Nautakjötsréttir


Tartalettur fylltar með afgang að gúllas!

Áhorf: 757 | Umsagnir (0)

Tartalettur fylltar með afgang að gúllas!
Ef þú átt afgang af gúllasinu og kartöflumúsinni þá er algjör snilld að nýta það í tartalettur!

Sjá uppskrift hér af gúllasinuVerði ykkur að góðu!


Nautagúllas (fljótlegt og gott)

Áhorf: 1916 | Umsagnir (0)

Nautagúllas (fljótlegt og gott)

Stundum er gott að einfalda hlutina frekar en að flækja þá of mikið og hérna kemur ein ofureinföld!500 gr.nautagúllas
1.pk sveppir
2-3 gulrætur, skornar niður, má sleppa
3-4 lárviðarlauf
1.pk brún sósa eða pk.af Stroganoff

Setjið smjörklípu í pott og nautakjötið útí og steikið á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.
Hellið svo vatni yfir og bætið nokkrum lárviðarlaufum útí, sveppunum og gulrætunum, látið malla 1.klukkutíma, 
gott er ef það er látið malla í lengri tíma, þá verður það meirt og gott.
Hellið svo pakkanum útí og látið þykkna.

Kartöflumús:
Skrælið 1.kg af kartöflum og sjóðið í ca.20 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og notið kartöflustappara til að mauka þær niður, 

bætið við smjörklípu, smá salti og bætið út í mjólk þar til létt og ljúf meðferð er komin á og sykrið þá eftir smekk.

Berið fram með rifsberjasultu.

VARSTU AÐ KALLA Í MAT ?


Well­ingt­on nauta­lund

Áhorf: 1588 | Umsagnir (0)

Well­ingt­on nauta­lund A la Carte Guðrún og Ingunn.
Við vinkonurnar elduðum þessa líka æðislegu Wellington nautalund á nýju ári 2016 og nutum þess að borða saman með börnunum okkar.1 nautalund (þessi var beint frá býli)
salt og nýmalaður pipar

Smjördeig, hægt er að kaupa bæði frosið og ferskt
1.pk sveppir, saxaðir niður
1.laukur
1-2 pakkar hráskinka
100 gr. Smjör
½ dl vatn og 1 msk kjötkraftur
Brauðmylsna
1.msk söxð steinselja

Saxið sveppina smátt niður og laukinn og steikið í smjörinu ásamt steinseljunni.
Bætið vatninu útí ásamt kjötkraftinum og þykkið svo með brauðmylsnunni.

Kryddið lundina með salti og pipar nýmöluðum og steikið svo á pönnu á öllum hliðum til að loka kjötinu vel. Sumir smyrja líka lundina með Dijon sinnepi eða öðru sterku sinnepi.

Fletjið deigið út, raðið hráskinkunni ofaná og smyrjið fyllingunni ofaná, leggið lundina ofaná og smyrjið fyllingu ofan líka, lokið deiginu og þrýstið brúnunum saman með gaffli, skreytið og penslið svo með þeyttu eggi.

Bakið í 25-30 mínútur í 150°c heitum ofni.

Berið fram með bernese sósu eða piparsósu, bökuðum kartöflum og salati.


Nauta Ribeye

Áhorf: 1302 | Umsagnir (0)

Nauta Ribeye
Snöggsteikt á pönnu

Algjör eðalsteik sem bráðnar í munni  og ekki verra að gæða sér á góðu rauðvíni með!

250-300 gr nauta ribeye steik/ur
Bakaðar kartöflur
Olía til steikingar

Þerrið kjötið af öllum kjötsafa og látið það ná stofuhita .
Kryddið með salti og pipar úr hvörn eða notið Steikarkryddið frá  MacCormick.
Hitið pönnuna vel með olíu og snöggsteikið rib eye-steikina í 3 mínútur á hvorri hlið en takið af rétt um það leyti sem steikin byrjar að svitna í gegnum steikarskorpuna eða eftir því hvort þú vilt fá steikina medium, medium hráa eða hráa!

Berið fram með bernises sósu, piparsósu eða annarri sósu og bakaðri kartöflu.

Verði ykkur að góðu!


Langbrauðs samlokur með sneiddu Ribeye nautakjöti!

Áhorf: 1061 | Umsagnir (0)

Langbrauðs samlokur með sneiddu Ribeye nautakjöti!

Eina helgina vorum við með dýrindis Ribeye steik innbakaða á Wellington hátt og við vorum ekki í vandræðum
með að nýta afganginn, 
heldur smelltum við þeim í langbrauð og fylltum og skreyttum hvert á sinn hátt.Í boði var að nota:
Nautakjöt sneitt niður
Remúlaði
Steiktan lauk
Sýrðar gúrkur
Rauðlauk
Tómata
Salat
Bearnise sósu
Piparsósu
Auðvitað má bara nota hvaða afganga sem er en svona má nýta allt hráefni upp til agna :)


Nautastrimlar með bambus

Áhorf: 1156 | Umsagnir (0)

Nautastrimlar með bambus

Þetta er svo ótrúlega auðvelt að maður hlær nú bara að sjálfum sér fyrir það að hafa miklað austurlenska matargerð fyrir sér en auðvitað er þetta allt auðvelt þegar maður notar tilbúnar sósur, ég læt hina snillingana um að elda þetta frá grunni að svo stöddu en einn daginn þá ætla ég að læra þetta!Austurlenskur stíll er alltaf ansi góður svo ég tali nú ekki um að hann er auðveldari en maður heldur í að elda.

Nautastrimlar, hægt er að kaupa nautakjöt og skera í strimla eða tilbúið
Bambus í dós
1 rauðlaukur
1 dós ananas
1 epli
1 dós Hoi Sin sósa

Setjið nautastrimlana í wok pönnu, gott er að setja smá steikingarolíu og látið malla í ca 30 mínútur.
Skerið niður lauk og epli og bætið út á pönnuna ásamt ananasinum og bambusinum og bætið útá pönnuna
ásamt sósunni og fyllið sósukrukkuna af vatni og hrisstið vel svo að þið náið allri sósunni úr og hellið yfir réttinn.

Mallið í góðan klukkutíma svo að kjötið verði vel meyrt!Berið fram ef vill með hrísgrjónum brúnum


Salat með nautastrimlum

Áhorf: 680 | Umsagnir (0)

Salat með nautastrimlum
(afgangar geta verið snilld)

Er afgangur af nautalundinni frá kvöldinu áður ?
Er afgangur af salatinu frá kvöldinu áður ?

Hvernig væri þá að sameina þetta saman :)

Skerið nautalundina i strimla og steikið létt á pönnu.
Setjið þá út á salatið og berið fram með ristuðu brauði með parmesan osti bræddum inni í ofni.Nautalund fyllt með humar a la Brynja

Áhorf: 1316 | Umsagnir (0)

Nautalund fyllt með humar a la Brynja

NautalundKryddblanda:
2 tsk creola krydd
2 tsk chilli pipar
2 tsk cumin
2 tsk paprika

Hrisstið blönduna vel saman og berið á lundina og saltið svo og piprið úr kvörn eftir smekk

Fylling:
Humar
Sítróna
Fersk basilíka
Hvítlaukur

Pillið humarinn úr skelinni, kreystið safann úr sítrónunni í skál og pressið 2-3 hvítlauksrif og blandið út í ásamt niðurskornu fersku basilíka.
Veltið svo humrinum upp úr blöndunni og látið liggja í smá stund.

Takið lundina og hreinsið hana, ef hún er stór má skera hana niður í 2-3 hluta.
Takið sleif og rennið henni endilangri í gegnum lundina og setjið svo fyllinguna í hana.

Steikið lundina og lokið vel á pönnu á öllum hliðum.
Pakkið henni svo í álpappír og setjið í ofn 10-15 mínútur eða eftir smekk, við elskum hana svolítið blóðuga.

Meðlæti:
Hasselback kartöflur, takið bakaðar og skerið í þær rendur, stráið svo salti yfir þær og smjöri og bakið í ca 1 klukkutíma.
Gott er að hella yfir þær smá smjöri ef vill.

Gráðostasósa:
1 matreiðslurjómi
2 kjúklingateningar eða kjötkrafts
2 dl vatn
1 gráðostur

Setjið vatnið í pott og teningana og hrærið þeim saman.
Hellið svo rjómanum saman við og hrærið vel.
Síðan er ostinum bætt útí smátt og smátt, látið suðuna koma upp.
Bætið saman við smá ekta rjóma ef vill.
Setjið svo smá sósulit og þykkið sósuna með maizena mjöli.


Nautastrimlar í Ostrusósu

Áhorf: 1536 | Umsagnir (0)

Ég hef aldrei í gegnum árin eldað sjálf austurlenska rétti, en alltaf langað til þess!
Ég lét því verða af því og bauð vinkonu minni í mat, maður verður jú að nota einhvern sem tilraunadýr :)

Nautastrimlar í Ostrusósu

1.pk nautastrimlar (fást tilbúnir í frosti í Bónus)
1 dós baby mais
1-2 gulrætur
1/2-1 paprika
Blaðlaukur
Soyjasósa, smá slurkur
Steikarkrydd, eftir smekk
1 krukka af ostrusósu frá Santa María
1/2 litri vatn

Þýðið nautastrimlana, setjið smá olíu á wokpönnu ef þið eigið hana til, annars venulega pönnu.
Steikið strimlana og kryddð aðeins eftir smekk, skerið gulrætur, papriku og blaðlaukinn niður og
bætið út á pönnuna ásamt hálfum líter af vatni og baby mais, látið suðunum koma upp og lækkið svo undir.
Bætið þá 1-2 msk af soyasósu í og krukkunni af ostrusósunni.
Látið malla í 30-40 minútur eða þar til kjötið er orðið vel meyrt.Berið fram með brauði.

Gott er að nota afgangana daginn eftir í núðlurétt, sjóðið þá núðlur og hellið út á afganginn.

Auglýstu hér