Pizzabotnar fyrir 2

Áhorf: 337 | Umsagnir (0)

Pizzabotnar fyrir 2

Stilla ofna á 210°C undir-yfirhiti og blástur og láta bökunarplötu vera inni í ofninum.

4 dl hveiti
½  tsk sykur 
2 msk olía
1 tsk þurrger
1 ½ dl vel volgt vatn og pilsner til helminga

Setjið allt í skál og sláið saman með sleif, bætið ½ tsk salt í og hnoðið svo kröftuglega með höndunum á borði.  Notið eins lítið af hveiti í að hnoða og þið getið.

Skiptið í tvo hluta og fletjið út í 2 x 9” kringlóttar pizzur eða 1 x 18”. Alls ekki of þunnar.

Komið pizzunum fyrir á bökunarpappír.

Smyrjið góðum skammti af pizzasósu á botninn með matskeið. Stráið lagi af rifnum osti ofan á.

Dreifið áleggi að vild yfir pizzuna.

Fyrst kjötáleggi og svo grænmetisáleggi.

Ef þið viljið extra ost má setja svolítið aukalega ofan á allra síðast. En alls ekki of mikið
Takið nú bökunarplötuna út úr ofninum og notið hanska svo þið brennið ykkur ekki. 
Takið af ykkur bökunarhanskana og setjið pappírinn með pizzunni á plötuna og  setjið í ofninn.
Bakið neðst í ofni í 10  mínútur.

 

Pizzasósa:

1 ½  - dós hunts tómatpurre (305 gr dósir) Ath, þetta er ekki tómatkraftur, heldur ákveðin maukblanda af tómatsósu sem er akkúrat passleg í sósuna.
Eða 1 dós niðursoðnir tómatar og 1 pínulítil dós tómatkraftur
2 hvítlauksrif takið pappírinn af og kremjið með hvítlaukspressu
½ tsk sykur
1 ½ tsk oregano
2 ½ tsk basil
¼ tsk cayennepipar
¼ tsk salt

Setjið allt í skál og hrærið vandlega

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara

 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-10-19 22:41