Kalkúnafylling a la carte Ingunn

Áhorf: 1475 | Umsagnir (0)

Kalkúnafylling a la carte Ingunn

Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hef ég búið til fyllingu í kalkún fyrr en núna um helgina
en þá var ég með matarboð fyrir vinkonur mínar og ákvað ég að gera tilraun á fyllingu að mínum hætti
en að sjálfsögðu hafði ég skoðað fullt af fyllingum frá öðrum til að styðjast við.

Fyllingin min fékk svo góðar viðtökur og þótt ég segji sjálf frá þá var hún algjört æði, njótum öll!

Ca.10 brauðsneiðar, skorpan skorin af og svo skorið í bita
1 rauðlaukur, smátt skorið
1-2 gulrætur, smátt skorið
1/2 paprika rauð, skorin í bita
1/2 pakki beikon, skorið í bita
1 pakki pepperoni, smátt skorið
1/2 epli, skorið í bita
2-3 stilkar sellerí
Þurrkaðar apríkósur, ca 8-10 skornar í bita
Döðlur, ca 8-10, skornar í bita
1 peli rjómi
1 dós af chili sultu frá Íslenskri Hollustu, sjá hér
Smá olía

Setjið olíuna á pönnuna og setjið rauðlaukinn, beikonið og pepperoni út á pönnuna og láti malla í smá stund við vægan hita.
Bætið smátt og smátt restini af hráefninu út í ásamt rjómanum og setjið niðurskorna brauðið út í síðast og svo chili sultuna.
Kryddið og smakkið með kjúklingakryddi úr kvörn, salti og pipar og látið þetta allt malla þar til þetta er orðið vel mjúkt.

Kælið aðeins og fyllið svo kalkúninn.

Njótið vel, það gerðum við :)


Létt reyktur hátíðarkjúklingur a la carte Ingunn

Áhorf: 3525 | Umsagnir (0)

Létt reyktur hátíðarkjúklingur a la carte Ingunn

1. stk létt reyktur hátíðarkjúklingur (fæst yfirleitt um jól og páska)
Klementinur
Græn vínber
Döðlur

Setjið kjúlinginn í ofn og bakið í 45 mínútur á kíló, hellið yfir hann appelsínusafa þegar hann er farin að gyllast aðeins (hellið fyrst safann af kjúklinginum af áður). Vökvið hann svo öðru hvoru og bætið svo döðlum, klementinum og vínberjum yfir hann.
Borið fram með brúnuðum kartöflum og döðlurjómasalati og appelsínusósu.Döðlurjómasalat

Rjómi
Döðlur

Látið döðlur liggja í rjómanum í 2-3 tíma, skerið þær smátt niður áður og þeytið rjómann svo varlega.

Appelsínusósa

Smá klípa af smjöri eða smjörlíki til að bræða teninginn
1 hænsnateningur
1 matreiðslurjómi
1 peli af Floridana appelsínusafa
2-3 msk af appelsínuþykkni, má bæta við eftir smekk
Smá kjötkraftur til að styrkja ef þarf 
Maizzenamjöl til að þykkja aðeins

Smjör/smjörlíki brætt með teninginum og hrært í á meðan, 
rjómanum helt út í smátt og smátt og svo appelsínusafanum bætt við og appelsínuþykkninu, 
smakkað til og bætt meira út í að þykkni ef þurfa þykir til að fá meira appelsínubragð og svo er gott að styrkja með smá kjötkrafti ef vill, 
má sleppa. 
Ef margir eru í mat, má bæta út í mjólk til að gera sósuna meiri og setja þá aðeins meiri kraft á móti. 
Þykkja svo í resina með maizzenamjöli.

Njótið


Sesame Ginger Teriyaki kjúklingaspjót

Áhorf: 1188 | Umsagnir (0)

Sesame Ginger Teriyaki kjúklingaspjót

Hráefni:

  • 4 skinnlausar kjúklingabringur
  • 1 flaska Stonewall Kitchen Sesame Ginger Teriyaki sósa
  • 1/2 bolli hnetusmjör
  • 2 bollar rjómi
  • salt og pipar til að krydda eftir smekk
  • Grillspjót

Aðferð

1. Skerið bringurnar í strimla og raðið þeim upp á grillspjótin.  Ef notuð eru grillspjót úr við er best að leggja þau í bleyti í 30 mín.
2. Leggið spjótin með strimlunum ofan á eldfast mót
3. Hellið 1/2 flöskunni af Stonewall Kitchen Ginger Teriyaki sósunni yfir kjúklingastrimlana og látið standa í nokkra klt.  Best er að láta standa yfir nótt í kæli en það er ekki nauðsynlegt.
4. Setjið 1/2 bolla af Sesame Ginger Teriyaki sósunni í lítinn pott
5. Setjið í sama pott 1/2 bolla af hnetusmjöri og blandið vel.
6. Bætið rjómanum út í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið síðan malla í nokkrar mínútur á lágum hita.
7. Gott er að spreyja non-stick spreyi á grillið áður en grillað er eða setja smá olíu. Látið grillið hitna vel.
8. Setjjið kjúklingaspjótin á grillið og grillið kjúklinginn vel báðum megin eða þangað til hann er fulleldaður í gegn.
9. kryddið með salti og pipar eftir smekk
10. Raðið spjótunum á diska.  Dreypið sósunni yfir eða setjið sósuna í skál fyrir gesti til að dýfa í.

 ath: það má klárlega steikja kjúklinginn á pönnu ef veður er slæmt til að grilla 

Uppskrift frá Stonewall Kitchen á Íslandi


Kjúklingabringur með döðlum, rauðlauk, beikoni & eplum ofl.

Áhorf: 1099 | Umsagnir (0)

Kjúklingabringur með döðlum, rauðlauk, beikoni & eplum ofl.
a la carte Ingunn

4 kjúklingabringur (eða miðað við fjölda)
Rauðlaukur
Epli
Beikon

Döðlur
Feta ostur


Kryddið kjúklingabringurnar með kjúklingakryddi, má líka nota sítrónupipar. 
Setjið þær í eldfast mót.
Skerið beikon, rauðlauk og epli í bita og stráið yfir bringurnar.
Skerið svo döðlurnar i tvennt og setjið yfir ásamt fetaosti og olíunni af ostinum.

Setjið inn í ofn i ca.45 mínútur á 180 °c

Borið fram með frönskum og kokteilsósu, eða því sem ykkur langar í :)

 


Kjúklingabringa fyllt með rauðu pestó og umvafin beikoni.

Áhorf: 980 | Umsagnir (0)

Kjúklingabringa fyllt með rauðu pestó og umvafin beikoni.
Extra fljótlegt og gott!

4 kjúklingabringur
Rautt pestó
Beikon
KjúklingakryddSkerið í miðja bringuna og fyllið með pestóinu, kryddið bringurnar eftir smekk með kjúklingakryddi 
og vefjið svo beikoni utan um bringurnar. (Hægt að festa með tannstögli)
Setjið í eldfast mót og setið í ofn á ca 180°c í 45 mínútur. 
Borið fram á sítrónu kúskús.
 


Kjúklingabringa með létt steiktu grænmeti og maiz

Áhorf: 362 | Umsagnir (0)

Kjúklingabringa með létt steiktu grænmeti og maiz

1-2 kjúklingabringur
frosið grænmeti eftir smekk
maiz

 

Kryddið kjúklingabringuna með kjúklingakryddi, eða eftir smekk og setjið í eldfast mót og inn í ofn í ca.45-50 mín,
til að stytta tímann má skera bringuna í tvo hluta. Létt steikið grænmeti eftir eigin smekk úr oliu,
gott að nota tilbúið grænmeti úr frystipokunum ef tími er naumur, annars bara það grænmeti sem til er,
gott að bæta út í rauðlauk skornum í ræmur, hann gefur svo gott sætt bragð með. 

Sjóðið maizstöngul í ca 20-30, létt saltið í pottinn.

Þetta er léttur og góður matur sem fer vel í maga.

Verði ykkur að góðu :)
Ingunn


Viskí marineraður kjúklingur á grillið

Áhorf: 372 | Umsagnir (0)

Viskí marineraður kjúklingur á grillið

8 kjúklingabitar

Marineringarlögur:
1 bolli Viskí
½ bolli dökkur púðursykur
1 bolli tómatsósa
2 tsk. Worcestershire sósa
¼ bolli hvítvíns edik
1 msk ferskur sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk þurrt sinnep
salt og pipar eftir smekk 

Blandið saman viskí, púðursykri, tómatsósu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar í skál.
Penslið þunnu lagi yfir kjúklingabitana og setjið á grillið.
Haldið áfram að pensla yfir bitana þegar þið snúið þeim meðan á grilltíma stendur.

Uppskrift frá Ísfugl :)


Kalkúnapylsur, brauð og grænmeti á grillteini :)

Áhorf: 681 | Umsagnir (0)

Kalkúnapylsur, brauð og grænmeti á grillteini :)

Uppskrift fyrir 4

8 kalknúnapylsur
paprikur, laukur og sveppir eftir smekk
4 þykkar sneiðar af grófu brauði
3-4 msk. af olíu
1 hvítlauksgeiri
salt, svartur pipar og paprikuduft

Pylsurnar og grænmetið er skorið í bita og brauðsneiðarnar eru skornar í teninga.
Þessu er raðað til skiptis á grillteina.
Blandið muldum hvítlauk, 1/2 tsk. af salti, 1/4 tsk. af svörtum pipar og 1/2 tsk. af paprikudufti út í olíuna.
Penslið kalkúnapylsurnar og brauðið með olíunni og leggið á teinana á grillið u.þ.b. 10 cm frá glóðinni.
Snúð teinunum oft og penslið pylsurnar og brauðið nokkrum sinnum.

Rétturinn bragðast vel með fersku grænmetissalati, sterku sinnepi eða öðru meðlæti eftir smekk. 

Uppskrift úr Fréttablaðinu... 


Einföld, saðsöm og sjúklega góð kjúklingasúpa

Áhorf: 1341 | Umsagnir (0)

Einföld, saðsöm og sjúklega góð kjúklingasúpa

Uppskrift:

2 kjúklingabringur, skornar í bita
2-3 gulrætur skornar í sneiðar
1/4 rófa skorin í litla bita
2-3 kartöflur skornar í litla bita
púrrulaukur
1/3 stór sæt kartafla skorin í bita
paprika
2 hvítlauksrif
1/2 tsk karry
1/3 flaska heinz chillisósa
súputeningur
1 dós kókosmjólk
2-3 glös vatn
salt og pipar

Aðferð:  

1. Steikið kjúklinginn og leggið hann til hliðar. 
2. Steikið hvítlauksrif og karrý saman í smá stund, bætið svo grænmetinu við (fyrir utan paprikuna),  veltið og steikið aðeins. 
3. Bætið paprikukunni við og steikið örlítið. 
4. Bætið vatni við svo að það fljóti yfir. 
5. Svo er chillisósunni bætt við, súputening eða kjúklingakrafti. 
6. Smá salt og pipar eftir smekk. 
7. Ef að maður vill gera meira úr þessu er hægt að setja dós af tómötum út í. (Líka gott að setja smá tómatpúrru ef hún er til.) 
8. Látið malla í ca 20 mín, setjið kókosmjólk og kjúlla út í og hitið aðeins, ekki láta sjóða.

Þetta er einstaklega matarmikil súpa og alveg rosaleg góð!

Ath, til að toppa þetta er alveg rosalega gott að hafa nachos með til brjóta út í súpuna. 

Uppskrift frá Pressunni.


Casbah-bögglar

Áhorf: 490 | Umsagnir (0)

Casbah-bögglar
Fyrir 6

1 pakki blaðdeig (fillo-deig), 6 arkir
2 dl hrísgrjón
300 gr steiktur kjúklingur, kaldur
1 rauðlaukur, saxaður
50 gr möndlur, gróft saxaðar
2 msk hunang
3 msk balsamedik
1 chili-aldin, fræhreinsað
1/8 tsk negull
½ tsk kanill
Salt
Svartur pipar
100 gr smjör, bráðið

Láttu blaðdeigið þiðna í umbúðunum.
Hitaðu ofninn í 200°c. Sjóddu hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Rifðu eða skerðu kjúklinginn í strimla og brúnuðu og þá á pönnuna, blandaðu þeim saman við kjúkling, lauk og möndlur og taktu pönnuna af hitanum.
Blandaðu hunangi, balsamedik, söxuðu chili-aldin, negul og kanil saman í skál og kryddaðu með salti og pipar eftir smekk.
Bættu því svo á pönnuna og hrærðu allt vel saman. Taktu eina örk af blaðdeigi og penslaðu hana með bræddu smjöri.
Settu um 3 msk af fyllingunni á blaðdeigsörkina og brettu hliðarnar yfir eftir endilöngu. Rúllaðu bögglinum svo upp.
Búðu til fleiri böggla á sama hátt þar til fyllingin og blaðdeigið er uppurið.
Raðaðu þeim svo á plötu klædda bökunarpappír og penslaðu þá með bræddu smjöri áður en þú bakar þá í um 15-20 mínútur.