Tagitelle með Hörpudisk og rækjum

Áhorf: 756 | Umsagnir (0)

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku 
og djúsí fylltu brauði !

6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar) Allt kryddið fæst í lausu í Sælkerabúðinni Bitruhálsi

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.

Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !

Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka (fæst í Sælkerabúðinni niðursneidd, þú velur hvaða margar þú vilt)
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur, fæst líka í Sælkerabúðinni Bitruhálsi
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum

Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinumBakið svo í ofni í ca 15 minútur

Sælkerakveðja

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:11