Magnað maísbrauð

Áhorf: 523 | Umsagnir (0)

Magnað maísbrauð

Í Suðurríkjum Bandaríkjanna er maísbrauð jafn ómissandi og flatkökur voru hér á landi á árum áður.
Eins og nafnið gefur til kynna er brauðið gert úr maísmjöli, en það er hægt að elda á ýmsan máta.
Oftast er það bakað í ofni eða steikt á pönnu, en sumir gufusjóða brauðið. Maísbrauð fer til dæmis vel með chili con carne,
tómatsúpum og jafnvel grillkjöti.
Sumir borða það sem eftirrétt, mulið út í súrmjólk, og aðrir eins og pönnukökur í morgunmat, með hlynsírópi eða hunangi og smjöri.

115 gr smjör
2/3 bolli hvítur sykur
2 egg
1 bolli súrmjólk
½ tsk matarsódi
1 bolli maísmjöl
1 bolli hveiti
½ tsk salt

Hitið ofninn i 175°c. Smyrjið ferningslaga bökunarform, ca 20x20 cm.
Bræðið smjörið í stórri steikarpönnu. Takið af hitanum og hrærið sykrinum saman við.
Bætið eggjum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Bætið matarsódanum út í súrmjólkina og hrærið þessu svo saman við blönduna í pönnunni.
Hrærið maísmjöli, hveiti og salti saman við þar til allt hefur blandast vel og lítið er um kekki.
Hellið deiginu yfir í bökunarform.

Bakið í um 30 til 40 mínútur, þar til tannstögull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út.


Speltbrauð

Áhorf: 198 | Umsagnir (0)

Speltbrauð

250 gr gróft speltmjöl
250 gr fínt speltmjöl
½ tsk salt
1 msk steyttar kardimommur eða kúmen
1 msk hunang
3 ½ dl AB-mjólk
2 tsk vínsteinsedik
1 -1 ½ dl þurrkuð trönuber

Blandið þurrefnunum saman og hnoðið í hrærivél.
Hellið ab mjólk út í.
Hellið mjólk út í.
Bakið í 50 mínútur við 180°c.
Gott er að setja álpappír yfir í lokin ef brauðið er orðið dökkt.


Cheddar brauð

Áhorf: 220 | Umsagnir (0)

Cheddar brauð

375 g hveiti
3 sléttfullar tsk.lyftiduft
1 kúfuð tsk.salt
100 g cheddar ostur, rifinn gróft, má nota parmesan ef vill
1 egg
3 msk.jurtaolía
100 ml ab-mjólk (eða 250 ml nýmjólk í staðinn)
Smá rifinn parmesan-ostur
Eggjablanda til penslunar:
½ tsk.salt
1 egg
Örlítil mjólk

Hveiti, salti, lyftidufti, og rifnum osti er blandað saman í skál. Í aðra skál er blandað mjólk, ab-mjólk,
eggjum og olíu. Svo er þessu öllu blandað saman í skál og hrært laust með gaffli.
Bæði má gera bollur úr þessu eða brauð.
Galdurinn er að hafa deigið eins blautt og hægt er, því þá verður brauðið svo mjúkt.
Eftir að deigið er komið á plötuna er það penslað með eggjablöndunni og jafnvel smá parmesan stráð yfir.
Brauðið er bakað í 20-30 mínútur við 180°c.


MUSLIBRAUÐ

Áhorf: 203 | Umsagnir (0)

MUSLIBRAUÐ

2 bollar gróft spelt
2 bollar fínt spelt eða 4 fint
1 bolli musli Organnic fruit muesli er mjög gott
1 mastk hrásykur
2matsk vínsteinslyftiduft
1tesk salt
1 1/2 bolli sojamjólk
ca 1bolli vatn
Öllu hrært saman í höndum ekki of mikið
190°¨C á blæstri í ca 40mín

Kveðja Lilja Dóra

þú baðst um uppskriftir fyrir ofmæmi hér kemur ein góð

 


Maltbrauð gott.

Áhorf: 325 | Umsagnir (0)

Maltbrauð gott. 

1 bréf þurrger 
7 dl. Rúgmjöl 
11 dl. Hveiti 
1. msk. Salt 
250 ml. Malt við stofuhita 
500 ml. súrmjólk 
1/2 dl. sýróp 

Öllu blandað saman og hnoðað. 
Látið hefast í 1. tíma ca. 
Hnoðað aftur og skipt í tvöbrauð og þau látin hefast í klukkutíma undir rökum klútt. 
Brauðið bakað í 50 mín við 175° 
Breiðið yfir brauðin meðan þau kólna 

verði ykkur að góðu


Heimagerð hamborgarabrauð

Áhorf: 848 | Umsagnir (0)

Heimagerð hamborgarabrauð

2 dl gróft spelt
2 ½ dl fínt spelt
1 msk vínsteinslyftiduft
½ tsk salt
1 ½ msk hunang
2 ½ dl sjóðandi vatn
1 msk sítrónusafi
2-3 msk sesamfræ

- Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál + hunang,
hellið vatni og sítrónusafa útí og hrærið þessu saman,
kúlið deigið með ískúluskeið á plötu  
bakað við 180°C í um 25 mín


Hollustubrauð Hjördísar

Áhorf: 558 | Umsagnir (0)

Hollustubrauð  Hjördísar

6 dsl Spelt hveiti
6 dsl Haframjöl
7-8 tsk lífrænt lyftiduft
1 msk hunang
1 msk soðið vatn
3-4 msk kúmen fræ
3-4 msk sólkjarna eða einhverskonar fræ (skiptir miklu máli að hafa nóg af fræum)
½ til ein ab mjólk ( eða þar til deigið orðið fast saman)

Sett í stórt jólakökuform
set olíu ofan á og ýti fræjum ofan á

bakað í 60-80 mín við 180 gráður

 


Hrökkbrauð

Áhorf: 185 | Umsagnir (0)

Hrökkbrauð

1 dl haframjöl
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1dl graskerafræ
3,5 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
2,5 tsk salt
2 dl vatn
1,25 dl olía

Aðferð:

1. Hrærið haframjöli og öllum fræjunum, hveiti,lyftidufti og salti saman í skál.
2. setið vatn og olíu saman við og hrærið vel saman - deigið ættið þá að vera klístrað
3. settu bökunarpappír á borð og settu helming af deiginu á pappírinn og settu svo bökunarpappír ofán á degið og flettu út.
4.settu degið á plötu og taktu efri pappírinn af.
5. gera svo sama við hinn hlutann af deiginu og skeð með pizzahníf í teninga..

Bakað í 12 til 15 mín við 175°C


Bollur eða Horn

Áhorf: 343 | Umsagnir (0)

Bollur eða Horn

150 grömm smjörlíki
3 dl. vatn
3 dl. léttmjólk
2 tsk. sykur
4 tsk. salt
2 bréf þurrger
1 kg. Hveiti (eða heilhveiti, spelt)
Rifinn ostur

1. Bræðið smjörlíki og hellið mjólk og vatni saman við.
2. Sykur, salt og þurrger sett útí, og síðan hveiti og ost
3. Hnoðið vel. Deigið er tilbúið þegar það hefur sleppt hendi (ég nota alltaf vél til að hnoða)
4. Látið lyfta sér í 45. mínútur
5. Mótið bollur *
6. Bakið í ofni við 200. gráður þangað til þær eru gullinbrúnar.

 *Líka mjög gott að skipta þessu niður í nokkra hluta og fletja hvern hluta í hring og skera niður í 8 parta
og setja skinkumyrju á breiða endann og rúlla upp í horn, pensla þetta svo með eggi hrærðu í mjólk og strá korni yfir,
sesamfræjum, kúmen, sólkjarnafræjum, rifnum osti eða hverju sem er, þett er bakað á 200 gráðum þangað til það er orðið gullinbrúnt


Kúmenbrauð... besta brauð í heimi...

Áhorf: 560 | Umsagnir (0)

Kúmenbrauð... besta brauð í heimi...

  
1 kg hveiti
8 tsk lyftuduft
1/2 L AB-mjólk
1/2 L af létt mjólk
1/2 msk salt
2 egg
1/2 bolli sykur
Kúmen eftir smekk

Allt sett í hrærivél og blandað saman...
Deigið á að vera blautt og klístrað....
Sett í jólakökuform en í uppskriftinni er 2-3 brauð...

verði ykkur að góðu
Sigrún