Ávaxtasalat í appelsínuskál

Áhorf: 296 | Umsagnir (0)

Bakað ávaxtasalat í appelsínu

4 appelsínur
4 ananas hringir
2 bananar
2 perur
safinn frá ananasinum 
smá safi úr sítrónu ef vill
Hrásykur, smá ef vill
3-4 msk Nalewka Babuni  líkjör - quince (nektarínu)
4 eggjahvítur
2 msk sykur eða notið vanillusykur ef þið viljið frekar

Helmingið appelsínurnar og takið innan úr þeim og skerið í bita. 
Skerið alla ávextina í hæfilega bita og hellið safanum yfir þá.
Hellið svo likjörnum saman við og fyllið síðan appelsínurnar.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum saman við og 
setjið svo yfir hverja appelsínu fyrir sig.

Bakið í ofni (eða grillið) í smá stund, eða þar til eggjahvítan er orðin gullinbrún.

Gott að bera fram með góðu kaffi og likjör frá Nalewka Babuni  líkjör - quince (nektarínu)


Grillaður ananas með grískri jógúrt

Áhorf: 597 | Umsagnir (0)

Grillaður ananas með grískri jógúrt

Ferskur ananas
Prins Póló
Kókosflögur
Grísk jógúrt
Síróp
Karamellusósa


Skerið ananasinn í sneiðar (ekki of þykkar)
Setjið hann á álpakka/álpappír
Stráið yfir hann kókosflögum og niðurskornu prins póló

Smellið honum á grillið í ca 15 mínútur eða þar til hann er vel mjúkur
Berið hann fram með grískri jógúrt og setjið ofaná smá síróp og karamellusósu.

Verði ykkur að góðu.

Þeir sem vilja fá sér góðan og sólríkan kokteil með geta smellt á þessa uppskrift hér


Grillaður Pipp banani

Áhorf: 824 | Umsagnir (0)

Grillaður Pipp banani

4 stk vel þroskaðir bananar
4 stk Pipp súkkulaði

Aðferð:
Skerið í bananana og troðið Pippinu í rifuna og grillið í hýðinu eða setjið álpappír.
Skiptir engu máli hvaða Pipp tegund, notið bara uppáhalds.

Grillið í u.þ.b. 7-10 mín. Mjög einfaldur og góður eftirréttur sem klikkar aldrei. 
Gott að bera fram með t.d. vanilluís.

Uppskrift úr Nóatúnsblaði


Bökuð epli, eftirréttur Dísu vinkonu

Áhorf: 523 | Umsagnir (0)

Bökuð epli, eftirréttur Dísu vinkonu

Epli
Marsipan
Möndluspírur
Rúsínur

Skerið hausinn af eplinu og geymið
Hreinsið innan úr eplinu smá gat
Hrærið saman eplum og öðru og setjið ofnaí, stráið kanil yfir og setjið smá smjörklípu yfir
Setjið aftur hausinn ofan á (hattinn)

Bakið í ofni í 10-15 mín

Borið fram með heitri Vanillusósu


Créme brulée

Áhorf: 382 | Umsagnir (0)

Créme brulée
Fyrir 6

Hráefni:
4 eggjarauður
100 gr sykur
250 ml mjólk
250 rjómi
1 skafin vanillustöng eða 2 msk af vanilludropum
Hrásykur

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman með 1 msk af vanilludropum.
Mjólkin og rjómi hitað að suðu og restin af vanilludropunum eða stönginni er svo sett út í.
Rjómablandan sett mjög varlega útí eggjablönduna og hrært varlega saman.
Sett í souffléskálar (eða önnur eldföst mót). Formin sett í vatnsbað og bakað við 110°c í 45 mínútur og svo kælt í eina klukkustund.
Hrásykri stráð yfir hverja skál og sett undir grill eða sykurinn brenndur með gasbrennara. 

Vatnsbað þýðir: ofnskúffa með vatni í.


Grillaður ananas með kókoshjúp

Áhorf: 464 | Umsagnir (0)

Grillaður ananas með kókoshjúp

Djúsí eftirréttur á grillið, fyrir 4 

2 msk hunang 
2 msk romm eða appelsínusafi 
1 tsk sítrónusafi 
4 ferskar ananssneiðar 
3 dl kókosmjöl 

Hitið hunangið aðeins til að það verði þynnra.
Blandið rommi og sítrónusafa út í.
Penslið ananassneiðarnar með vökvanum og látið liggja í 10-15 mín.
Veltið ananasnum upp úr kókosmjölinu og pressið vel á.
Grillið þar til kókosmjölið er orðið fallega gullið.

Berið fram með sýrðum rjóma bragðbættum með vanillu og smávegis af sykri. 


Súkkulaði eplapæ

Áhorf: 4268 | Umsagnir (0)

Súkkulaði eplapæ

150 gr sykur
150 gr hveiti
150 gr smjörlíki

4-5 stk epli
200 gr súkkulaði
Kanelsykur
Salthnetur
Súkkulaðirúsínur 

Afhýðið eplin og látið í eldfast mót. 
Stráið kanelsykri, grófsöxuðu súkkulaði og rúsínum yfir.

Deig:

Hnoðið öllu saman og myljið yfir eplin. 
Stráið hnetum yfir. 
Bakað í 30-40 mín við 180° . 
Borið fram með rjóma eða ís. 


Uppskrift frá Erlu


Grilluð epli með sætri fyllingu

Áhorf: 447 | Umsagnir (0)

Grilluð epli með sætri fyllingu
Fyrir 4-6

Frábær grillaður eftirréttur
100 gr marsípanhrámassi
2 msk sykur eða hrásykur
1-2 sítrónubörkur
1 msk sítrónusafi 
30 gr saxaðar möndlur
6 litil konfektepli

Rifið hrámassa á rifjárni og setjið í skál. Blandið sykri, sítrónuberki, safa og möndlum saman við.
Skerið ofan af eplum og fjarlægið kjarna. Skiptið fyllingunni á milli eplanna.
Raðið eplunum í ofnfast fat eða á grillbakka og þekið með álpappír. Bakið á grilli í 15 mín.
Fjarlægið álpappírinn og bakið áfram í 10 mín.

Berið fram með vanilluís.


Rabarbara créme brulée

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Rabarbara créme brulée 

Eftirréttur fyrir 6 
250 gr rabarbari 
4-6 msk sykur 
6 dl rjómi eða rjómabland 
½-3/4 dl sykur 
1 vanillustöng 
7 eggjarauður 
3 msk sykur 

Hitið ofninn í 160°c. Sjóðið rabarbara í sykri við vægan hita í 5 mín.
Skiptið rabarbaranum á milli 6 ofnfastra skála. Setjið rjóma og sykur í pott.
Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið innan úr henni út í rjómann.
Hitið að suðu og látið síðan standa undir loki í 10 mín. Þeytið eggjarauður saman og hellið rjómanum út í.
Hellið blöndunni ofan á rabarbarann. Setjið formin í ofnskúffu svo að vatnið nái upp að formunumm til hálfs. B
akið í 25-30 mín. Kælið. Gerið sykurhúðina á búðinginn rétt áður en bera á fram.
Stráið ½ msk af sykri ofan á hverja skál og bræðið undir vel heitu grilli eða með gasbrennara þar til sykurinn er orðinn gullin. 


Gott er að eiga frosin rabarbara.


Grillaðir bananar

Áhorf: 618 | Umsagnir (0)
Grillaðir bananar

Hér kemur grillaður banani öðruvísi en vanalega.
Ca 1 banani á mann, aukið þá magn eftir fjölda.

1 banani 
1 msk brætt smjör
1 klípa kanill
1 klípa múskat
1 klípa cayenne-pipar
1 klípa sjávarsalt

Bræðið smjörið. Skerið banana langsum og afhýðið. Penslið smjöri á flötu hliðinni og grillið í um eina mín, penslið hina hliðina á meðan með smjöri.
Snúið og berið aftur smjör og berið aftur smjör á flötu hliðina. Stráið kanil og múskati yfir, ásamt dálitlu af sjávarsalti og cayenne-pipar eftir smekk.
Grillið þar til bananinn er heitur í gegn.

Berið fram með ís. Þeir sem hætta á það geta einnig flamberað bananann í rommi.