Nautagúllas (fljótlegt og gott)

Áhorf: 1931 | Umsagnir (0)

Nautagúllas (fljótlegt og gott)

Stundum er gott að einfalda hlutina frekar en að flækja þá of mikið og hérna kemur ein ofureinföld!500 gr.nautagúllas
1.pk sveppir
2-3 gulrætur, skornar niður, má sleppa
3-4 lárviðarlauf
1.pk brún sósa eða pk.af Stroganoff

Setjið smjörklípu í pott og nautakjötið útí og steikið á öllum hliðum og kryddið eftir smekk.
Hellið svo vatni yfir og bætið nokkrum lárviðarlaufum útí, sveppunum og gulrætunum, látið malla 1.klukkutíma, 
gott er ef það er látið malla í lengri tíma, þá verður það meirt og gott.
Hellið svo pakkanum útí og látið þykkna.

Kartöflumús:
Skrælið 1.kg af kartöflum og sjóðið í ca.20 mínútur
Hellið vatninu af kartöflunum og notið kartöflustappara til að mauka þær niður, 

bætið við smjörklípu, smá salti og bætið út í mjólk þar til létt og ljúf meðferð er komin á og sykrið þá eftir smekk.

Berið fram með rifsberjasultu.

VARSTU AÐ KALLA Í MAT ?

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-12-06 10:02