"Skyrterta í krús a la carte Auður"

Áhorf: 2459 | Umsagnir (0)

"Skyrterta í krús a la carte Auður"

Aðveldara getur það ekki verið, sá þessa á snjáldrinu og fátt eitt er skemmtilegra
en hugmyndaflug fólk í framsetningu og þessi finnst mér ansi skemmtileg.

Homeblest kex mulið í botninn .
1/2 lítra af þeyttum rjóma
stór dolla af vanillu KEA skyri blandað saman og sett ofan á kexið.
kirsuberjasósa sett ofaná  en Auður sleppti sósunni og setti bláber í staðinn.Uppskrift frá Auði Sveinbjörnsdóttir


Gunnu skyrréttur

Áhorf: 798 | Umsagnir (0)

Gunnu skyrréttur

Þennan girnilega skyrrétt sendi hún Guðrún mér, kærar þakkir :)

1 stór dós vanilluskyr (má vera annað bragð)
1/4 þeyttur rjómi
vínber
jarðarber
4-6 mars

Hrærið skyrið smá og setjið þeyttan rjóman saman við varlega, brytjið súkkulaðið í litla bita, skerið jarðarberin og vínberin til helminga og setjið allt saman við og hrærið varlega með sleif svo að allt blandist vel saman. Ein askja og slatti af vínberjum segir hún og að grænu séu betri í þennan rétt.

Kælið í smá stund í ísskáp og berið fram kalt.

Kveðja frá Gunnu


Frönsk súkkulaði kaka

Áhorf: 823 | Umsagnir (0)

Frönsk súkkulaði kaka 
frá Sigrúnu Sigmars* 200 gr smjör.
* 200 gr suðusúkkulaði.
* 4 egg.
* 3 dl sykur.
* 1 dl hveiti.
* 100 gr herslihnetur hakkaðar.

Kremið

* Matreiðslurjómi.
* 2 stk. Mars súkkulaði.
* 1 plata af suðusúkkulaði.

Matreiðsla

1. Smjör og suðusúkkulaði sett í örbylgjuofn og síðan kælt.
2. Eggjunum og sykrinum er þeytt vel saman og síðan er blöndunni af smjörinu og suðusúkkulaðinu bætt út í. 
3. Loks er hveitinu og herslihnetunum bætt smátt og smátt út í.
4. Fatið er smurt smjöri og hveiti og er kakan síðan bökuð við 180°C í 30-35 mín.

Kremið

* Kremið er brætt og hrært saman líkt og íssósa.
* Þegar kakan er fullbökuð er kreimið sett á kökuna á meðan hún er enn heit. Gott er að leyfa kökuni að sjúga dálítið af kreminu í sig.

Gott að bera kökuna fram með ís og jarðaberjum.


Epla-Samloka

Áhorf: 1842 | Umsagnir (1)

Epla-Samloka

Epli
Hnetursmjör
Musli

Kjarninn tekinn innan úr eplinu og eplið flysjað og skorið í sneiðar.
Smyrjið létt með hnetusmjöri á eplasneið og stráðið síðan  musli yfir
og lokið svo með annari eplasneið.
        Ég notaði hnetusmjör og musli frá Sollu í Himneskt. 


Sveskjur með kremi

Áhorf: 353 | Umsagnir (0)

Gamall og góður eftirréttur....

Sveskjur með kremi

fyrir 6

150 gr sveskjur
2 ½ dl vatn
50 gr sykur
2 egg
Safi úr einni sítrónu
2 msk. Sykur
4 blöð matarlím
2 dl rjómi

Sveskjurnar soðnar með vatni og sykri þar til þær eru meyrar.
Steinarnir teknir úr sveskjunum ef einhverjar eru.
Sveskjunum er skipt jafnt í sex skálar.
Löguninn af sveskjunum er kældur (og á að vera um dl)

Rauðurnar eru hrærðar með 2 msk. Sykri
Matarlímið er lagt í bleyti, hvíturnar þeyttar
Matarlímið er brætt og sítrónu og sveskjusafanum bætt út í .
lögurinn er síðan settur út í rauðurnar og þegar það byrjar að stífna er hvítunum bætt út í.
Búðingurinn er breiddur yfir sveskjurnar í skálunum.

Skreytt með þeyttum rjóma og sveskjum sem hafa verið teknar frá.

fréttablaðið


Ostakaka Helenu

Áhorf: 530 | Umsagnir (0)

Ostakaka Helenu

Sigga Sif Sævarsdóttir Set hér inn yndislega fljótlega oskatköku, uppskriftina fékk ég frá vinkonu. 

250 gr makkarónuköku 
75 gr smjör 
300 gr rjómaostur 
200 gr flórsykur 
1/2l rjómi 
2 tsk vanillusykur 
krem: 
200 gr suðursúkkulaði 
1 msk olía eða rjómi( ég stal bara smá af 1/2l af rjómanum) 
1 ds sýrður rjómi 

Smjör brætt og makkarónurnar muldar út í . Sett í form eða eldfast mót.
Rjómaostur,flórsykur og vanillursykurinn þeytt vel saman.
Rjómin þeyttur síðan og allt hrært vel saman. Sett ofan á makkarónurnar og sett í frysti 


Súkkulaðið brætt í vatnsbaði,olía/rjómi og sýrður rjómi sett saman við .
Sett á botninn frosinn. Skreytt með ferskum berjum t.d jarðarberjum,bláberjum,vín
berjum.
Eða öðrum ferskum ávöxtum


Skyrterta

Áhorf: 440 | Umsagnir (0)

Skyrterta

Lu kanilkex
500 gr Kea Vanilluskyr
1 peli Rjómi
Kirsjuberjasósa

Þeyta rjóma. Bæta svo skyrinu varlega saman við rjómann.
Setjið Lu kexið mulið í botn á formi og hellið skyrblöndunni yfir kexið.
Skreytið með kirsjuberjasósu. Líka fallegt að setja nokkur bláber ofan á til skrauts.

Einföld og fljótleg terta.
Verði ykkur að góðu

 Frá Sigrúnu Sigmars


Ein djúsí Skyrtertu uppskrift

Áhorf: 388 | Umsagnir (0)

Ein djúsí Skyrtertu uppskrift

1 pakki kanilkex frá LU

Væn klípa af smöri
1-2 lítil dósir vanilluskyr. (Ég set alveg 250 g.Þ.e. hálfa stóra dós)
1 peli rjómi
1 dós kirsuberjasósa frá Den Gamle Fabrik. (Ég nota bláberjasultuna frá ST. DALFOUR. Miklu betra)... 
Mylja kexið og bæta bræddu smjörinu saman við. Setja í botninn.
Þeyta rjómann og blanda skyrinu saman við. Hella yfir botninn. 
Setja svo sultuna yfir.

Ég hef persónulega prófað allar tegundir af skyrinu og ég mæli með þeim öllum.
Einfaldara getur það varla verið.
Verði ykkur að góðu.


Tiramisú

Áhorf: 406 | Umsagnir (0)

Tiramisú

3 egg (aðskilin), 
50 gr. sykur, 
200 gr. marscapone-ostur, 
2 pakkar fingurkökur, 
2-3 bollar sterkt kaffi, 
kakóduft, 
líkjör (Grand Marnier eða Amaretto).

Eggjarauður og sykur er þeytt saman þar til það er ljóst og létt.
Osturinn hrærður saman við. Hvítur þeyttar og þeim blandað varlega saman við. 
Leggið kexfingurna í bleyti í kaffi-líkjörblöndunni andartak, einn í einu og raðið þeim í botn í djúpu fati.
Hellið helmingnum af eggjamassanum yfir, raðið svo kexfingrum yfir og hellið loks afganginum af eggjamassanum yfir og kælið svo.

Stráið síðan kakódufti eða súkkulaðispónum yfir til skrauts. Einnig má skreyta með þeyttum rjóma.

Súkkulaðifrómas

Áhorf: 898 | Umsagnir (0)

Súkkulaðifrómas

1 dós (5 dl) rjómaskyr m/súkkulaði og myntu
2 ½ dl. Rjómi
1/1 dós perur
3 msk. Sykur
5 blöð matarlím
Kattartungur og rjómi til skreytingar

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Látið safann drjúpa af perunum og skerið þær niður í bita.
Þeytið rjómann. Blandið saman sykri og skyri og þeytið vel.
Bræðið matarlímið yfir vatnsbaði og setjið það út í ásamt perunum.

Látið þetta stífna aðeins, hellið síðan í skál og skreytið með þeyttum rjóma, perubitum og kattartungum eða rifnu súkkulaði.