Pasta & Pizzur


Pizza á grillið með ostafylltum kannti!

Áhorf: 675 | Umsagnir (0)

Pizza á grillið
með ostafylltum kannti!

Þessi var alveg trufluð og alltaf gaman að geta leikið sér í pizzagerðinni og ég veit að margir eiga sér pizzadaga í hverri viku.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Fylling:
Mozzarella ostur
Pizzasósa
Pepperoni
Skinka
green tabasco, bara örlitið
Rauðlaukur
Caper's

Mozzarella ferskur
Olívur, grænar fylltar
Spínat

Byrjið á að fletja út deigið og fylla það síðan með Mozzarella ostinum í kantinn, smyrjið pizzasósunni yfir, síðan pepperoni, skinku, rauðlauk, smá caper's, mozzarella ostinum stráð vel yfir eftir smekk og svo ferskum Mozzarella ostinunum í sneiðum ásamt ólívunum og spínatinu, setjið pizzuna á bökunarpappí og á grillið í ca 10 mín, en gætið hennar vel á meðan!Borin fram með ljúfengu rauðvíni!

Uppskrift Rúnar Gregory

 


Tagliatelle kjúklinga pastaréttur frá Rustichella

Áhorf: 883 | Umsagnir (0)

Tagliatelle kjúklinga pastaréttur frá  Rustichella

1 kjúklingabringa
6 tagliatelle
1 dós Pomodore basilíka
1 lítil dós kókosmjólk
ólívur grænar fylltar með ansjósum
steinselja, eftir smekk
Piccolo tómatar, 1 askja
3 hvítlauksrif
¾ rautt chilli, sleppið fræjunum
Chilli flögur rauðar (þurrkaðar, fást í Sælkerabúðinni)
Salt
Pipar
Basilíkum olía
Kasjúhnetur, ca 1 dl
Prima Donna ostur (raspaður)

Setjið  olíu á pönnuna og hitið.  Skerið niður rautt chilli smátt og setjið út á pönnuna ásamt smátt söxuðum hvítlauksrifum.  Skerið kjúklingabringuna í smá bita og steikið með hvítlauknum og chilliinu. Hellið kókosmjólkinni yfir  og hrærið vel og bætið svo Pomodoro sósunni út í, saltið og piprið eftir smekk og smakkið til.
Stráið chilli flögum yfir og bætið svo út í ólívunum, tómötunum, steinseljunni og kasjúhnetunum. Raspið  Prima Donna ostinum yfir eftir smekk. Sjóðið Tagliatelle á meðan eins og stendur á pakkanum, hellið vatninu af og blandið saman við réttinn.  Setjið réttinn á fallegt fat eða skál og stráið saxaðri steinselju og raspið primadonna ostinum yfir.Berið fram með hvítlauksbrauði og ísköldu hvítvíni.

Uppskrift eftir Ingunni & Guðrúnu


Cannelloni sjávarrétta pasta

Áhorf: 1681 | Umsagnir (0)

Cannelloni sjávarrétta pasta
8-10 stk.Cannelloni
1 litill poki risarækjur
6.stk hörpuskelfiskur
½ blaðlaukur
2 ferkjur (ferskar)
3 hvítlauksrif
100 gr rjómaostur
steinselja (eftir smekk)
1 stk.lime
Prima Donna ostur
salt og pipar
1 ½ teningur fiskikraftur
½ tsk. Þurrkaðar jalapeno flögur (fást í Sælkerabúðinni)
1 matreiðslurjómi
1 dl hvítvín
ruccola salat


Hellið olíu á pönnuna. Saxið hvítlauk og blaðlauk og setjið út á.
Grófskerið hörpuskelfiskinn og risarækjurnar og steikið með lauknum. 
Hellið rjómanum, rjómaostinum ásamt fiskikrafti, steinselju, jalapenoflögunum, pipar og salti. 
Setjið hvítvínið út í ásamt smátt skornum ferskjum.
Hrærið vel og látið malla í smá stund. 
Í lokin er bætt við röspuðum limeberki ásamt Prima Donna ostinum.  

Fyllið cannelonið og raðið á eldfastmót og hellið sósunni yfir
(passið að geyma smá af sósunni). Bakið í ofni í ca. 40 mín. 
Þegar 10 mín. eru eftir er restinni af sósunni hellt yfir ásamt ruccola salati. 
Rétturinn tekinn út og raspaður Prima Donna ostur yfir ásamt limeberki.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

Uppskrift eftir:
Ingunni & Guðrúnu


Tagitelle með Hörpudisk og rækjum

Áhorf: 856 | Umsagnir (0)

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku 
og djúsí fylltu brauði !

6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar) Allt kryddið fæst í lausu í Sælkerabúðinni Bitruhálsi

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.

Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !

Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka (fæst í Sælkerabúðinni niðursneidd, þú velur hvaða margar þú vilt)
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur, fæst líka í Sælkerabúðinni Bitruhálsi
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum

Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinumBakið svo í ofni í ca 15 minútur

Sælkerakveðja


Gnocchetti Pasta í lit !

Áhorf: 622 | Umsagnir (0)

Gnocchetti Sjávar Pasta í lit !

2 bollar Gnocchetti pasta
1 flaska pastasósa
1 litil dós purre til að gefa meira bragð
1-2 stk fiskur
1 bolli af rækjum
1 paprika rauðSjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
Takið vatnið af pastanu og bætið pastasósunni og purre út í 
Sjóðið fiskinn og brytjið hann svo út í pastað
Bætið rækjunum út í rétt í restina.Berið fram með snittubrauði með osti og hvítlauksdufti.

Pastað, sósan og kryddið fæst í Sælkerabúðinni Bitruhálsi

Njótið !


Tagitelli spínatpasta

Áhorf: 1068 | Umsagnir (0)

Tagitelli spínatpasta

Fékk svo frábært spínatpasta um daginn að ég ákvað að skella saman í eitt kryddað
að mínum smekk og prufaði mig áfram með áhugaverðum kryddum sem ég verslaði
í Sælkerabúðinni Bitruhálsi og eru fersk og lífrænt ræktuð og ég valdi bara í poka og greiddi 
eftir kílóverði.


Tagitelli spýnatpasta soðið

Rjómi settur út á pastað og kryddað

Spíntapasta tagitelle, 6-7 rúllur duga ca fyrir 2
Peli rjómi
1/1 - 1 tsk. turmerik
1/1 - 1 tsk. hvítlauksduft 
1 tsk. reykt paprika, heit
1 tsk jalapeno flögur grænar
1/1- 1 tsk. krydd frá norður afríku og mið austurlöndum
smá kjötkraftur í lokin, smakkið til
Rækjur

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum, hellið vatninu vel af og hellið rjómanum saman við og kryddið,
ég skellti í þetta sinn rækjum út í og þetta smakkaðist æðislega vel.


Verði ykkur að góðu.

 


Beikon létt pizza

Áhorf: 2584 | Umsagnir (0)

Beikon létt pizza...

Tortillur
Sæt kartafla, skorin í bita
Rauð rófa, skorin í bita
Rucola
Mosarella-ostur
Jalapeno
Beikon
Salsa sósa

 

Steikið rauðrófubitana og sætukartöflubitan sér í olíu þar til þeir eru orðnir meiri og mjúkir,
rauðrófurnar þurfa kannski aðeins meiri tíma og það er gott að setja lokið yfir, það flýtir fyrir.
Steikið beikonið og þurrkið aðeins með að leggja á eldhúspappír.
Setjið tortillu á disk, berið salsa sósu yfir kökuna, síðan kartöflurnar og rauðrófuna,
jalapenóið, rucolað, beikonið og síðast ostinn, setjið inn í ofn í ca.10-15 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu.


Humarpizza a la carte Sigurlaug

Áhorf: 713 | Umsagnir (0)

Humarpizza a la carte Sigurlaug

Speltbotn:

Pizzabotn:

250g spelt, smart að nota 1/2 gróft & 1/2 fínt í byrjun
3-4 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk óreganó
1-2 msk lífræn ólífuolía
125ml heitt vatn

botninn:
Þurrefnum blandað saman í skál eða það sem mun auðveldara er: sett í hnoðarann í matvinnsluvélinni.
Olíunni bætt útí & síðan vatninu & deigið hnoðað. Smá spelti stráð á borðið & deigið flatt út frekar þunnt.
Ég tek hringlótta kökudiskinn minn sem er 25 cm í þvermál & skelli ofan á deigið til að fá hringlaga botn.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu & deigið þar ofan á & forbakið við 200*C í
uþb. 3-4 mín & setjið rakt viskustykki ofan á botnana svo þeir verði ekki að tvíböku.
Þessi uppskrift gefur 2 botna með 25 cm í þvermál

Uppskrift af botni frá Sollu á Grænum Kosti

Deigið flatt út á plötu smá ólívulolía yfir, pizzasósa úr flösku þar yfir.
Rúlla af piparosti, nota ekki of mikið af henni, klípur hér og þar.
Síðan hvítur kastali í sneiðum dreift yfir líka.
Rifinn ostur þar yfir og bakað í ofni þar til er næstum alveg tilbúið,
þá er platan tekin út og humrinum dreift yfir, gott að strá þá smá salti yfir hann.
Aftur í ofninn þessar ca. 2 mín sem humarinn er að eldast.

Uppskrift frá Sigurlaugu Gísla.


Tortellini pasta

Áhorf: 498 | Umsagnir (0)

Tortellini pasta

Með rjómasósu,skinku og sveppum 
Tortellini pasta (gott með skinkufyllingu eða eftir smekk) 
Matreiðslurjómi 
Skinka (eftir smekk) 
Sveppir 
40-50 gr smjörlíki eða smjör 
1 sveppateningur 

Pasta er soðið, á meðan er sósan búin til.
Setjið smörlíki/smjör í pott og bræðið, setjið sveppateninginn útí með og myljið hann saman við, passið að smjörið hitni ekki of mikið.
Þegar smjörið er brætt, setjið matreiðslurjóman út i, í skömmtum og bætið svo sveppunum og skinkunni saman við.
Pastanu er bætt út í síðast.
Til að þykkja aðeins er gott að setja smá ljóst maizenamjöl.
Gott er að skera niður gúrku og cerrí tómata og setja úti skálina fyrir þá sem vilja, verður svo ferskt og gott. 

Borið fram með góðu hvítlauksbrauði.