Kjötfars & kál

Áhorf: 2218 | Umsagnir (0)

Kjötfars & kál

Kjötfars og kál þekkja margir íslendingar mæta vel og hér á árum áður þá var þetta oft kallaðir kálbögglar en þá var farsinu skellt inn í kálið og það fest saman með tannstöngli. Núna í dag þá smellum við oft bara bollunum beint út í vatnið og kálinu í kringum það!

500 gr kjötfars eða eftir fjölda í mat
1/2-1 hvítkálshaus

Gott er að vera búin að láta suðuna koma upp á vatninu áður en bollurnar eru settar útí.
Ég nota svo skeið og dýfi henni rétt út í vatnið og móta bollurnar en þá festist farsið ekki eins við, ég raða svo kálinu meðfram eftir að hafa skorið það niður í 2-4 parta. Látið malla i ca 20 mínútur.

Borið fram með kartöflum og bræddu smjöri.


Krakkabíxí-matur

Áhorf: 1743 | Umsagnir (0)

Bixí Bixí Bixí

Krakkabíxí-matur

Kartöflur skornar í smá bita, gott að nota afgangana frá deginum áður
Medisterpylsa, smá skorin eða annað sambærilegt, má líka nota pylsur eða bjúguafganga
Rauðlaukur, smátt saxaður, má sleppa
Salt & pipar
Egg
BeikonBlandið þessu öllu saman og steikið á pönnu úr smjöri/olíu.
Steikið svo beikonið og eggið sér og setjið út á blönduna og berið fram með sósu eftir smekk.


Steikt lifrapylsa með eplum

Áhorf: 1032 | Umsagnir (0)

Steikt lifrapylsa með eplum
(fljótlegt og gott)1 lifrapylsa (létt), sneidd
1 epli, sneitt
smá smjörklípa

Steikið létt á hvorri hlið, bæði lifrapylsuna og eplin.Borið fram eplunum og kartöflumús ef vill.


Cowboy Kjötbollur

Áhorf: 936 | Umsagnir (0)

Cowboy Kjötbollur


Mynd: Stonewall Kitchen á Íslandi

Hráefni:

  • 500 gr af litlum kjötbollum, heimagerðar eða keyptar tilbúnar
  • 1 flaska Stonewall kitchen honey bbq sósa
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1stk lítill laukur saxaður
  • 1 meðal stórt jalapenjo fræhreinsað og saxað
  • 1 dós Niðursoðnir tómatar (diced ) hunts til dæmis
  • 1 mtsk smjör
  • 1/4 bolli ferskur kóriander
  • salt og pipar til að krydda eftir smekk

Aðferð

1. Bræðið smjörið á pönnu
2. Setjið hvítlaukinn, laukinn og jalapenjoið á pönnuna og látið malla á lágum hita þangað til allt er orðið mjúkt.
3. Hellið núna Stonewall Kitchen Hoeny BBQ sósunni út á pönnuna ásamt niðursneiddu tómötunum úr dósinni.
4. Bætið kjötbollunum út í látið malla á lágum hita í u.þ.b 30 mín eða þangað til kjötbollurnar eru heitar í gegn
5. Setjið kóríanderið út á og saltið og piprið eftir smekk

ath: til þess að gera uppskriftina aðeins barnvænni þá má sleppa chilinu. 

Uppskrift frá Stonewall Kitchen á Íslandi

 


Lasagne, stór uppskrift til frystingar.

Áhorf: 1213 | Umsagnir (0)

Lasagne, stór uppskrift til frystingar.Kjötsósan:
2 kíló nautahakk
2 - 3 carlic tómatar í dós (sneiddir)
2 - 3 normal tómatar í dós (sneiddir)
1-2 dósir stórar af kjötsósu eftir smekk
1 - 2 dósir  Hunt‘s tómatþykkni
Gulrætur eftir smekk (skornar niður í litla bita)

Kryddað vel með:
Oregano
Svartur pipar
Basilíkum

Sósa:
4 dósir sýrður rjómi 10%
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður) bætið við þeim 3 eftir smekk
Mál lika nota hvíta sósu ef vill (uppstúf)
Lasagna plötur
Álbakkar 10 stk.
Sneiddir tómatar

Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í og gulræturnar líka,  
smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman. Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn.

Borið fram með góðu brauði og fersku salati.


Pylsur í ofni

Áhorf: 538 | Umsagnir (0)

Pylsur í ofni

Pylsur 1 pakki, 

beikon 1 bréf, 
1 ds bakaðar baunir
1 niðursneitt brauð,
1 bolli paprika og brokkoli,
nokkrir sveppir niðurskornir,
matarrjómi, ostur.

Brauðið sett í botninn á eldföstu móti,
pylsurnar skornar niður og pylsunum og bökuðu baununum hellt yfir brauðið.
Beikonið steikt á pönnu ásamt grænmetinu og kryddað. 

Rjóma bætt útí. Þessu er síðan bætt ofan á pylsurnar. 
Meira rjóma hellt yfir og síðan ostinum. Sett í ofn og hitað í gegn.


Biximatur

Áhorf: 1243 | Umsagnir (0)

Biximatur

Soðnir eða steiktir kjötafgangar
Sama magn af kartöflum
Saxaður laukur um helmingur á móti kartöflunum
Salt, pipar og ensk kryddsósa ef vill
Afgangur af sósu

Kjötið skorið í litla bita ásamt kartöflum. Laukurinn saxaður.
Þetta er allt steikt á pönnu og kryddað.
Sósunni blandað saman við og hitað vel.
Borið fram með rauðrófum og steiktum eggjum.
Hægt er að nota afganga af flestum sósum eða laga rjómasósu.

Uppskrift frá Gulla


Steiktur blóðmör með eplum

Áhorf: 429 | Umsagnir (0)

Steiktur blóðmör með eplum

800 gr soðinn blóðmör
3-4 græn epli
50 gr smjör
1-2 msk sykur, helst hrásykur
Söxuð steinselja (má sleppa)

Blóðmör skorinn í 1-1 ½ cm þykkar sneiðar. Eplin afhýdd, kjarnstunginn og skorin í 8-12 báta hvert.

Helmingurinn af smjörinu bræddur á stórri pönnu og eplabátum raðað á hana.
Sykri stráð yfir og eplin látin krauma við hægan hita þar til þau eru nærri meyr.
Snúið eða hrært öðru hverju. Þau eru svo tekin af pönnunni með gataspaða og haldið heitum.

Hitinn hækkaður dálítið, afgangurinn af smjörinu settur á pönnuna og síðna er
blóðmörssneiðum raðað á hana og þær steiktar á báðum hliðum þar til þær eru heitar í gegn.

Eplin sett aftur á pönnuna, steinselju stráð yfir, ef hún er notuð, og borið fram.


Rónasteik (Kjötfars á brauði)

Áhorf: 1015 | Umsagnir (0)

Rónasteik (Kjötfars á brauði)

Fljótlegt og ódýrt :)

 

8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.

 

Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)


Ritzkex/hakkbollur í Chilli sósu

Áhorf: 1767 | Umsagnir (0)

Ritzkex/hakkbollur í Chilli sósu

 

500 gr hakk
1 pakki Ritzkex
salt/pipar

 

Chilli sósa
Rifsberjasulta 

 

Myljið ritzkex og  blandið saman við hakkið, örlítið salt/pipar.
Búnar til litlar partýbollur, léttsteikt á pönnu og sett í heitann ofninn.
Chilli sósan og rifsberjahlaup/sulta hituð saman í potti.-smakkað til með magn af hvoru tveggja.

 

Ýmist er sultan sett yfir bollurnar í ofninum og þannig bornar fram, eða sultan höfð sem meðlæti með bollunum.

Borið fram með grjónum og góðu fersku sallati.