Speltklattar með reyktum silungi.

Áhorf: 269 | Umsagnir (0)

Speltklattar með reyktum silungi.

5 bollar spelt
1 tsk.salt
1msk.agave siróp
3 egg
1 bolli sólkjarnafræ
1 bolli undarenna

Blandið öllu saman og steikið á pönnu í klöttum.
Smyrjið og skerið reyktan silung ofan á eða hvað sem er.


Orkuskonsur

Áhorf: 170 | Umsagnir (0)

Orkuskonsur


Hráefni: 
2 dl byggmjöl
2 dl soðið Bankabygg
2 dl heilhveiti eða spelt
3 msk hveitiklíð
3 msk sólblómafræ
3 msk sesamfræ
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 msk hunang
4 msk kornolía
3 egg
4 dl súr­mjólk eða ab-mjólk

Aðferð: 
Blandið öllu saman og hrærið.
Smyrjið deiginu fremur þykkt yfir pönnuköku­pönnu. 
Bakið við lítinn eða meðalhita.
Látið skons­una þorna að ofan áður en henni er snúið við. 
Setjið örlítið af olíu á pönnuna ef skonsurnar vilja festast.
Það fást u.þ.b. 6 skonsur úr upp­skrift­inni.

Birt með fullu leyfi frá Eygló hjá Móður Jörð


Byggbrauð / byggbollur með lyftidufti

Áhorf: 189 | Umsagnir (0)

Byggbrauð / byggbollur með lyftidufti

Hráefni:
2 dl byggmjöl
2 dl soðið Bankabygg
2 dl heilhveiti
2 dl hveiti
1/2 dl hveiti­klíð
2 msk lyfti­duft
3 1/2 dl mjólk
1 msk sólblómafræ
1 msk hörfræ
1 msk sesamfræ
1 tsk kúmen
1/2 lúka fjallagrös
1/2 dl rúsínur

 Aðferð:
Blandið öllu saman í skál, hrærið og hnoðið deigið létt.
Bætið mjöli saman við ef þarf en gæt­ið þess að deigið verði ekki þurrt. 
Byggbrauð: Látið deigið í brauðform, stærð 22x8 cm, og bakið neðarlega í ofni við 200°C í 45 mín.

Byggbollur: Skiptið deiginu í 16 parta.
Mótið bollurnar og penslið þær með mjólk eða eggi. 
Bakaðar í miðjum ofni við 225°C í 15-18 mín.

Birt með fullu leyfi Eygló frá Móður Jörð


Indverskt Naan-brauð úr byggmjöli

Áhorf: 285 | Umsagnir (0)

Indverskt Naan-brauð úr byggmjöli

Hráefni:
200 gr byggmjöl
250 gr hveiti
1 dós hrein jógúrt
1 msk hrásykur
1/2 msk salt
2 msk sesamfræ og 50 gr þurrger (eða 5 tsk lyftiduft, t.d. vínsteins­lyftidyft sem fæst í heilsubúðum)

Aðferð:
Leysið þurrgerið upp í 1 dl af vatni.
Hrærið öllu hráefninu saman. Hnoðið deigið og rúllið því í lengju og skerið í 2 cm þykkar sneiðar.
Fletjið í 1/2 cm þykkar sneiðar og steikið á pönnu eins og klatta.
Berið fram með íslensku smjöri.

Birt með fullu leyfi Eygló frá Móður Jörð