Humarpizza a la carte Sigurlaug

Áhorf: 691 | Umsagnir (0)

Humarpizza a la carte Sigurlaug

Speltbotn:

Pizzabotn:

250g spelt, smart að nota 1/2 gróft & 1/2 fínt í byrjun
3-4 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk óreganó
1-2 msk lífræn ólífuolía
125ml heitt vatn

botninn:
Þurrefnum blandað saman í skál eða það sem mun auðveldara er: sett í hnoðarann í matvinnsluvélinni.
Olíunni bætt útí & síðan vatninu & deigið hnoðað. Smá spelti stráð á borðið & deigið flatt út frekar þunnt.
Ég tek hringlótta kökudiskinn minn sem er 25 cm í þvermál & skelli ofan á deigið til að fá hringlaga botn.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu & deigið þar ofan á & forbakið við 200*C í
uþb. 3-4 mín & setjið rakt viskustykki ofan á botnana svo þeir verði ekki að tvíböku.
Þessi uppskrift gefur 2 botna með 25 cm í þvermál

Uppskrift af botni frá Sollu á Grænum Kosti

Deigið flatt út á plötu smá ólívulolía yfir, pizzasósa úr flösku þar yfir.
Rúlla af piparosti, nota ekki of mikið af henni, klípur hér og þar.
Síðan hvítur kastali í sneiðum dreift yfir líka.
Rifinn ostur þar yfir og bakað í ofni þar til er næstum alveg tilbúið,
þá er platan tekin út og humrinum dreift yfir, gott að strá þá smá salti yfir hann.
Aftur í ofninn þessar ca. 2 mín sem humarinn er að eldast.

Uppskrift frá Sigurlaugu Gísla.

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:10