín við yfir og undirhita. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.

Gangi ykkur vel,
Sigrún


Hrökkbrauðið Hrjúfa

Áhorf: 193 | Umsagnir (0)

Hrökkbrauðið Hrjúfa

1 dl sólblómafræ

1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 ½ dl spelthveiti
1 ¼ dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað
(linur massi). Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og helminginn af deiginu á pappírinn,
setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukefli. Helmingurinn af deiginu passa ca.
Á eina bökunarplötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu.
Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er.
Gott að strá t.d. Maldon salti, kryddi eða osti á til tilbreytingar.
Kúmen er líka mjög gott og setja t.d papaya bita út í


Bakist í 10-15 mín við 200 gráður eða þar til hrökkbrauðið er stökkt.
Geymið hrökkbrauðið í loftþéttu boxi til að það verði ekki seigt.

PS: mjög gott að skera deigið með pitsuskera


Bananabrauð Helgu Sig

Áhorf: 581 | Umsagnir (0)

Bananabrauð Helgu Sig2.egg
1 ½ bolli púðursykur
þeytt saman

2.bollar hveiti
½ bolli mjólk
2-3 bananar
2.tsk natron
Blandað saman með sleif
Bakað í 1 klukkustund á 180 gráðum.Hér kemur ein frá henni Helgu, takk Helga fyrir þetta


Nammi döðlubrauð

Áhorf: 4495 | Umsagnir (0)

Nammi döðlubrauð1 bolli púðursykur, 
1 1/2 bolli hveiti, 
1 msk brætt smjörlíki, 
2 bollar af söxuðum döðlum, 
1/2 bolli saxaðar hnetur eða möndlur, 
1 bolli af sjóðandi heitu vatni, 
1 tsk natrón 
og 2 egg.

Allt sett í skál og hrært saman í hrærivél í ca 4-5 mínútur.
Bakað í kökuformi við 200°c í um það bil 40 mínútur.
Skorið niður og borið fram heitt með smjöri.

Fljótlegt og gott


Rúgbrauð

Áhorf: 181 | Umsagnir (0)

Rúgbrauð

2 b. hveiti 
2 b heilhveiti
2 b rúgmjöl
2 tsk lyftiduft
2 tsk natron
2-3 tsk salt
4 b súrmjólk eða AB-mjólk

Allt sett saman í skál og hrægt.
Klæðið Mackintondós með álpappír. Setjið deigið í dósina og lokið yfir.
Bakið við 165-175 °C í 4 klst

Sigrún Sigmars


Kryddbrauð.

Áhorf: 641 | Umsagnir (1)
Kryddbrauð.
 

3 dl hveiti
3 dl sykur
3 dl haframjöl
2 ½ dl mjólk
½ tsk negull
½ tsk engifer
1 tsk kanill
2 tsk matarsódi.

Blandið öllu saman og bakið í jólakökuformi v/ 180-200°c í 50-60 mín. Best volgt með smjöri.

Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsdóttur

Bananabrauð

Áhorf: 541 | Umsagnir (1)

Bananabrauð 


2 bananar (aldraðir) 
1 bolli hrásykur (eða strásykur) 
2 bollar hveiti (nota oftast spelt og hveiti til helminga) 
1 tsk lyftiduft 
1 tsk matarsódi 

Hræra bananana vel, bæta svo öllu hinu í.
Passar í 1 venjulegt formkökumót.
Sett í 180 heitan ofn í rúman hálftíma (eða þar til þú stingur prjóni í og dregur hann hreinan úr).
Tilvalið að skella í nokkur svona þegar matarbananar eru á afslætti í búðum.

Geyma svo bara í frysti. 


Bananabrauð með kanil og hnetum

Áhorf: 371 | Umsagnir (0)

Bananabrauð með kanil og hnetum 

100 g mjúkt smjör 
175 g hunang 
2 egg 
2 bananar 
1/2 tsk kanill 
225 g hveiti 
50 g valhnetur 
50 g brasilíuhnetur 

Smjör,hunang, egg, bananar, kanil og hveiti hrært saman. Hnetunum bætt úti og hrært saman.
Helt í smurt bökunarform og bakað í 35-40 mínútur v/180°C.
Kælt í forminu í 10 mínútur áður en það er borið fram


Bananarúsínubrauð

Áhorf: 179 | Umsagnir (0)

Bananarúsínubrauð 

225 g hveiti 
1 1/2 tsk lyftiduft 
1 tsk kanill 
örlítið salt 
150 gpúðursykur 
2 stappaðir bananar 
75 g brætt smörlíki 
100 g rúsínur 
2 egg slegin í sundur 

Blandið öllu saman og hrærið vel, sett í tvö smurð form og bakað v/ 180°C í 50-60 mínútur