Grænmetis & Baunaréttir


Egg í holu!

Áhorf: 968 | Umsagnir (0)

Egg í holu!

Þegar mér var sagt að borða 1.egg á dag þá var ekki alltaf áhugavert að borða það harðsoðið eða linsoðið svo ég fann upp hinar ýmsu aðferðir til að hafa smá tilbreytingu dag frá degi svo að einn daginn prufaði að steikja egg í papriku og var það bara ljómandi gott.

1 egg
1 paprika
Smá salt og pipar ef vill

Skerið niður paprikuna svo að hún sé í hring, setjið hana á pönnu með smá olíu og setjið eggið ofan í paprikuna og steikið í smá stund á báðum hliðum!Njótið & Deilið að vild!


Hollustusnakk

Áhorf: 1200 | Umsagnir (0)

Hollustusnakk

Ég var í stökustu vandræðum á köflum hvað ég ætti að fá mér á milli mála eða jafnvel sem máltíð
þegar ég var í svona smá átaki að taka út hveiti, sykur ofl svo ég reyndi að finna mér eitthvað sem
mér þótti gott og setti saman í samlokur, þetta var útkoman!Epli
Mexico ostur
Kjúklingaskinka 1 % fita

Skerið eplið í sneiðar, smellið á milli kjúklingaskinku og ostabita. hin nýja ljúfenga samloka.Gúrka
Mexico ostur
Kjúklingaskinka 1 % fita

Skerið gúrkuna í sneiðar, setjið á milli kjúklingaskinku og ostabita, bara snilld og ljúfengt líka.


Zuzzíni (kúrbítur) bakaður með parmasian, blaðauk & tómötum

Áhorf: 489 | Umsagnir (0)

Zuzzíni (kúrbítur) bakaður með parmasian, blaðauk & tómötum

1 zuzzíni (kúrbítur) skorinn í sneiðar
kokteiltómatar
blaðlaukur
parmasian ostur, raspaður

Skerið kúrbítin í sneiðar endilangt og raðið í eldfast mót.
Skerið niður tómatana og setjið ofan á kúrbítin ásamt blaðlauknum og raspið svo ostinn yfir.

Bakið í ofni í ca 20-25 mínLime sósa

Grískt jógúrt
Lime piparkrydd í kvörn

Hrært saman og borið fram kalt


Fyllt paprika!

Áhorf: 608 | Umsagnir (0)

Fyllt paprika!

1 rauð paprika
1 poki hrísgrjón
1 krukka corma sósa frá Patask's
1 rauðlaukur
1 tómatur
1 kjúklingabringa (má sleppa)

Skerið toppinn af paprikunni og hreinsið innan úr henni.
Sjóðið hrísgrjónapokann, skerið kjúklingabringuna í bita og steikið á pönnu, létt kryddið með kjúklingakryddi.
Skerið rauðlaukinn smátt og tómatinn. Blandið svo öllu saman og fyllið paprikuna, setjið ost yfir og inn í ofn í ca 15 mín.
Fyllingin dugar vel í fleirri paprikur, en það má líka nota fyllinguna í tortillukökur til að borða daginn eftir og frysta restina.


Kjúklingabauna pönnukökur

Áhorf: 385 | Umsagnir (0)

Kjúklingabauna pönnukökur

1/2 bolli Kjúklingabaunamjöl
3/4 bolli vatn
1/2 tsk Salt
1/8 tsk Cayenne pipar
3/4 tsk Cumin fræ
1/2 tsk Grískt lambakrydd
5 kirsuberjatómatar
1 lítill Blaðlaukur

• Hrærið mjöl og vatn saman svo verði kekklaust - bætið restinni af uppskriftinni útí
• Setjið degið með matskeið á pönnuna og steikið hverja köku við vægan hita þar til þær verða gylltar og gómsætar 


Lasagne með kotasælu

Áhorf: 383 | Umsagnir (0)

Lasagne með kotasælu

12 stk lasagneplötur
3 stk laukur saxaður
2 stk hvítlauksgeirar pressaðir eða fínsaxaðir
1 msk matarolía
500 gr dósatómatar
½ dl tómatmauk
salt, pipar, oregano, timian, basilkum.
3-400 gr kotasæla
100 gr rifin ostur

Kraumið lauk og hvítlauk í olíunni smá stund.
Bætið tómötum og tómatmauki saman við og kryddið hæfilega, sjóðið í 10 mín.
Takið af hitanum og hrærið kotasælunni saman við. Leggið lasagneplöturnar og sósu í lögum í eldfast mót.
Stráið osti yfir hvert lag. ATH.
Lagsangeplöturnar eiga að vera neðstar síðan þykkt lag af sósu með rifnum osti.

Bakið í 20-25 mín við 200-225°C.

 


Grænmetisbaka

Áhorf: 391 | Umsagnir (0)

Grænmetisbaka

Botn:
1 dl haframjöl
2 dl hveiti
100 gr smjörlíki
100 gr skyr
2 msk kalt vatn

Grænmeti:
250 gr spergilkál
250 gr blómkál
50 gr sveppir
1 lítil græn paprika
1 lítil rauð paprika
olía til steikingar

Sósa:
2 stk egg
2 ½ dl rjómi
4 dl rifinn ostur

Blandið saman haframjöli og hveiti, brytjið smjörlíkið út í, hrærið sykri saman við og vætið í með vatni.
Hrærið vel saman og geymið deigið í ísskáp í 30-40 mín.
Sjóðið spergilkál og blómkál í léttsöltu vatni í 10 mín.
Sneiðið sveppina og skerið paprikurnar í bita, léttsteikið sveppi og paprikur í olíu.
Fletjið deigið út og setjið í eldfast mót, sem er um 25-28 cm í þvermál, raðið grænmetinu ofan á deigskelina.
Þeytið saman egg og rjóma, blandið rifna ostinum saman við, hellið blöndunni yfir grænmetið.

Bakið við 180-200°C í 30 mín og berið fram.


Bauna-, ólifu- og fetasalat

Áhorf: 387 | Umsagnir (0)
Bauna-, ólifu- og fetasalat 

tekur 10 mín, fyrir 4, mjög létt 
1 dós smjörbaunir eða nýrnabaunir 
1 msk tómatmauk (puré) 
3 msk jómfrúarolía 
1 sítróna 
Nýmalaður pipar, salt 
3 tómatar, vel þroskaðir 
1 rauðlaukur 
75 gr svartar ólífur, steinlausar 
175 gr fetaostur í bitum 
2-3 msk steinselja, minta eða aðrar kryddjurtir, saxaðar 

Baunum hellt í sigti og látið renna vel af þeim.
Tómatmaukið og olían sett í litla skál og þeytt vel saman.
Safinn kreistur úr sítrónunni, þeytt saman við smátt og smátt og kryddað með pipar og salti. 

Tómatarinir skornir í báta og rauðlaukurinn í þunnar sneiðar.
Baunirnar settar í skál ásamt tómötum, lauk, ólífum og osti og blandað vel. 

Sósunni hellt yfir og kryddjurtum stráð yfir allt saman. 

Borið fram með brauði. 

Fylltar paprikur með geitaosti og pestó

Áhorf: 396 | Umsagnir (0)

Fylltar paprikur með geitaosti og pestó
Fyrir 4:

4 paprikur
8 msk pestó annað hvort keypt eða heimatilbúið
16 kirsuberjatómatar
væn sneið af geitaosti chevré
* skerið paprikurnar í tvennt & hreinsið innan úr þeim
* setjið 1 msk af pestó innan í hverja papriku
* skerið kirsuberjatómatana í tvennt & setjið 4 helminga innan í hverja papriku
* að lokum er smá klípa af geitaosti sett yfir
* bakað við 220°c í u.þ.b. 15 mín
* ummmm hlakkið til að borða með flottu salati