Laxarúllur með fyllingu

Áhorf: 722 | Umsagnir (0)

Laxarúllur með fyllingu
Fyrir 4-6

400 gr reyktur lax, skorinn í sneiðar
1 pakki pönnukökur eða heilhveitikökur
150 gr sýður rjómi, 10%
3 msk. Léttsmurostur
1 msk dill saxað
1 msk graslaukur, saxaður
1-2 msk safi úr límónu
½ tsk tabasco-sósa
Svartur pipar
Salt

Blandið sýrðum rjóm, osti, kryddjurtum, límónusafa og tabasco-sósu saman í skál og kryddið með salti og pipar.
Gott er að hita hveiti-eða pönnukökurnar örlítið áður en blandan er sett á því þá brotna þær síður þegar þeim er rúllað upp. 
Smyrjið svo blöndunni á kökurnar, setjið lax ofan á og rúllið upp.
Skerið kökurnar í bita og stingið tannstöngli í til að rúllan haldist saman.
Þeir sem hafa meiri tíma geta gert sitt eigiði pönnukökurdeig.

 

Berið fram kalt.


Reykt silungamús

Áhorf: 616 | Umsagnir (0)

Reykt silungamús
Fyrir 4-6

350 gr reyktur silungur
3 msk ferskt dill
2 msk steinselja
¼ rauðlaukur, gróft skorinn
170 gr létt-rjómaostur
½ Boursin hvítlauksostur
3 msk sýrður rjómi
1 msk sítrónusafi
Svartur pipar
2 agúrkur

Skerið silunginn í grófa bita.
Saxið kryddjurtir og setjið síðan öll hráefnin nema agúrkur í matvinnsluvél og maukið mjög vel.
Smakkið blönduna til og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Kælið blönduna. Setjið svo blönduna í rjómasprautu og skreytið á agúrkusneiðarnar eða kex.

Uppskrift úr gömlum Gestgjafa


Grilluð klaustursbleikja í límónu og engifer

Áhorf: 405 | Umsagnir (0)

Grilluð klaustursbleikja í límónu og engifer

Hráefni:
1.0 msk engifer
1.0 msk límónusafi
pipar
salt
3.0 msk ólífuolía
1.0 kg Klaustursbleikjuflök

Leiðbeiningar: 
Silungurinn er settur í mót og leginum er hellt yfir og látið standa í 30 mín.
Grillið er hitað upp á meðan og fiskurinn er grillaður við mikinn hita í 3-4 mín. á hvorri hlið.
Fyrst með roðhliðina upp. Kryddað með salti og pipar.
Rétturinn hentar vel með grilluðu grænmeti, kaldri hvítlaukssósu og salati.

Uppskrift frá Nóatúni...


Grillaður sinnepsgláður lax

Áhorf: 546 | Umsagnir (0)

Grillaður sinnepsgláður lax

Hráefni:
800.0 g lax
pipar
3.0 msk púðursykur
1.5 msk rauðvínsedik
2.0 msk sojasósa
2.0 msk Dijon sinnep

Leiðbeiningar: 
Grillið hitað. Laxinum skipt í fjögur álíka stór stykki og þau krydduð með dálitlum pipar og
síðan er púðursykri, sinnepi og sojasósu hrært saman í skál og laxinn penslaður með gljáanum.
Grillaður í 3-4 mínútur, penslaður aftur og snúið.
Laxinn grillaður þar til hann er eldaður í gegn en þá færður á fat.
Edikinu hrært saman við það sem eftir er af gljáanum og dreypt yfir laxinn.

Uppskrift frá Nóatúni.....


Nocoise-bleikjusalat

Áhorf: 606 | Umsagnir (0)
Nocoise-bleikjusalat

Hefðbundið nicoise-salat er með túnfiski og kartöflum en það er sumarlegra að nota nýveidda bleikju og pastað er skemmtileg tilbreyting.
Hægt er að útbúa allt sem á að fara í salatið með fyrirvara og blanda því svo saman um hálftíma áður en það er borið fram.


300 gr bleikjuflök (eða lax), roðflett og beinhreinsuð
Pipar og salt
1 msk olía
3-4 egg, harðsoðin
150 gr makkarónur eða annað pasta
100 gr strengjabaunir (frosnar)
12-16 ólífur, steinlausar, skornar í tvennt
½ rauð paprika, skorin í bita
3 tómatar, vel þroskaðir, skornir í bita
Væn lófafylli að salatblöðum, t.d. klettasalat
Salatsósa:
4 msk ólífuolía
Safi úr ½ sítrónu
1 tsk dijon-sinnep, helst grófkorna
1 tsk hrásykur eða hunang
Pipar og salt

Skerðu flökin í hæfilega bita, kryddaðu þau með pipar og salti og steiktu þau í olíunni í um 2 mínútur á hvorri hlið (lengur ef flökin er þykk).
Láttu þau kólna og losaðu þau svo í sundur í smærri bita.
Skerðu eggin í báta. Sjóddu pastað þar til það er rétt meyrt og baunirnar í um 5 mínútur eða eftir leiðbeiningum á umbúðunum.
Láttu allt kólna. Blandaðu pasta, baunum, ólífum, papriku, tómötum og salati saman í skál.
Hristu salatsósuna saman, helltu henni yfir salatið og blandaðu vel.
Blandaðu að lokum eggjabátum og bleikju gætilega saman við. 


Sykursöltuð bleikja á tvo vegu með lífrænu bankabyggi, blómkáli, pönnusteiktum humarhala, humarsósu og kryddjurtar-jógúrtsósu

Áhorf: 907 | Umsagnir (0)

Sykursöltuð bleikja á tvo vegu með lífrænu
bankabyggi, blómkáli, pönnusteiktum humarhala,
humarsósu og kryddjurtar-jógúrtsósu

Uppskriftin sem færði íslenska kokkalandsliðinu gull á HM 2010

Forréttur fyrir 4

Sykursöltuð bleikja


1 Flak bleikja
50 gr Púðusykur
50 gr Sjávarsalt

Bleikjuflakið er hreinsað og roðrifið, púðusykri og salti er blandað og flakið grafið í blöndunni í 40 mín.
Grafninginn er skoluð af flakinu, flakið er skorið í helming eftir endilöngu og það lagt saman og rúllað þétt í plastfilmu.
Rúllan er elduð í lággufuofni í 23 mín við 42°c (einnig hægt að elda í vatni við sama hitastig).

Bleikju “tartar”
50 gr sykursöltuð bleikja
50 gr blómkál
4 greinar Dill
20 gr Kapers
30 ml reykt repjuolía
1 stk shallotlaukur
1 msk sítrónusafi
Smá salt

Bleikjan er skorin í litla bita, blómkálið er rifið fínt á rifjárni og blandað saman við bleikjuna.
Dill, kapers og reykta olían er maukað saman í matvinnsluvél og blandað saman við bleikjuna.
Að lokum er laukurinn fínt saxaður og honum blandað saman við og tartarinn smakkaður til með sítrónusafanum og saltinu.

Blómkálstoppar 
60 gr blómkálstoppar
1 msk repjuolía
1 tsp. Sherry edik
1 stk graslaukur

Blómkálstopparnir er snyrtir og bakaðir létt með olíunni og salti, þegar topparnir eru mjúkir viðkomu þá er þeir kældir og kryddaðir með edikinu og fínt söxuðum graslauk.

Blómkálsmauk
 
30 gr blómkál
20 ml rjómi
20 ml mjólk
1 msk brúnað smjör
Salt

Blómkálið er soðið í rjómanum og mjólkinni þar til það er orðið mjúkt þá er það maukað í matvinsluvél og smakkað til með smjörinu og saltinu

Bankabygg
60 gr Bankabygg
150 ml kjúklinga soð
40 gr Agúrka
40 gr Græn epli
4 tsb Sýrður rjómi
2 gr fínt rifinn piparrót
3 greinar saxað dill
1 stk saxaður shallotlaukur
1 tsk Sherry edik
1 tsk sítrónusafi

Bankabyggið er soðið við vægan hita í 30 mín og það síðan kælt.
Agúrkan og eplið er skrælt, hreinsað og skorið í litla teninga.
Þegar bankabyggið er orðið kalt er agúrkuni, eplunum, dillinu,shallotlauknum og sýrðarjómanum
blandað saman við og það síðan kryddað til með piparrótinni, sherry edikinu og sítrónusafanum.

Kryddjurtar jógúrt dressing
25 gr Grískt jógúrt
10 gr Spínat
4 greinar steinselja
1 tsk Sherry edik
1 tsk sítrónuisafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur

Spínatið og steinseljan er blanseruð í sjóðandi vatni í 10 sek. Og það síðan snögg kælt í klakavatni.
Jógúrtin, spínatið og steinseljan er maukað saman í matvinsluvél og síðan kryddað með sherryedikinu, sítrónunni og saltinu.
Dressinginn er að lokum sígtuð í gegnum fínt sigti.

Humarsósa
1 stk shallotlaukur
100 ml hvítvín
4 stk skel af humrinum
1 L humarsoð
20 ml rjómi
1 msk smjör
Salt
2 msk sítrónusafi
1 stk hvítlauksgeiri

Laukurinn, hvítlaukurinn og humarskelin er er brúnaður í potti, hvítvíninu er bætt út í potinn og það soðið niður um helming,
þá er humarsoðinu bætt í potinn og það soðið niður við vægan hita í 1 klst.
Sósan er sigtuð og sett eftur í potinn ásamt rjómanum og soðinn í 20 mín til viðbótar.
Að lokum er smjörinu þeitt saman við sósuna með töfrasprota og sósan smökkuð til með sítrónusafanum og salti.

Pönnusteiktir humarhalar
4 stk humarhalar
Olía til steikingar
1 tsk hvítlauksolía
salt

Humarinn er pillaður úr skelinni og hann steiktur í olíunni. Humarinn er síðan kryddaður með hvítlauksolíunni og salti.

Kryddjurtarsalat
2 greinar Dill
2 stk graslaukur
2 greinar kerfill
4 stk Afilla baunaspírur
repjuolía
Salt

Kryddjurtinar skolaðar og pillaðar frá stilknum, að undanskildnum graslauknum sem er fínt saxaður.
Kryddjurtunum er blandað saman og þær kryddaðar meðsalti og smá olíu.

Söl duft
20 gr íslensk söl
Sölin eru þurkuð í ofni í 30 mín við 150°c og þær síðan muldar í kaffikvörn

Þurrkað rúgbrauð
20 gr rúgbrauð
repjuolía
Salt

Rúgbrauðið er rifið fínt í rifjárni og það blandað með smá olíu og salti. Brauðið er þurkað í ofni í 15 mín við 150°c.

Þegar undirbúningnum er lokið er bleikjunni skipt í fjóra jafn stóra skamta,
bygginu er þjappað í ferning sem skiptir disknum nokkurnveginn í tvent og bleikjan lögð ofan á byggið.
Bleikjutartarnum er þjappað í form hægra meginn við byggið og blómkálstoppurinn setur ofan á tartarinn.
Fyrir framan tartarinn kemur lítill vöndur af kryddsalati ásamt dressingunni og top af blómkálsmaukinu.
Vinstrameginn við byggið kemursvo humarinn og humarsósan sem er þeitt með töfrasprota þar til hún freiðir fallega.
Að lokum er þurkaða rúgbrauðinu stráð yfir bleikjuna ogsölduftinu stráð yfir kryddsalatið og blómkálsmaukið.

Birt með fullu leyfi Eygló frá Móður Jörð


Tælenskar fiskibollur

Áhorf: 718 | Umsagnir (0)

Tælenskar fiskibollur
Fyrir 4-6 

1 stilkur sítrónugras, sneiddur eða börkur af 1 límónu 
4 cm bútur af engiferrót, sneiddur 
2 hvítlauksgeirar 
1 msk. Kaffir límónulauf, fást í Asían, eða 2 lárviðarlauf 
5 msk. Ferskt kóríander, saxað 
1 ferskt rautt chili-aldin 
800 gr roð-og beinlaus fiskur í stórum bitum eða fiskihakk 
1 tsk salt 
80 gr kókosmjöl 
3-4 msk.olía 

Setjið sítrónugras, engifer, hvítlauk, límónulauf, ferskt kóríander og chili í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Bætið fiski og salti út í og maukið vel saman.
Bætið kókosmjöli út í og blandið vel saman, passið samt að ofhræra ekki.
Formið bollur og hafið þær aðeins flatar.
Steikið í heitri olíu. 

Sósa: 
1 msk. Sesamfræ ristuð á þurri pönnu 
2 msk sesamolía 
2 msk. Límónsafi 
2 msk. Tamari-sojasósa 
1 msk. Hunang 
½ rautt chili aldin smátt saxað 

Blandið öllu saman og beri fram með bollunum. Gott er að bera núðlur fram með.


Ýsuflök með indveskum hætti

Áhorf: 396 | Umsagnir (0)

Ýsuflök með indveskum hætti ( nota þorsk, lúðu og annan fisk líka)

800 gr ýsa

2 dl hveiti
1 dl mjólk
1 tsk karrí
1/ tsk timían
1 st egg
2 msk kókosmjöl
Salt
Pipar.

Hveitið, mjólkin, eggið, kryddið og kókosmjölið er hrært saman í þunnt deig.
Fiskurinn skorinn í hæfilega stóra bita og settur út í deigið og látinn liggja þar sma stund.
Síðan er hann steiktur á pönnu.

Borinn fram með karrísósu og hrísgrjónum.


Marókóskur lax bakaður í ofni

Áhorf: 596 | Umsagnir (0)

Marókóskur lax bakaður í ofni
Aðalréttur fyrir 4


Hráefni:
1 kg lax roðlaus/beinlaus
1 hvítlauksgeiri
1 msk olía
1 msk engifer
1 msk kóríander
3 msk Moroccan rub Nomu
2 appelsínur
2 límóna
3 msk pistasíuhnetur
Salt og pipar

Skerið laxinn í meðalstóra bita (4 x 4 cm) pressið hvítlaukinn í olíuna og setjið laxinn saman við. Engifer og kóríander saxað og stráð yfir fiskinn ásamt Moroccan rub og pistasíuhnetunum,
setjið í eldfast mót.
Saltið og piprið.
Skerið appelsínunar og límónurnar í sneiðar og leggið í fatið kringum fiskinn.
Bakið við 200°c í um 10-12 mínútur.

Tilögur að meðlæti.
Til dæmis kúskús eða pönnusteikt grænmeti.

Leita á vefnum