Kótelettur í raspi

Áhorf: 1872 | Umsagnir (0)

Kótelettur í raspi var eitt af mínum uppáhalds sem krakki og er enn.
Þegar ég var að alast upp þá var hefðin heima að borða þær með kartöflum,
grænum baunum og rabbarbara sultu og hef ég haldið sjálf í þá hefð, ekki einu sinni sósa hefur bæst við þessa samsetningu :)


Lambakótelettur í raspi

8-10 kótelettur, ca 3-4 á mann
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Season all
Smjör/smjörlíki

Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kóteletturnar og þerrið aðeins, veltið þeim síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.
Bræðið smjörið/smjörlíkið á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúð þeim þá við og lækkið hitann á pönnunni, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.Borið fram með kartöflum, grænum baunum og sultu.Indverskt lambalæri

Áhorf: 659 | Umsagnir (0)

Indverskt lambalæri

2 1/2 kg lambalæri

Blanda
15 stk kardimommur
10 stk negulnaglar
5 cm löng kanilstöng
1 tsk túrmerik
1 tsk chilli krydd
1 tsk fínmalað cummin
2 stórir laukar
5 hvítlauksgeirar marðir
5 cm af ferskri engiferrót, afhýdd og rifinsafi úr tveimur sítrónum
1 msk salt

blanda
22 msk hrein jógúr
t1 msk hunang
2 msk pistasíuhnetur
2 msk rúsínur

Daginn áður: 
Hreinsið lærið og skerið nokkra djúpa skurði þversum í það með beittum hníf.
Setjið blöndu 1 í blandara og maukið. Nuddið maukinu vel á lærið og þrýstið maukinu djúpt í skurðina.
setjið lærið í plastfilmu og látið marinerast í kæli yfir nótt.Samdægurs:setjið blöndu 2 í blandara og maukið.
Hitið ofninn í 180°.
Takið lærið úr plastfilmunni og setjið í ofninn í steikingarskúffu eða potti og setjið blöndu 2 vel yfir lærið.
Setjið álpappír/lok yfir og steikið í 1 1/2 tíma.
Takið álpappírinn/lokið af og steikið áfram í 10-15 mín. eða þar til kryddmaukið er orðið stökkt og gullinbrúnt.

Borið fram með hrísgrjónum, raita og fersku grænmeti.

Raita:
1 dós hrein jógúrt
2 msk fínt saxað kóriander
1 msk fínsöxuð mintulauf
17" tsk chilli krydd
1/2 tsk garam masala
hnífsoddurmúskat
1/2 tsk salt
1/2 tsk sykur

Blandið öllu nema kóriander vel saman. Stráið söxuðu kóriander yfir.


Lambalærissneiðar með apríkósugljáða

Áhorf: 1070 | Umsagnir (0)

Lambalærissneiðar með apríkósugljáða

4 lambalærissneiðar
2 msk. apríkósusulta 
2 msk. barbecue-sósa
2 msk. olía 
1.5 tsk. milt karríduft 
pipar 
salt

Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.
Látið standa á meðan grillið er hitað. Grillið lærissneiðarnar  í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Fylgist vel með þeim.

Berið þær fram t.d. með grilluðu grænmeti eftir smekk, grilluðum kartöflum og góðu salati. 


Páskalamb

Áhorf: 14719 | Umsagnir (2)

Páskalamb 
fyrir 6

 

1 lambalæri
3 msk. olía
2-3 brauðsneiðar
3 hvítlauksgeirar
3 msk. rifsberjahlaup
1 msk. dijonsinnep
½ tsk. oregano
½ tsk. timjan
Salt
Pipar
4 laukar
½ kg kartöflur
3 sætar kartöflur

Hitið ofninn á 220° C.
Kryddið lærið með salti og pipar.
Hitið eina matskeið af olíu á stórri pönnu og brúnið lærið á öllum hliðum.
Rífið brauðið niður í matvinnsluvél ásamt rifsberjahlaupi, hvítlauk, sinnepi, oregano, salti og pipar og maukið.
Hellið afganginum af olíunni í ofnskúffuna, afhýðið laukinn, skerið hann í nokkuð þykkar sneiðar og raðið í miðja ofnskúffuna.
Leggið lærið ofan á og smyrjið kryddmaukinu yfir.
Steikið í ofni í 20-25 mínútur eða þar til lærið hefur tekið góðan lit.
Breiðið álpappír yfir og steikið áfram í tæpa klukkustund.
Setjið kartöfluteninga eða -báta í ofnskúffuna 25 mínútum áður en lærið er tekið út.
Berið fram með sveppasósu og öðru meðlæti.

Eða auðveld uppskrift:

Lambalæri, má vera úrbeinað
Best á lambið kryddið í glerkrukkunum sem fæst í flestum verslunum
Borið fram með rjómasveppasósu a la carte Ingunn
Rjómi (má vera matreiðslurjómi)
Mjólk
Sveppir
sveppatengingur 1-2
smá smjör
sósujafnari
sósulitur (ef vill)
Kjötkraftur

Bræðið smjör og tening, setjið svo sveppina út í og látið brúnast í smá stund og
hellið svo smá rjóma út á og hrærið vel í á meðan krafturinn blandast við og hellið svo restini af rjómanum út í
í skömmtum og hrærið í á meðan.
Ef margir eru í mat, má setja mjólk út í til að drýgja sósuna og bragðbætið svo í restina með kjötkrafti
(smakkið til) áður en sósujafnaranum er bætt út í, setjið sósulit ef vill.

Annað meðlæti:
Brúnaðar kartöflur
Salat
Maizkorn
Rauðkál
Grænar baunir


Hangikjöt

Áhorf: 660 | Umsagnir (0)

Hangikjöt
Einn af þjóðarréttum Íslendinga!

1 kg hangikjöt
1 l. Vatn eða látið fljóta yfir

Setjið hangikjötið og vatnið saman í pott og hitið varlega að suðu.
Látið sjóða í 45-60 mínútur. Hangikjöt er ýmist borið fram heitt eða kalt.

Jafningur eða uppstú
50 g smjörlíki 
50 g hveiti 
1 l mjólk 
1/2 tsk. salt 
1-3 msk. sykur 
ögn hvítur pipar

Bræðið smjörlíkið í potti, hrærið hveitinu saman við, þannig að úr verði smjörbolla.
Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust.
Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.

Borið fram ýmist sem sósa eða soðnar kartöflur settar útí og
borið með t.d með Hangikjöti, grænum baunum frá Ora,
rauðkáli og flatkökum (laufabrauði á jólunum).


Lambakæfa

Áhorf: 1162 | Umsagnir (0)
Lambakæfa

Sjóðið lambakjöt í c.a 2 klst
leyfið því aðeins að kólna
takið kjötið af beinum og setjið í mixara ásamt vel söxuðum heilum lauk.
2 teiningar af lambakjötskrafti eru settir í 200 ml af vatni og hitað inni í örbylguofni eða þangað til að teningarnir eru bráðnaðir.
Hellið kryddvatninu ásamt smá salti, úti íi kjötið og laukinn og mixið vel og lengi.


Þá er kæfan tilbúin. Setjið kæfuna síða í eldfastform og leyfið henni að kólna
og skerið svo í bita og setjið í álpappír í hæfilega bita. Þetta er svo tilbúið í frost

Framandi lambaréttur

Áhorf: 412 | Umsagnir (0)

Framandi lambaréttur 

800 gr.lambakjöt 
3 msk.ólífuolía 
2 laukar 
5 hvítlauksrif 
3 msk. engiferrót 
3 msk. sojasósa 
1 dl. afhýddar möndlur 
1 1/2 dl rúsínur 
2 tsk. kúmen 
2 tsk. paprikuduft 
1 tsk. chiliduft 
1 tsk. koriander 
salt + pipar 

Hitið olíuna á pönnu. Fínsaxið lauk, merjið hvítlauk og rífið engifer og steikið ´þar til laukurinn hefur mýkst. 
skerið kjötið í strimla eða teninga og steikið þar til kjötið er meyrt 
bætið möndlum og rúsínum út í. Kryddið með sojasósu, kúmeni,papriku, chilidufti, koriander og salti og pipar 

Borið fram með hrísgrjónum eða couscous. 

Uppskrift frá Erlu Óskarsdóttur 


Lambakótelettur m/lime

Áhorf: 522 | Umsagnir (0)

Lambakótelettur m/lime


 

Fyrir 4 
8 lambakótiletur

Kryddlögur
4 msk. olía
börkur og safi ú 2 Lime (Límónum)
1 msk. púðursykur 
1 1/2 tsk. ferskt engifer (má nota duft)
salt og pipar

Hrærið kryddlöginn saman og leggjið síðan kótiletturnar í hann.
Látið bíða í 2-3 klst.
Grillið kótiletturnar eða steikið á grillpönnu ca. 15 mín. snúið af og til og penslið með kryddleginum
.

Borið fram með salati að eigin vali. 

Grillað lamba-fillet með klettakálspestói

Áhorf: 467 | Umsagnir (0)

Grillað lamba-fillet með klettakálspestói

1 kg lamba filet, fitu og sinalaust 
½ dl olía 
Salt 
Pipar nýmalaður 
Klettakálspestó: 
1 poki klettakál 
4-6 hvítlauksgeirar 
2 msk furuhnetur 
2 msk parmesanostur 
1 msk hvítvínsedik 
1-2 msk sykur 
2 dl olía 
Salt 
Nýmalaður pipar 

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. 
Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.
Grillið á meðalheitu grilli í 2-4 mín á hvorri hlið.

Berið fram með klettakálspestóinu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum. 


Lambalærisneiðar með sítrónu og myntu

Áhorf: 580 | Umsagnir (0)
Lambalærisneiðar með sítrónu og myntu

4 stk lambalærissneiðar 
1 stk hvítlauksrif (saxað) 
1 búnt vorlaukur (saxaður) 
1 tsk myntulauf (söxuð) 
1 stk sítróna, safi og börkur 
4 msk jómfrúarólífuolía 
Salt og svartur pipar 

Blandið saman hvítlauk, vorlauk, myntu, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki og ólífuolíu.
Skerið í fitulagið á lærissneiðunum með jöfnu millibili (til þess að það verpist ekki þegar grillað/steikt er) og raðið þeim á djúpan bakka, þannig að vel fari um hverja sneið.
Hellið kryddlögnum yfir kjötið, hyljið bakkann með plastfilmu og geymið í kæliskáp yfir nótt.
Grillið sneiðarnar á útigrillinu eða steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
Gott að bera lærissneiðarnar fram með hvítlaukssósu, , bökuðum kartöflum og góðu grænmeti. 

Auðvitað má nota annað lambakjöt en lærissneiðar, ss. Kótilettur eða framhryggjasneiðar.